þriðjudagur, júlí 25, 2006

Þriggja marka sigur!!!

Finaly!!!!
0-3 sigur á Stevenage borough. Þetta hefði átt að vera mun stærri sigur. 15-0, 15-1 hefði verið sanngjarnt í þessum leik. Markmaður Stevenage Borough var víst sá sem kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Lýsendur leiksins sögðu að þeir hefðu horft á markmenn eins og Grobbelar, Seamen, Clements, Schmeichel og fleirri en sjaldan séð markmann standa sig jafn vel og Danny Potter gerði í þessum leik.

Enn halda góðu fréttirnar áfram með framherjana okkar. Defoe skoraði 2 mörk í þessum leik (annað úr víti) og Berbatov eitt úr víti. Við skulum ekki gleyma því að við erum enn án HM leikmannana okkar. Við stilltum liðinu aftur upp í 4-3-3 MÖRKIN

Glæsilegt að ná að vinna sannfærandi. Ég vill sjá okkur halda þessu áfram í næstu leikjum. Næsti leikur er einmitt gegn Inter Milan á WHL 30 júlí. Það verður spennandi rimma.
------------------------------------------------------------------

Ég var að lesa alveg geggjaða grein á netinu rétt í þessu. Þarna er íþróttafréttamaður í USA sem hefur ákveðið að fylgjast með enska boltanum í vetur. Hann ákvað að velja sér lið í deildinni eftir ákveðnum prinsip reglum. Það er frábært að lesa þetta allt og gaman að sjá mann sem veit ekkert um enska boltann velta fyrir sér hvaða lið hann ætli að halda með. Hvaða lið er áhugaverðast og mest heillandi liðið til að halda með í boltanum í dag?
SMELLIÐ HÉR (ATH! 2 blaðsíður)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við skulum ekki gleyma því að við erum enn án HM leikmannana okkar.

Voru einhverjir Spursarar á HM?

Sicknote sagði...

Já við vorum með einhverja leikmenn á Hm. Ef ég man rétt þá vorum við það lið sem vorum með flesta leikmenn í enska landsliðinu:
Jenas
Lennon
Robinson
Carrick

Lee spilaði með Suður Kóreu.
Dider Zokora spilaði svo með Fílabeinsströndinni.
Þess má geta að nokkrir "HM leikmenn" tóku þátt í æfingaleik varaliðsins í kvöld sem vann 8-1.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

Nafnlaus sagði...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»