Sunnudaginn 12 nóv. kl:13:30 á Madejski Stadium.
Jæja eftir að hafa spilað 3 leiki í röð á WHL (og unnið þá alla). Er komið að útileik. Andstæðingarnir eru nýliðar Reading. Ef einhver er að hugsa að þetta verði ganga í garðinum er ég með smá fróðleik. Við höfum enn ekki unnið leik á útivelli og markatalan okkar er 1-7. Við höfum aðeins skorað 1 mark og fengið á okkur 7 mörk í útileikjunum. Reading hefur verið svona smá jójó það sem af er vetri. Þeir hafa náð jafntefli á móti Man U. Töpuðu aðeins 1-0 fyrir Chelsea í sögufrægum leik þar sem báðir markmenn Chelsea meiddust og eina markið var sjálfsmark Ívars Ingimarssonar. Leikinn eftir þann leik töpuðu þeir 0-4 gegn Arsenal.Þeir spiluðu glymrandi bolta í 4-3 tapi gegn Liverpool á Anfield í deildarbikarnum. Reading er búið að skora 10 mörk í deildinni á meðan við höfum aðeins sett'ann 7 sinnum. þannig að það er ekkert öruggt, sérstaklega þar sem við náðum aðeins jafntefli í síðasta útileik gegn WATFORD. En nú er upptalið það sem vinnur gegn okkur. Nú skulum við aðeins skoða hvað vinnur með okkur. Við erum búnir að spila núna 10 leiki í röð án taps! Við unnum Chelsea í síðasta leik okkar í deildinni. Það vill oft verða þannig að eftir svona stórsigra verður spennufall í næsta leik og menn koma með skell niður á jörðina. Ég hef enga trú á að það verði staðan í þessum leik. Sumir tóku út spennufallið í síðasta leik s.b Lennon. Leikmenn vita að þó þeir hafi komist yfir risa hindrun í síðasta leik bíður þeirra jafn stór hindrun núna. Þeir einfaldlega verða að fara að vinna útileik! Þess vegna held ég að leikmenn komi inn í leikinn vel stemmdir og ákveðnir. VIÐ HÖFUM EKKI UNNIÐ READING Í 76 ÁR. En þá spiluðum við líka síðasta leik okkar við Reading (múahahahah). Við höfum ekki tapað leik á dags. 12.11 í 40 ár. Með sigri á morgunn lyftum við okkur úr ellefta sæti í það sjöunda og jöfnum Arsenal að stigum (en þurfum að vinna með 14 marka mun til að komast fyrir ofan þá).
Byrjunarliðið
Ég spái svipuðu byrjunarliði og á móti Chelsea. Ég á ekki von á Malbranqe í byrjunarliðið strax þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik fyrr í vikunni eftir mjög löng meiðsli. Ég held að Jol taki ekki þá áhættu. Ég held einnig að þrátt fyrir frábæra frammistöðu gegn Port Vale muni THUDD verma bekkinn gegn Reading. Þá mun liðið líta svona út:
-----------------Robbo--------------
Chimb.------Dawson----King----Ekotto
Ghaly-------Jenas-----Zokora--Lennon
------------Berbatov--Keane---------
Þrátt fyrir að Reading sé búið að skora fleirri mörk en við í deildinni hef ég það á tilfinningunni að við höldum hreinu gegn þeim. Ástæðan er sú að Robbo mun leggja extra efford í að halda hreinu í hundruðasta leiknum í Spurstreyjunni. Því spái ég 2-0 fyrir okkur.
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
já satt er það svo sannarlega komin tími á útisigur. sjálfstraustið ætti að vera í góðu lagi eftir undanfarna leiki. Veit ekki hvort Jol geti stillt upp sínu sterkasta liði, finnst eins og ég hefði lesið einhversstaðar að chimbonda væri frá vegna meiðsla. Veit ekki hver kemur í bakvörðinn í staðin, er Stalteri ekki meiddur líka? Held að þetta verði bara barátta áfram og við séum ekkert að fara rúlla yfir Reading, vona samt að ég hafi rangt fyrir mér og við vinnum þetta sannfærandi. Annars höfum við ekkert efni á öðru en að stilla upp okkar sterkasta liði sem völ er á. Með sigri í þessum leik lítur staðan á töflunni miklu betur út fyrir okkar hönd og þá er farið að glitta í toppinn. En eins og ég segi býst við erfiðum leik og enn einu taugastríðinu fyrir framan imbann.
Eitt í viðbót varðandi sóknina, þá finnst mér ég ekki vera farinn að sjá neitt ákveðið mynstur hjá Jol hverjir séu númer eitt og hverjir númer tvö. Geri þó fastlega ráð fyrir, eins og þú segir, að hann haldi sig við parið úr leiknum á móti Chelsea. Ef það er eitthvað þá held ég að þeir séu ívið á undan í röðinni, er samt ekki viss
Verður ansi erfiður leikur, á svo sem engin von á öðru.Ætla samt að spá okkur 2-1 sigri.Tippa á að Dawson setji hann aftur!Held þetta hafi kveikt í honum,markið mót Chelski!Come on you Spurs!
Samkvæmt heimasíðunni eru bæði Chimbonda og Staltieri meiddir. Það stendur einnig tæpt með miðverði. En ætli vörnin verði ekki: Ekotto King Dawson Lee.
Síðan verður enginn á bekknum nema hugsanlega Derviete og Ifil. Vörnin er ótrúlega tæp, það má ekkert útaf bera. Það munar mikið um Chimbonda en Lee er reynslumikill og ágætt að hafa hann. Vörnin hefur verið að standa sig frábærlega að undanförnu (ég tel ekki Port Vale með). Mörkin sem við fengum á okkur gegn Club Brugge og Chelsea voru bæði glæsileg, en þar á undan hélt vörnin hreinu fjóra leiki í röð. Ef við eigum að vinna Reading verður vörnin að vera góð áfram. Þetta verður erfiður leikur og ef við náum jafntefli þá er það enginn heimsendir. En auðvitað myndi sigur sýna að allt sé á réttri leið og losa okkur við útivallarálögin.
Allt annað er í lagi: Fimm leikir í röð í deildinni án sigurs, frábær árangur í UEFA, Áttaliðaúrslit í Carling Cup. Þetta síðasta kemst vonandi í lag í dag.
Þetta átti að sjálfsögðu að vera:
Fimm leikir í deildinni án ósigurs
Samkvæmt Sky Sprots og Physioroom er Chimbonda ekki meiddur. Gæti verið eitthvað trikk í gangi þar sem þessar tvær síður eru svona sæmilega áræðanlegar. En svona þegar ég rifja það upp þá minnir mig að talað hafi verið um að Chimbonda hafi meiðst á móti Chelsea og myndi vera frá í tvær vikur. Þannig að þetta er spurning. Lee getur auðveldlega spilað hægri bak. En Chimbonda er náttúrulega búinn að vera okkar mikilvægasti leikmaður í vetur. En við eigum að vinna leikinn sama hvort hann sé með eða ekki. Rob Styels vinur allra Spursara :) mun dæma leikinn.
Lee er í hægri bakverðinum. Annars liðið eins og Sicknote spáði. Hef enn ekki séð hverjir eru á bekknum.
Þetta var bara skelfilegt ... ekki hægt að fara mörgum orðum um leikijnn.
Það væri hægt að kryfja leikinn endalaust og yrði maður bara fúlari fyrir vikið !!!
Þessi hörmulegi leikur er búinn og við áttum ekki baun í bala skilið út úr þessum leik, enginn sigurvilji og enginn barátta til staðar.
Nú er bara að horfa á næsta leik og er það ferðalag til Þýskalands, gegn Bayern Leverkusen.
Skrifa ummæli