þriðjudagur, október 17, 2006

Bömmer

Því miður verður engin upphitun fyrir Besiktas leikinn. Það er einfaldlega of lítið og of lélegar heimildir til um þetta félag á íslensku eða engilsaxneskri tungu á netinu. Ég ætla að gera mitt besta til að ná upphitun fyrir West Ham leikinn á Sunnudaginn. Annars er það að frétta að ég er að gera mig breiðann á Spurs spjallinu. Það er vonandi bara tímabundið ástand. Ég ætla mér nú að halda áfram að leggja áherslu á þessa síðu.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

get einungis bent þér á wikipedia

Einar Gislason sagði...

Endilega haltu áfram að byggja þessa síðu upp, þetta blessaða spjallborð er alveg skelfilegt, því miður. Ég hef amk misst allan áhuga á að stunda það (kalla mig rorteh þar)..

Nafnlaus sagði...

Verðum að rífa það aðeins upp Einar, spurs-spjallið, annars nennir maður ekkert að tjá sig þar. Var að gefast upp á því en svo kom einhver snillingur og stakk upp á peppuppi þar. Gengur vonandi. Annars fer maður bara að tjá sig hér ;-)

Sicknote sagði...

Musi - Takk en mér finnst sú heimild bara ekki nógu góð til að skrifa upphitun eftir.

Einsidan - Takk fyrir stuðninginn. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram með þessa síðu og finnst frábært að síðan sé mönnum að skapi. Þegar ég ákvað að stofna þessa síðu hugsaði ég mér að ég væri að mynda fína tvennu með spjallinu. Málið er að mér finnst alltaf skemmtilegast að hafa íslenska umræðu um Spurs. Þess vegna ákvað ég að færa mig hingað. Þannig að það væru tvær mismunandi síður á íslensku sem fjalla um Spurs. Ég ætla mér ekki að láta þessa síðu gjalda fyrir tímann sem ég eyði á spursspjallinu.

Freezer. Takk fyrir þetta. Ég vona nú að ef spursspjallið kemst eitthvað á skrið að þú komir nú samt líka hingað. Mér finnst svo gaman að fá komment. :)

Ég er nefninlega ekki með neinn teljara og ætla mér ekki að setja svoleiðis upp. Þannig að kommentin eru það eina sem heldur mér í þeirri trú um að einhver lesi síðuna mína :)

Ps'
einsidan og freezer. Þið hafið báðir verið í miklum metum hjá mér bæði hér og á spjallinu. Met það mikils að þið venjið komu ykkar hingað. Þá veit maður að maður er að gera eitthvað rétt ;)

Nafnlaus sagði...

ánægður með þessa síðu hjá þér!, og gaman að lesa það sem þú ert að skrifa ...skrifa litið sem ekkert a spurs spjallið af ákveðnum ástæðum ..

Nafnlaus sagði...

er bara velta fyrir mér af hverju þú ert ekki með www.tottenhamhotspur.com sem link hjá þer

kveðja Kristján

Nafnlaus sagði...

Já, takk fyrir það sicknote. Er með hana í favorites og mun vera það áfram.
Við einsidan vorum einmitt herbergisfélagar í einni ferðinni út, þannig að við erum nokkuð, ef ekki mjög sammála því sem tengist Spurs.

p.s. ég er að fara helgina 28 okt. á leik Watford - Tottenham. Djöfull vona ég að það verði gleðiferð :-)

Sicknote sagði...

Magni. Takk fyrir. Ég skil það vel að Spursspjallið sé ekki fyrir alla. Þessi síða er eflaust heldur ekki fyrir alla, en það er allavega gott að menn geti valið á milli.

Kristján. Góð spurning. Ég er búinn að velta þessu svolítið fyrir mér. Mér finnst þessi síða aldrei hafa verið neitt sem neinn sómi er af. Mér hefur alltaf fundist leiðinlegt að þvælast þar um þar sem ég er ekki með Back og Refresh takkann efst. Hún hefur verið að skána eftir að hún fór í "makeover" fyrir stuttu. Þetta er síða sem ég samt sem áður nota lítið. Ég er bara með síður þarna sem mér finnst góðar og nota dags daglega. Það getur verið að ég fari að nota þessa síðu eitthvað meira á næstunni og þá mun ég setja hana inn.

Freezer. Þetta verður gleðiferð, enginn spurning. Það sem mér hefur alltaf fundist vanta hérna í spursumræðuna er að fá að heyra frá fólki sem fer á leiki. Það skemmtilegasta sem ég veit er að heyra frá Spursurum lýsa upplifuninni á leik. Þá lifir maður sig alveg inní það sem maður les. Ef einhver fer á leik og er tilbúinn að lýsa upplifuninni og stemmingunni að deila því með okkur hinum.

Nafnlaus sagði...

já sicknote, ég skelli kannski inn smá ferðasögu.