þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Liðið (hægri bakvörður)

Það vildu margir meina að á síðasta tímabili hafi þetta verið ein af veikustu stöðunum okkar á vellinum. Við skulum aðeins skoða hversu breytt þessi staða er í dag.

Paul Stalteri (7)

Stalteri er 29 ára kanadískur landsliðsmaður. Hann spilaði með Totonto Lynx til ársins 1997. Hann fór þaðan til Bremen í Þýskalandi og spilaði þar til ársins 2005. Eftir tímabilið 2004-05 var hann með lausann samning og gekk til liðs við okkur á Bosmanreglunni. Fyrsta tímabilið hans með Spurs spilaði hann 35 leiki og skoraði 2 mörk.



Stalteri missti sem sagt aðeins af 5 leikjum á síðasta tímabili. Hann hlaut mikla gagnrýni á síðari hluta tímabilsins í fyrra fyrir að vera of mistækur í vörninni. Sú gagnrýni var í raun réttmæt. Hinsvegar
fékk hann ekki það hrós sem mér þótti hann eiga skilið á fyrri hluta tímabilsins. Það er örugglega erfitt fyrir leikmann að það sé þagað um það sem hann gerir vel en gagrýnt um leið og illa gengur. Mér finnst ég sjá það sama vera gerast núna með Ekotto í vinstri bakverðinum. Hann er að standa sig mjög vel en gleymist mjög oft þegar leikmönnum Spurs er hrósað. Það er fyrir mér algjör ráðgáta hvernig leikmaður getur farið úr því að vera frambærilegur bakvörður fyrir lið í toppbáráttu yfir í að jafn lélegur og raun bar vitni um í seinni hluta tímabilsins.


Niðurstaða:

Maður veit eiginlega ekki hvar maður hefur hann núna. Var þetta löng lægð sem hann gekk í gegnum á síðari hluta tímabilsins? Eða var hann að spila sínu bestu leiki á ferlinum fyrri hluta tímabilsins? Ég er allavega sáttur við að þurfa ekki að komast að því "the hard way". Mér sýnist á öllu að Stalteri sé nú þriðji maður inn í hægri bakvörðinn á eftir Chimbonda og Lee. Ég treysti mér ekki til að segja hvor sé betri kostur sem varamaður Chimbonda: Stalteri eða Lee. Stalteri er tvímannalaust nægilega góður leikmaður til að vera varaskeifa, þannig að ég lít svo á að hægri bakvörðurinn sé nú ein best mannaða staðan á vellinum.


Pascal Chimbonda (2)
Pascal Chimbonda er 27 ára gamall Frakki. Hann er fæddur á karabísku eyjunni Guadeloupe. Hann byrjaði atvinnuferilinn í fótboltanum hjá Le Havre. Eftir 4 ár með þeim færði hann sig yfir til Bastia. Þegar þeir féllu svo um deild árið 2004 vildi Chimbonda fara. Wigan keypti hann svo á hálfa milljón punda fyrir tímabilið í fyrra. Chimbonda var fastamaður hjá Wigan frá fyrsta degi tímabilsins til þess síðasta. Hann spilaði mjög vel í fyrra og verðskuldaði að vera valinn sem hægri bakvörður í úrvalslið tímabilsins í fyrra. Eftir útnefninguna í lið ársins gaf Chimbonda það út að hann vildi fara frá Wigan. Spurs sýndu honum áhuga frá byrjun en Wigan vildi ekki sleppa honum. Eftir nokkra mánaða samningaþóf tókust samningar rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað. Verðið 5,25 milljónir punda. Það er því óhætt að segja að Wigan hafi ávaxtað pundið vel.

Það sem af er tímabili er Chimbonda að mínu mati búinn að vera okkar besti leikmaður. Hann hefur spilað alveg hreint út sagt stórkostlega. Hetjudáðin sem hann sýndi þegar hann spilaði meiddur á móti Chelsea var auðvitað bara eins og klippt úr Hollywood mynd. Það hafa eflaust flestir tekið ástfóstri við þennann leikmann eftir þann leik. Chimbonda bíður uppá heilmargt sem við höfðum ekki í fyrra. Hann er mjög sterkur varnarlega. Hann er gríðarlega ákveðinn og ég efast um að ég eigi nokkurtíma eftir að sjá leikmann sóla hann upp úr skónum. Hann er líka mjög sprettharður leikmaður sem nýtist okkur mjög vel í sóknarleiknum. Hann er svo sannarlega búinn að þagga niður allar efasemdarraddir sem heyrðust þegar hann var keyptur... í bili allavega.

Það sem ég hef svolitlar áhyggjur af er viðhorf og hegðun Chimbonda. Hann fer frá Bastia í fússi. Hann sagðist vera búinn að fá nóg af því að vera kallaður ýmsum kynþáttafordómafullum nöfnum af sínum eigin stuðningsmönnum. Það er hinsvegar enginn liðsfélagi hans, þjálfari, eftrilitsdómarar eða stuðningsmenn sem kannast við þetta. Ástæðan er frekar talin að hann hafi ekki viljað spila lengur með liðinu eftir að það féll. Þegar hann kom svo til Wigan sagðist hann vera ánægður með félagaskiptin og sagði að þetta væri skref upp á við. Þegar hann svo kemst að því að hann hafi verið valinn besti hægri bakvörðurinn í fyrra vill hann umsvifalaust fara og segir komu sína til Wigan aðeins hafa verið til að fá athygli stærri liða. Þetta er auðvitað fáránlegt. Maður óneitanlega velltir því fyrir sér hvað myndi gerast ef Man U., Chelsea eða önnur stór félagslið vildu fá hann. Myndi hann fara á augabragði með sömu stælum og hann hefur sýnt í síðustu tveimur félagaskiptum sínum? Við vonum ekki og dæmum hann ekki fyrirfram.

Niðustaða.
Með komu Chimbonda batnaði staða hægri bakvarðar gríðarlega. Undir lok síðasta tímabils var þetta ein af veikustu stöðum okkar á vellinum en Chimbonda hefur gert þetta af einni sterkustu stöðunni okkar á vellinum. Gríðarleg framför og það verður gaman að fylgjast með Chimbonda það sem eftir lifir vetrar.

Young-Pyo Lee (3)
Lee er fjölhæfur bakvörður sem getur spilað hvoru meign sem er. Hann er réttfættur og því hentar honum líklega betur að vera hægra megin. Hann er gríðarlega fljótur leikmaður og ætti að geta stungið flesta af jafnvel með boltann. Hann hefur þó aldrei náð að standa undir væntingum mínum. Hann mun hafa það hlutverk í vetur að vera varamaður fyrir bæði Chimbonda og Ekotto. Ég mun taka Lee ýtarlegar fyrir þegar ég skrifa um vinstri bakvörðinn.


Philip Ifil (29)

Hér er á ferðinni ungur og efnilegur leikmaður. Hann er tvítugur og kom upp í gegnum yngri flokkastarf Spurs. Hann hefur spilað leiki með U-20 liðið Englands og spilað 2 leiki fyrir Spurs í deild. Ég man ekki eftir að hafa séð hann spila með Spurs en af honum fer gott orðspor. Annars veit ég mjög lítið um manninn. Ég í sjálfu sér bind litlar vonir við Ifil en ef það rætist eitthvað úr honum er það bara plús fyrir okkur.



Heildarniðurstaða:

Við getum í raun orðað þetta svona: Stephen Kelly fer frá liðinu og við fáum Chimbonda í staðinn. Það sýnir kannski best þá framför sem orðið hefur í þessari stöðu. Ég býst við að Chimbonda eigi eftir að verða okkur ómetanlegur liðstyrkur í vetur. Eins og hann hefur verið að spila núna undanfarið er á hreinu að við erum með eina best mönnuðustu varnarlínu í deildinni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð grein.

Chimbonda er klárlega sá besti sem við eigum í dag í þessari stöðu. Ef hann er að koma til okkar til að selja sig lengra, þá vitum við allavegana að hann mun leggja sig 100% fram í alla leiki og spila vel. Getum þá kannski selt hann fyrir 7millur næst :-)

Svolítið skrítið með Stalteri sem var jú að spila með meisturum í þýsku deildinni. Kemur svo til okkar, byrjar vel en dalar svo hægt og rólega, og er í raun tekinn í bakaríið nokkru sinnum undir lokinn í fyrra. Metnaðarleysi eða þreyta ??

Sicknote sagði...

Takk fyrir Freezer.

Já þú meinar. En málið er bara að ég vill ekki að við græðum nokkra aura og förum aftur á byrjunarreit. Ég vill að Chimbonda hjálpi okkur að ná nýjum hæðum. Ég er að vona að við séum að byggja á þeim mönnum sem eru að standa sig vel. Við þurfum á öllum okkar sterkustu mönnum að halda til að geta keppt við þá bestu. Það er þess vegna sem ég óttast fyrri hegðun Chimbonda. Við getum ekki búist við árangri ef bestu mennirnir okkar fara alltaf frá okkur.

Varðandi Stalteri þá er ómögulegt að segja hvað gerðist. Þetta er bara mál fyrir Mulder og Scully.

Birgir sagði...

Góð grein Sickknote .. öflugur að vanda.
Chimbonda er án efa einn af 3-5 bestu hægri bakvörðum á Englandi... var mjög ánægður með komu hans og hann hefur sýnt so far að hann er hverrar krónu virði.
Stalteri er fínn back-up fyrir Chimbonda. Var valinn í lið ársins á sínum tíma í Þýskalandi eftir mjög svo gott tímabil með Werder Bremen, þannig að eitthvað getur hann. Eins og kom fram fyrr, var svoldið hengdur í fyrra fyrir dræma frammistöðu undir það síðasta, en fékk lítið hrós fyrir góða frammistöðu fyrri part móts.
Lee er góður leikmaður að hafa ..sem getur coverað báða bakverðina. Leikmaður sem getur verið svakalega góður en á sama tíma alveg hreint út sagt skelfilegur !!!
Ifill sá ég spila á móti Port Vale og hann heillaði mig lítið. Held að hann verði farinn frá Spurs innan 2-3 ára með einhverja 5-10 leiki á bakinu með aðalliðinu !!
Erum að mínu mati í mjög góðum málum hvað varðar hægri bakvörðinn .. engar áhyggjur að hafa þar.