mánudagur, október 23, 2006

Spurs 1 - West Ham 0

Flottur sigur á West Ham. Sem betur fer voru þeir ekki búnir að ná botninum fyrir leikinn. Við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik á sunnudag, en hwo cares? Þetta var tvísýnn leikur fyrirfram. Maður átti allt eins von á tapi. Þannig að ég er bara sáttur. Þetta var svosem ekkert augnakonfekt þessi leikur. Mér fannst mjög augljóst að Jenas var örþreyttur í þessum leik, enda ekki skrítið þar sem hann hefur fengið litla hvíld frá byrjun móts. Chimbonda fannst mér líka þreyttur. Hann spilaði mjög vel en var ekki þessi orkubolti sem hann vanalega er. Lennon, Defoe, THUDD, Ekotto go King voru mjög góðir en hinir svona sæmilegir. Mido skoraði og því öll framherja fernan komin á blað. Ég samt vellti því fyrir mér í fagninu hans hvort hann hafi fengið lánaðan bol hjá Lennon til að vera í innan undir treyjunni. Svo var nú eitt atvik sem allir vita af í leiknum þegar Defoe beit Mascherano. Þetta hefur nú greinilega verið bara svona "djók" því þegar Argentínumaður sýnir ekki upp dramantískari viðbrögð en þetta, þá er lítið að. Ef þetta hefði verið eitthvað bit þá hefði hann auðvitað sýnt dómaranum ummerkin og fengið Defoe útaf. En fjölmiðlar reyna að búa til eitthvað "Zidane vs. Materazzi umtal" já eða "Tyson vs. Holyfeild umtal" um þetta. Það er náttúrulega bara fyndið. En það skiptir engu máli, við komumst yfir þennann prófstein og jafnvel enn stærri prófsteinn á miðvikudaginn. Þá þurfum við að bæta upp fyrir gengi okkar í bikarkeppnum í fyrra. Því miður get ég ekki gert upphitun fyrir þann leik þar sem það er svona törn í vinnunni þessa vikuna. Ég skal gera mitt besta til að ná upphitun fyrir Watfordleikinn.

Jæja ég er of þreyttur til að hugsa meira.

2 ummæli:

Birgir sagði...

Snilldar 3. stig .. það er það sem skiptir ÖLLU máli. West Ham hafa verið okkur erfiðir undanfarin ár og var ég skíthræddur fyrir þennan leik.
Þetta " bit " hjá Defoe er auðvitað bara djók, það er bara hlegið að þessu hérna í UK í fjölmiðlum .. Það er ekki eins og Defoe hafi bitið hann, rétt tyllti tönnunum á öxlina á honum .. bara fyndið. Annars búið að blása þetta mál all svakalega upp, sem er alveg ótrúlegt.

Sicknote sagði...

Takk fyrir kommentið Birgir. Já stundum verður maður bara að veera ánægður með úrslitin þó liðið hafi ekki sýnt neina meistaratakta. Snilld að hafa einn svona insider í Englandi sem póstar hérna;)