Jæja nú er að líða að fyrsta leik okkar í Uefa cup og tilvalið að gera eina góða upphitun fyrir leikinn. Þó svo að ég viti ekki mikið um liðið og leikstílinn, er saga félagsins ansi mögnuð og um margt merkilegt félag að ræða.
Anorthosis Famagusta
Liðið var stofnað árið 1911 í Famagusta á Kýpur. Liðið var stofnað út frá Anorthosis lestrarfélaginu. Þetta var hópur kristinna manna sem heimsótti spítala og las fyrir börn og þannig stunduðu þeir bæði trúboð og kennslu/fræðslu.
Borgin Famagusta er um margt merkileg. Um miðbik síðustu aldar var þetta ein eftirsóttasta borgin meðal evrópskra ferðamanna. Borgin var eiginlega tvískipt. Hún skiptist í Varosha hverfið sem var fínahverfið í borginni þar sem Grikkir bjuggu og svo voru hin hverfin í borginni þar sem innfæddir og Tyrkir bjuggu. Anorthosis hafði aðsetur í Varosha hverfinu og hafði þar byggt heimavöll sinn sem heitir G.S.E. Árið 1974 gerðu svo Tyrkir innrás í Kýpur og hertóku m.a borgina Varosha. Íbúar á því svæði flúðu í flóttamannabúðir á meðan Tyrkir lokuðu þessum hluta borgarinnar. Enn þann dag í dag er þessi hluti borgarinnar í lokaður öllum. Bærinn er eins og draugabær. Það er allt þarna nákvæmlega eins og það var árið 1974. Þvottur á snúrum, kveikt á lömpum. Bílar eru á götunum. En engum er hleypt inn í þennann hluta bæjarins og enginn býr þar. G.S.E leikvangurinn er enn þarna í fínu ástandi (fyrir utan að líklega er völlurinn sjálfur orðinn mjög gróinn). Anorthosis Famagusta var því flökkulið í mörg ár þar á eftir og spilaði á hinum og þessum völlum. Eftir að hafa beðið í 12 ár eftir að endurheimta völlinn sinn byggði Anorthosis annann völl í borginni Larnaca og þar spilar liðið enn þann dag í dag.
Lið Anorthosis
Eins og ég segi veit ég lítið um liðið. Af því sem ég hef séð til þeirra eru þeir sókndjarfir og leikur þeirra byggist mikið upp á stungusendingum fyrir aftan varnarmann þar sem einhver leikmaður kemur á blússandi siglingu. Þeir eru léttleikandi af því sem ég hef séð og spila hraðan bolta.
Þeir byrjuðu Uefa Cup í sumar á því að slá út Vardar Skopé samanlagt 2-0 og unnu svo CFR 1907 cluj (fáránlegt nafn) 3-1 samanlagt. Ég ætla svo að láta fylgja hérna eitt myndband úr síðari leik Anorthosis og Vardar til að menn geti glöggvað sig á leik þeirra. Það er reyndar ómögulegt að sjá hvernig liðið verst á þessu myndbandi, en það gefur ágætis mynd af því hvernig sóknarleikur þeirra er (þó svo að þeir muni eflaust ekki spila svona sókndjarft gegn okkur).
Leikurinn
Þó menn séu kannski enn svolítið svekktir eftir síðasta leik held ég að ég þurfi ekkert að peppa fólk upp. Ég held að næstum allir séu á því að við vinnum þennan leik. Við erum margfalt sterkari en þeir og ég er svo sigurviss að það kemur upp í mér svona smá "rooting for the underdog" fílingur hjá mér. Ég eiginlega vona að þeir komi okkur í opna skjöldu og sæki fast á okkur. En við munum að sjálfsögðu alltaf vinna þetta lið.
Ég veit eiginlega ekkert hvað við erum að fara út í. Þetta gæti alveg farið eins og í fyrsta leik okkar í fyrra gegn Slavia Prag þegar við unnum báða leikina 1-0. Þetta gæti líka alveg verið 5-0 leikur. Sumir vilja að við notum þennann leik í að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig. Það er alveg eins líklegt en ég vona að það gangi ekki of langt. Ég myndi eiginlega vilja að við myndum vinna þennan leik mjög sannfærandi. Ég myndi vilja sjá okkur vinna með minnst þriggja marka mun.
Þetta er heimaleikur og því finnst mér meira vit í að stilla upp sterku liði og klára dæmið á WHL og þá geta frekar sparað fastamönnunum ferðalagið til Kýpur eftir hálfan mánuð. En það gerum við ekki ef við vinnum bara með eins marks mun eða eitthvað álíka. Þannig að ég myndi vilja sjá liðið einhvern veginn svona:
---------------------------------Robbo------------------------
Staltery---------------Kaboul-----Daws------------Lee
Lennon---------------Zokora-----Thudd----------Bale
--------------------------Defoe-------Bent--------------------
Ég myndi svo vilja hafa Taarabt (gleymi alltaf hvoru meginn við r-ið auka a-ið er) og Boateng á bekknum og leyfa þeim að koma inná um leið og við erum komnir með þægilegt forskot, ef við náum því þ.e. Einnig myndi ég vilja sjá Ekotto í stað Lee ef Ekotto er búinn að ná sér af meiðslunum. Annars held ég að þetta lið sé bara mjög sterkt. Ég myndi vilja sjá Chimpo aðeins hvíla sig, þar sem það er búið að mæða mikið á honum í upphafi móts. Einnig myndi ég vilja sjá Defoe fá að spreyta sig í þessum leik. Við erum ekki beint að hvetja hann til að skrifa undir samning með því að frysta hann svona á bekknum. Zokora er leikmaður sem ég vill bara sjá sem fyrst í liðinu og ég bara skil ekki af hverju hann hefur ekki fengið að spila meira.
En ég ætla að spá leiknum 4-1 fyrir okkur.
Coys!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er mikilvægt að vinna leikinn örugglega og stilla upp okkar sterkasta liði í verkefnið. Mér hugnast ekki ungmennafélagshugsun í þessu. Liðið verður að finna sjálfstraustið aftur, vinna og vinna öruggt. Getur vel verið að við þurfum að róa einhverja á bekknum en þar á undan þarf að spila okkar sterkasta lið á sigurbraut. Óskastaðan er að liðið nái öruggri yfirhönd þannig að hægt sé að skipta inn t.d. Defoe og Zokora. Vil sérstaklega sjá meira til Zokora. Verð að viðurkenna að mér finnst Defoe ekki með neistann sem vantar. Dreg stórlega í efa að neistinn hjá Defoe kvikni hjá Tottenham. Kannski gæti hann sprungið út hjá öðru liði líkt og Kanoute. Sé slíkt að verða "trend" hjá okkur þá þarf að velta stjóranum fyrir sér. Er Jólinn ekki að ná öllu út úr leikmönnunum?
Jólinn ....
Var á WHL í kvöld og ef Defoe var ekki með neistann í kvöld var enginn með neistann.
Hann skoraði bara tvö flottustu mörk leiksins ..... án efa og það aðeins á um 25-30 mín eða svo !!!
Liðið var sterkt í dag .. ekki spurning, bekkurinn var líka sterkur, kannski allt of sterkur !! í fljótu bragði myndi ég meta bekkinn á um 70M .. of mikið finnst mér.
Ef liðið fær ekki sjálfstraust út úr þessum leik á liðið sér enga von ... nú á JOL að eiga auðveldara með að mótivera liðið fyrir næsta leik .. sjálfstraustið ætti að vera í hæstu hæðum .
Ef JOL nær ekki að vera með liðið í gírnum í næsta leik ... eftir svona leik .. ÞÁ VILL ÉG SJÁ HANN FARA UNDIR EINS .... ÞÁ HEFUR HANN EKKERT AÐ GERA HJÁ TOTTENHAM .
Skrifa ummæli