miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Leverkusen - Spurs

Nú er komið að þriðja leiknum í riðlakeppni Uefa cup hjá okkur. Við mætum Bayer 04 Leverkusen á BayArena heimavelli þeirra í Þýskalandi. Það er margt sammerkt með liðunum tveimur. Liðin eru á sama stað í deildunum eftir jafnmarga leiki. Leverkusen er í 12. sæti á meðan við erum í því 13. Það er því óhætt að segja að bæði lið eru að spila undir væntingum. Eins og allir vita er ein af goðsögnum Leverkusen að gera það gott fyrir Spurs. Berbatov er að mörgum talinn einn besti framherjinn sem hefur spilað fyrir Leverkusen. Hann mun því örugglega fá mikil viðbrögð frá áhangendum Leverkusen. Leverkusen hefur spilað einn leik í riðlakeppninni og gerðu þá jafntefli á útivelli gegn Club Brugge.
Við höfum eins og allir vita ollið svolitlum vonbrigðum í deildinni í vetur. Við erum á hinn boginn eldheitir í Uefa. Við höfum til þessa unnið alla okkar leiki í evrópukeppninni. Við að sjálfsögðu munum njóta góðs af því að Berbatov hefur spilað með andstæðingunum. Hann er því líklega búinn að koma upp um öll leyndarmál Leverkusen. Annað sem vinnur með okkur er tölfræðin. Leverkusen hefur aðeins einusinni tekist að sigra enskt lið í 13 leikjum. En auðvitað gefur tölfræðin eingin stig.
Liðin
Spurs.

--------------Robbo-------------
Chimb.-----Daws----King-----Ekotto
Lennon-----Ghaly---Zokora---Tainio
-----------Keane---Berbatov-----

Vörnin er auðvitað engin spurning. Það er kannski spurning hvort Jol treysti Chimbonda í heilan leik svo skömmu eftir þessi meiðsli hans. Lennon fer í læknisskoðun rétt fyrir leik. Ef Lennon verður meiddur verður Ghaly á hægri kanntinum. Zokora er samkvæmt mínum bókum öruggur inn í liðið. Ef Lennon er meiddur þá kemur THUDD inn. Jenas er ennþá meiddur. Vinstri kannturinn er algjört spurningarmerki. Steed var algjörlega ömurlegur í síðasta leik og því á ég ekki von á honum inn í liðið. Davids ætti alveg skilið að vera þarna en ég er ekki viss um að hann fái kallið. Helst myndi ég vilja sjá Murphy eða Tainio spila vinstra megin. Ég er algjörlega gáttaður á því að Murphy skuli ekki fá fleirri tækifæri. Hann var rosalega góður í byrjun tímabilsins en svo er hann tekinn úr liðinu for good. Framlínan er alveg örugg held ég. Þetta er evrópudúóið okkar.

Leverkusen
Ég hef ekki nokkra hugmynd hvernig þeir eiga eftir að stilla upp liðinu. En hérna eru nokkrir leikmenn sem ég þekki.
Voronin
Bernd Scneider
Jörg-Hans Butt
Carsten Ramelow
Athirson
Sergej Barbarez
Marko Babic
Nú ætla ég ekki að þykjast vita neitt um þetta lið enda aldrei fylgst með þýsku deildinni. En ég veit þó að þetta er stærsta áskorun okkar til þessa. Góð úrslit ættu væntanlega að vera jafntefli. Ég hef samt á tilfinningunni að við vinnum leikinn. Ég vona svo innilega að Berbatov skori. Ég spái því að við vinnum 1-2.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér skilst að bæði Babic og Schneider séu tæpir. En þetta verður erfiður leikur. Leverkusen eru víst að búa til nýtt lið. Schneider, Butt og Ramelow eru reyndustu leikmennirnir og festan í liðinu. Ég er bjartsýnn, okkur hefur gengið vel í Evrópu og þó svo að Leverkusen sé mesta ógnin hingað til þá eigum við góða möguleika, ég tala nú ekki um ef að við fáum Chimbonda og Lennon aftur í liðið. Ef við vinnum í kvöld og svo aftur gegn Wigan þá erum við aftur komin í gang.