miðvikudagur, júlí 19, 2006

Komandi tímabil.

Já senn líður að því að nýtt tímabil hefji göngu sína. Það er nú alveg spurning hvort sálfræðingar landsins taki það ekki til greina að líta á enska boltann sem meðferð við skammdegisþunglyndi. Tímabilið hefst í þann mund er daginn tekur að stytta og þegar skammdegið er sem mest (einhverntíma rétt fyrir jól), fáum við fótboltafíklar veislu þar sem prógrammið er mjög þétt.
Já maður er orðinn ansi spenntur fyrir þessu tímabili. Það hafa spennandi hlutir gerst í sumar á leikmannamarkaðnum. Við höfum styrkt liðið okkar í sumar með kaupunum á Zokora, Berbatov og Ekotto. Reyndar höfum við misst einn stórlax (Mido). Ef Berbatov gerir það sem hann var að gera í Þýskalandi hjá okkur erum við í góðum málum.
Það er svolítið gaman að bera saman sumarið nú og í fyrra. Undirbúningstímabilið er að þróast á mjög keimlíkann hátt og í fyrra (Erum að vinna góð lið í evrópu). Við förum inn í tímabilið með nýjann miðjumann sem er bæði ungur og efnilegur (Jenas/Zokora).Við förum aftur inn í tímabilið með breiða miðju, kannski of breiða. Einn af okkar litlu framherjum eru nú orðaður við önnur lið (Kanoute/Defoe). Nú gæti verið að við fáum einn gamlingja frá Ítalíu eins og í fyrra (Davids/Thuram). Nýr "óþekktur" vinstri bakvörður sem allir lofsyngja kemur til liðsins (Lee/Ekotto). Þá er bara að vona að Jol geymi það ekki fram á síðustu stundu að kaupa stórann framherja (Rasiak).

Vörnin
Ég er ekki að sjá miklar breytingar á vörninni í vetur. Þetta verður líklega svona:
Stalteri----Dawson---- King---- Lee/Ekotto
Gardner/Huddlestone verða varaskeifur fyrir King og Dawson. Ég væri samt virkilega til í að sjá Lee fara yfir í hægri bakvörðinn og Ekotto tæki vinstri bak. Það væri svakalega sterkt sóknarlega séð.

Miðjan
Þetta verður athyglisvert! Við erum með Lennon, Routhledge, Ziegler, Davids, Tainio, Jenas, Huddlestone, Carrick, Zokora, Reid, Ghaly og Murphy að berjast um sæti sitt. Þetta eru 12 frambærilegir leikmenn að berjast um 4 stöður. Hvern getum við skilið eftir? Ég vill kannski helst sjá hvernig þessi miðja spjarar sig:
Lennon------Carrick--------Zokora-------Ziegler
Þá erum við að skilja eftir leikmenn eins og Tainio, Jenas og Murphy. Þetta er ekki auðvelt val. Ég hef það samt einhvernveginn á tilfinningunni að þetta verði sú miðja sem Jol teflir fram:
Jenas-------Carrick-------Zokora------Lennon
Það er náttúrulega bara glæpur að gera þetta. Ég held samt að þetta sé miðjan eins og hún muni líta út. Jol vill hafa Jenas inná og hann vill hafa Carrick og Lennon inná. Þetta sýndi sig í fyrra. Menn voru frekar látnir spila í vitlausum stöðum (sbr Davids á vinstri væng og Jenas á hægri) frekar en að vera settir á bekkinn. Ég er nokkuð viss um að janúar verði svipaður næsta ár eins og hann var í ár. Það verður útsala á miðjumönnum hjá okkur.

Sóknin
Þar eru það Berbatov, Keane, Defoe og Barnard sem berjast um tvær stöður. Ég er enn ekki sannfærður um að tveir litlir sóknarmenn geti spilað saman. Þannig að eins og staðan er í dag held ég að Berbatov verði fastamaður og Keane og Defoe muni berjast um hina stöðuna. Nú er Defoe að standa sig gríðarlega vel í þeim leikjum sem hann er að spila á undirbúningstímabilinu þannig að þetta gæti orðið hörð barátta þeirra á milli. Barnard mun eflaust fá nokkur tækifæri líka en verður þó aðalega í aukahlutverki.

Væntingar
Ég geri mér væntingar um að við náum inn í meistaradeild og einn titil. Það er mitt mat að við erum með besta liðið í Uefa cup. Ég get ekki séð að við séum með verra lið en Middlesbrough sem komst í úrslitaleikinn í fyrra. En ef við náum ekki evrópubikarnum þá vill ég sjá okkur taka einn titil í bikarkeppnunum heima. En ég vænti meira en bara góðum niðurstöðum. Ég vænti þess líka að við spilum skemmtilegan bolta. Ég vill sjá okkur skora mun fleirri mörk en í fyrra. Það var ekki einn leikur í fyrra sem ég get bent á og sagt "þetta er það sem ég vill sjá". Ég vænti þess líka að við gerum okkur ekki að aðhlátursefni stuðningsmanna annara liða með því að vanmeta lakari lið og tapa eins og í bikarkeppnunum í fyrra.
Þannig að væntingarnar í stuttu máli eru skemmtilegur fótbolti, ofar en 5. sæti og bikar.

Spáin fyrir deildina.
Sem Tottenhammaður held ég að við getum alveg náð þriðja sætinu.
1. Chelsea
2. Liverpool
3.Tottenham
4. Arsenal
5. Man U.

Ég býst samt við að raunsærri menn spái þessu svona:

1 Chelsea
2. Arsenal
3. Liverpool
4. Tottenham
5. Man U.

En ef Spurs stenst væntingar mínar skal ég alveg vera sáttur við seinni spánna.

Þetta er kannski full snemmt fyrir þessa færslu þar sem lið eiga eflaust eftir að kaupa og selja mikið uns yfir líkur. Eflaust eiga lið eftir að versla eitthvað á Ítölsku útsölunni áður en tímabilið hefst og það gæti svo sannarlega sett strik í reikninginn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»