Missti sem betur fór af leiknum. En ég lít á þetta sem svona mistig á leiðinni upp. Það geta allir átt slæmann dag. Við meigum nú alveg búast við að vinna ekki alla leikina á leiktíðinni. Við vonum bara að við stelum einum og einum sigri í stóru leikjunum í staðinn.
Annars er það í fréttum að ég hyggst gera nokkrar áherslubreytingar á síðunni á næstunni (engar stórvægilegar breytingar). Ég byrti þær síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sá ekki leikinn ... en við vorum víst ekki að spila okkar besta leik og ekki heldur okkar lélegasta.. Lennon var víst óheppinn / klaufi að setja ekki alla vega eitt kvikyndi í þessum leik og vörnin var víst eitthvað slöpp. Alla vega átti Spurs 8 skot á mark gegn 2 hjá Watford .. slæmt að ná ekki að troða einu þeirra inn.
En svona er bara boltinn og þá er að snúa sér að næsta leik sem er UEFA Cup á fimmtudaginn gegn Club Brugge.
Sæll birgir. Mér finnst mikilvægt að þetta hugafar fylgi fótboltanum. Ég man í fyrra eyddi ég stundum nokkrum dögum í reiði og pirring vegna þess að Spurs tapaði leik. Þá er þetta bara komið út í vitleysu. Næstu dagar eftir tapleik eiga ekki að fara í að bölva öllu því sem betur hefði mátt fara. Þessir dagar eiga stjórnast af eftirvæntingu eftir næsta leik. Því það er alveg sama hversu reiður maður verður úrslitin munu standa.
Smá ferðalýsing ef menn hafa áhuga.
Við vorum allmörg í þessari ferð en einungis 8 sem fórum á þennan leik. Við lögðum af stað frá hótelinu, sem er í miðri London, upp úr klukkan 11 og tókum subbið alla leið upp á Watford. Þegar þangað var komið tók við smá ganga upp á völl, og smá ganga í viðbót upp að pöbbnum sem átti að fá sér nokkra létta og syngja með stuðningsmönnunum. Þegar við vorum búin að vera á pöbbnum í hálftíma eða svo byrjaði söngurinn og við tókum vel undir, að sjálfsögðu. Það var þó fljótlega komin tími til að rölta upp á völl sem við og gerðum. Það heyrðist nú ekki mikið í Watford fólkinu á leiðinni, enda kannski ekki nema von því engin leikur hafði unnist hjá þeim þetta tímabilið og því var maður fullur eftirvæntingar fyrir leikinn. Við gátum ekki tapað !
Þegar á völlin var svo komið blasti nú ekki við neitt sérlega fögur sjón. Frekar lítill og gamall völlur. Við vorum staðsett einhverjum básum frá Tottenham stuðningsmönnum sem létu þokkalega vel í sér heyra, allavegana svona í byrjun.
Þeir sem sáu leikinn vita vel að það eina sem gladdi augað var Lennon og var hann umtalaður í stúkunni í kringum okkur. Ef við náum ekki evrópusæti núna á þessu tímabili er ég hræddur um að hann verði ekki í Tottenham treyju á því næsta.
Svo var ekkert annað að gera eftir leikinn en að fara með hangandi haus innan um 19þús manns í lestina og heim.
Eitt er þó gaman að nefna, að daginn eftir fór ég svo á West Ham - Blackburn, þar sem okkar maður Teddy skoraði flott mark, og í lestinni á leiðinni á þann leik rak ég augun í ansi kunnulegt andlit... jú, þar var á ferðinni Cristian nokkur Gross fyrrum stjóri okkar. Í lestinni, aftur, eins eftirminnilegt og það var, þegar hann kom til okkar var hann að monta sig af því að hafa tekið lestina :)
Ég að sjálfsögðu bankaði í öxlina á kauða og spjallaði aðeins við hann. Hann var að fara til að horfa á Blackburn því þeir eru víst að fara að spila við þá í evrópu. Ég skaut því nú að honum, hvort að hann væri að fara að taka við West Ham, miðað við slæmt gengi þeirra. Ekki vildi hann nú viðurkenna það.
Og svo á sunnudeginum rakst ég á Simon Davies á Planet Hollywood :)
Gamlar spurs kempur út um allt bara.
En svona líkur ferðasaga mín. Ekki neitt rosaleg í þetta skiptið enda leikurinn vonbrigði.
kv
Freezer.
Snilld Freezer!!!
Hlýtur að hafa verið snilld að tala við Gross. Mér finnst algjörlega vanta svona sögur í umræðuna. Maður getur hvar sem er lesið um leikinn sem maður horfði á en sjaldan fær maður að heyra sögur af upplifuninni. Sjálfur hef ég ekki enn farið á Tottenhamleik en fór á Liverpool - Arsenal og það var sjúklega skemmtileg upplifun. Ég er eiginlega farinn að skammast mín fyrir að hafa ekki farið á leik með Spurs ennþá. Ég er búinn að vera alltof lengi á leiðinni út. Nú þarf bara að breyta orðum í aðgerðir.
Skrifa ummæli