Á tímum sem þessum þegar við höfum aðeins náð 4 stigum af 15 mögulegum í deildinni er ekki auðvelt að vera Tottenhammaður. En að styðja liðið sitt þrátt fyrir svona gengi finnst mér aðdáunarvert. Við völdum ekki að halda með Spurs af því að það er auðvelda leiðin. Auðvelda leiðin hefði að sjálfsögðu verið Arsenal, Liverpool, Manchester. Það eru auðvitað flestir sem velja auðveldu leiðina. Þessi þrjú lið eru og hafa verið gríðarlega sigursæl og munu vera það áfram næstu árin. Það sama er ekki hægt að segja um Tottenham. Þegar flest okkar byrjuðu að halda með Spurs vissum við að við gætum ekki átt von á því að Spurs yrðu stórt félag á heimsmælikvarða hvað árangur varðar á næstu árum. Þrátt fyrir það ákváðum við að styðja Tottenham. Það er einmitt það sem mér finnst svo frábært. Við höldum áfram að fylla velli og fylgjast með og hvetja þrátt fyrir að vera ekki í kringum toppinn. Ég man að Liverpool lennti í svipuðum hremmingum í upphafi tímabils í fyrra. Á þeim tíma fór aðsókn stuðningsmanna þeirra að minnka og þeir hættu að geta fyllt sætin á útileikina og margir Liverpool menn sem ég þekki voru farnir að tala um önnur lið sem þeir hrifust mikið af eins og Wigan og Charlton.
Það eru líklega margir hér sem byrjuðu að halda með Spurs eftir glory tímabilið. Það er því nokkuð ljóst að stuðningur okkar við Tottenham er ekki háður árangri. Það kalla ég trygga stuðningsmenn. Ég held að flest lið geti öfundað okkur af einmitt þessu. Þetta er svona svolítið eins og gerðist á NBA tímabilinu á Íslandi. Þegar Jordan var að spila voru allir rosalega hrifnir af Chicago Bulls. Þegar Jordan svo hætti fór gengi þeirra versnandi og þá reyndi á stuðningsmennina. Það sem gerðist var eins og allir vita var að stuðningsmennirnir hættu að fylgjast með NBA og bólan sprakk.
Þeir leikmenn sem spila fyrir Spurs vita það þeir hafa stuðning hvernig sem gengur. En þeir sem spila fyrir stóru klúbbana vita það eitt að á meðan vel gengur munu menn styðja félagið. Þess vegna vona ég að allir þeir sem styðja Tottenham beri höfuðið hátt þessa dagana, ekki vegna árangurs okkar heldur vegna þess að það er svo sannarlega virðingavert að styðja sitt lið líka þegar illa gengur.
COYS
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góðir punktar... Kemur ekki annað til greina en að styðja við bakið á Spurs í gegnum súrt og sætt. Okkar tími mun koma, ekki spurning.
Spurs 4ever
Nákvæmlega. Þegar illa gengur kemur í ljós úr hverju stuðningsmenn eru gerðir. Hver myndi fara myndi minnka stuðning sinn við barnið sitt ef illa gengi í skólanum ;)
Skrifa ummæli