laugardagur, september 22, 2007

ATH

Því miður mun ég verða netsambandslaus í nokkra daga vegna flutninga. Á meðan bið ég ykkur að líta alltaf á björtu hliðarnar ;)

þriðjudagur, september 18, 2007

Tottenham - Anorthosis Famagusta

Jæja nú er að líða að fyrsta leik okkar í Uefa cup og tilvalið að gera eina góða upphitun fyrir leikinn. Þó svo að ég viti ekki mikið um liðið og leikstílinn, er saga félagsins ansi mögnuð og um margt merkilegt félag að ræða.

Anorthosis Famagusta

Liðið var stofnað árið 1911 í Famagusta á Kýpur. Liðið var stofnað út frá Anorthosis lestrarfélaginu. Þetta var hópur kristinna manna sem heimsótti spítala og las fyrir börn og þannig stunduðu þeir bæði trúboð og kennslu/fræðslu.
Borgin Famagusta er um margt merkileg. Um miðbik síðustu aldar var þetta ein eftirsóttasta borgin meðal evrópskra ferðamanna. Borgin var eiginlega tvískipt. Hún skiptist í
Varosha hverfið sem var fínahverfið í borginni þar sem Grikkir bjuggu og svo voru hin hverfin í borginni þar sem innfæddir og Tyrkir bjuggu. Anorthosis hafði aðsetur í Varosha hverfinu og hafði þar byggt heimavöll sinn sem heitir G.S.E. Árið 1974 gerðu svo Tyrkir innrás í Kýpur og hertóku m.a borgina Varosha. Íbúar á því svæði flúðu í flóttamannabúðir á meðan Tyrkir lokuðu þessum hluta borgarinnar. Enn þann dag í dag er þessi hluti borgarinnar í lokaður öllum. Bærinn er eins og draugabær. Það er allt þarna nákvæmlega eins og það var árið 1974. Þvottur á snúrum, kveikt á lömpum. Bílar eru á götunum. En engum er hleypt inn í þennann hluta bæjarins og enginn býr þar. G.S.E leikvangurinn er enn þarna í fínu ástandi (fyrir utan að líklega er völlurinn sjálfur orðinn mjög gróinn). Anorthosis Famagusta var því flökkulið í mörg ár þar á eftir og spilaði á hinum og þessum völlum. Eftir að hafa beðið í 12 ár eftir að endurheimta völlinn sinn byggði Anorthosis annann völl í borginni Larnaca og þar spilar liðið enn þann dag í dag.

Lið Anorthosis
Eins og ég segi veit ég lítið um liðið. Af því sem ég hef séð til þeirra eru þeir sókndjarfir og leikur þeirra byggist mikið upp á stungusendingum fyrir aftan varnarmann þar sem einhver leikmaður kemur á blússandi siglingu. Þeir eru léttleikandi af því sem ég hef séð og spila hraðan bolta.

Þeir byrjuðu Uefa Cup í sumar á því að slá út Vardar Skopé samanlagt 2-0 og unnu svo CFR 1907 cluj (fáránlegt nafn) 3-1 samanlagt. Ég ætla svo að láta fylgja hérna eitt myndband úr síðari leik Anorthosis og Vardar til að menn geti glöggvað sig á leik þeirra. Það er reyndar ómögulegt að sjá hvernig liðið verst á þessu myndbandi, en það gefur ágætis mynd af því hvernig sóknarleikur þeirra er (þó svo að þeir muni eflaust ekki spila svona sókndjarft gegn okkur).

Leikurinn
Þó menn séu kannski enn svolítið svekktir eftir síðasta leik held ég að ég þurfi ekkert að peppa fólk upp. Ég held að næstum allir séu á því að við vinnum þennan leik. Við erum margfalt sterkari en þeir og ég er svo sigurviss að það kemur upp í mér svona smá "rooting for the underdog" fílingur hjá mér. Ég eiginlega vona að þeir komi okkur í opna skjöldu og sæki fast á okkur. En við munum að sjálfsögðu alltaf vinna þetta lið.

Ég veit eiginlega ekkert hvað við erum að fara út í. Þetta gæti alveg farið eins og í fyrsta leik okkar í fyrra gegn Slavia Prag þegar við unnum báða leikina 1-0. Þetta gæti líka alveg verið 5-0 leikur. Sumir vilja að við notum þennann leik í að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig. Það er alveg eins líklegt en ég vona að það gangi ekki of langt. Ég myndi eiginlega vilja að við myndum vinna þennan leik mjög sannfærandi. Ég myndi vilja sjá okkur vinna með minnst þriggja marka mun.

Þetta er heimaleikur og því finnst mér meira vit í að stilla upp sterku liði og klára dæmið á WHL og þá geta frekar sparað fastamönnunum ferðalagið til Kýpur eftir hálfan mánuð. En það gerum við ekki ef við vinnum bara með eins marks mun eða eitthvað álíka. Þannig að ég myndi vilja sjá liðið einhvern veginn svona:

---------------------------------Robbo------------------------
Staltery---------------Kaboul-----Daws------------Lee
Lennon---------------Zokora-----Thudd----------Bale
--------------------------Defoe-------Bent--------------------

Ég myndi svo vilja hafa Taarabt (gleymi alltaf hvoru meginn við r-ið auka a-ið er) og Boateng á bekknum og leyfa þeim að koma inná um leið og við erum komnir með þægilegt forskot, ef við náum því þ.e. Einnig myndi ég vilja sjá Ekotto í stað Lee ef Ekotto er búinn að ná sér af meiðslunum. Annars held ég að þetta lið sé bara mjög sterkt. Ég myndi vilja sjá Chimpo aðeins hvíla sig, þar sem það er búið að mæða mikið á honum í upphafi móts. Einnig myndi ég vilja sjá Defoe fá að spreyta sig í þessum leik. Við erum ekki beint að hvetja hann til að skrifa undir samning með því að frysta hann svona á bekknum. Zokora er leikmaður sem ég vill bara sjá sem fyrst í liðinu og ég bara skil ekki af hverju hann hefur ekki fengið að spila meira.

En ég ætla að spá leiknum 4-1 fyrir okkur.

Coys!

laugardagur, september 15, 2007

Tottenham 1 - Arsenal 3

Uss! Nú er ég virkilega svekktur. Eiginlega bara hundfúll. Þess vegna ætla ég mér að gagnrýna svolítið.

Mér langar að setja svolítið spurningamerki við Jenas. Ég er eiginlega bara ekki almennilega að skilja hvað hann hefur fram að færa sem er liðinu svo dýrmætt að hann eigi fast sæti í liðinu. Það býr alveg slatti af hæfileikum í þessum manni því maður hefur séð hann spila mjög vel, en maður sér það kannski ekki nema í svona 1 leik af hverjum 20 eða eitthvað álíka. Þess á milli er hann annað hvort frekar slakur eða lélegur. Við sjáum einfalda hluti eins og hornspyrnur vera eitthvað sem hann ræður illa eða ekki við. Í kannski 5 hverjum leik heppnast hjá honum hornspyrna. Halló!! Er þetta virkilega svo erfitt að koma boltanum yfir fyrsta varnarmanninn? Hlutverk framsækins miðjumanns á að vera að koma upp með boltann og dreyfa spilinu. En það gerir Jenas ekki. Þannig að eðlilegt er að spurja sig hvað er þessi maður að gera? Jú hann skorar nokkur mörk á tímabili en það dugar skammt. Ég er allavega orðinn alltof langeygur eftir næsta góða leik hans og finnst hann ekki vera að vinna fyrir sæti sínu í liðinu.

Ég set svo líka spurningamerki við Lee. Ég er eiginlega að vona að hann sé þarna inni vegna fjarveru Ekotto. Hann er ekkert að gera neina skandala inná vellinum. En við fáum ekkert út úr honum. Hann er rosalega sókndjarfur bakvörður sem er svo sem ekkert slæmt í sjálfu sér. En hann er ekkert að gera fram á við. Spáið í því að Robbo skv. tölfræðinni bar höfuð og herðar yfir Lee í sóknarleiknum. Lee hefur ekki einusinni náð að gefa stoðsendingu hvað þá mark sem leikmaður Spurs. Pælið í því! Og vegna þess hvað hann er mikið framliggjandi er hann yfirleitt ekki mættur í vörnina þegar andstæðingurinn sækir hratt. Þannig að hann er í raun ekkert að nýtast okkur fram á við og nýtist ekki vel í vörninni. Hinsvegar má alveg segja að þegar Lee er í vörninni skilar hann varnarvinnunni ágætlega.

En þessi gagnrýni á ekki bara við um leikinn í dag heldur er ég að gagnrýna þá yfir langt tímabil sem ég hef fylgst með þeim. En að leiknum.

Leikurinn var í sjálfu sér fínn hjá okkar mönnum. Við vorum svo sem ekkert endilega lélgegri aðilinn þó mig gruni að Arsenal hafi verið meira með boltann og sótt stífar. Leikskipulagið fólst í því að draga Arsenal framarlega á völlinn og vinna boltann og spila hraða sókn. Það var alveg að virka þannig séð (náttúrulega erfitt að segja það eftir að við höfum tapað leiknum). Við vorum að skapa helling af úrvalsmarktækifærum og hefðu leikmenn nýtt eitthvað af þessum dauðafærum hefðu úrslitin eflaust verið okkur hagstæðari. Ég stend fastur á því að Zokora hefði átt að spila þennann leik og skil illa ákvörðun Jol um að hafa hann utanvallar. Eftir á að hyggja hefði jafnvel verið best að hafa Zok og Thudd á miðjunni. Af öllum mönnum í liðinu hefði allavega Zok verið mikilvægasti maðurinn í þessum leik.

Ég verð svo enn og aftur að hrósa Bale. Ég er gjörsamlega dýrka þennann mann. Frábærar hornspyrnur og markið sem hann skoraði, my god hvað það var sweet!

Það var mikið gert úr því í leiknum að þetta væri leikurinn sem réði framtíð Jol. Kannski var þetta sá leikur? Það kemur bara í ljós. Þó svo að ég viðurkenni að Jol beri ábyrgð á gengi liðsins fyrir stjórninni, þá finnst mér leikmenn bera ábyrgð á þessu tapi. Leikmenn eins og Berbatov, Keane og Bent eiga ekki að klúðra þeim dauðafærum sem þeir fengu. Dawson og Robbo eru löglega afsakaðir fyrir að klúðra færum eins og þeir fengu en ekki þeir. Við höfum ekki efni á því að klúðra svona dauðafærum á móti sterkum liðum. Það er ekkert við Jol að sakast varðandi þessi klúður. Hann stillti liðinu upp og setti upp leikaðferð sem virkaði. Ég persónulega set spurningamerki við Jenas og Zokora en liðið og leikaðferðin voru næginlega góð til að sigra þennann leik. Það voru mistök leikmanna á ögurstundu sem urðu okkur að falli.

föstudagur, september 14, 2007

Tottenham - Arsenal

Bara smá upphitun fyrir leikinn á morgunn. Brjálað að gera þannig að þetta verður bara stutt.

Mörgum væntanlega til ama er ég handviss um sigur á morgun. Leikirnir hjá okkur undanfarið eru svosem ekki beint ávísun á neitt stórkostlegt. Ég sé samt nokkuð margt gott í þeim leikjum sem búnir eru. Ég hef séð fínann sóknarleik gegn Derby og Fulham. Ég hef séð góða baráttu í vörninni gegn Man U. Þannig að ef við næðum upp baráttu og góðum varnarleik eins og gegn Man U. Góðum sóknum eins og gegn Fulham, þá munum við vinna. Ég veit að ég get verið svartsýnn og sagt að við stóðum okkur vel gegn Man U. en töpuðum, við skoruðum 3 mörk gegn Fulham en klúðruðum því samt. Þannig að við höfum sýnt bæði góða og slæma hluti en ég fæ mig með engu móti til að leggjast í þunglyndi yfir slæmu hlutunum. Þetta verður leikurinn sem við liðið mun draga fram allt sitt besta.

Ég er alls ekki að vanmeta andstæðinginn. Öll tölfræði bendir til þess að við vinnum ekki. Hvort sem við horfum á viðureignir liðana síðustu ár eða gengi liðana það sem af er tímabili, lendir maður á sömu niðurstöðu. Hinsvegar skiptir tölfræðin leikmenn litlu máli þegar inn á völlinn er komið. Leikmenn vita að þetta er leikurinn sem allra augu beinast að. Þetta er leikurinn sem allir leikmenn þrá að spila. Það þarf enga hvatningaræðu frá Jol til að leikmenn komist í gírinn.

Ég ætla að verða svolítið kræfur og spá því að við fáum að sjá markaleik. Ég held að við mætum í leikinn til að sækja til sigurs og leikurinn fari kannski 4-3 fyrir okkur.

Ég spái liðinu svona:
----------------------------Robbo--------------------
Chimbo------------Daws-------Kaboul---------Bale
Lennon------------Jenas-------Zokora-------Steed
---------------------Keane-------Berbatov-----------

Ég held að það ef að allir eru tilbúnir sem eiga að vera tilbúnir eins og Lennon og Dawson muni þetta líta nokkurnveginn svona út. Það er kannski líklegra að Thudd spili í stað Zokora, en samt ekki. Ef að ég hef rétt fyrir mér með að við munum blása til sóknar í leiknum held ég að Zok henti betur. Thudd er kannski hættulegri fram á við, en Zok er hentugri þegar við liggjum framarlega á vellinum. Hann lokar svæðum vel og er snöggur og bindur vörn og miðju betur saman en Thudd, sem er frekar hægur en frábær spyrnumaður og með ágætis auga fyrir sendingum.
Svo er kannski spurning með vinstri helminginn. Bale hlýtur að vera í liðinu og þá spurning hvort Lee eða Steed detti út úr liðinu, nema Lennon sé ekki tilbúinn í heilann leik. Þá mun Steed vera hægrameginn og Bale vinstrameginn og Lee í bakverðinum.
Það er svo líka hugsanlegt að Bent verði þarna frami með Berbatov en ég tippa samt á Keane því hann er í betra leikformi.

En hvernig sem liðið verður mun það vinna leikinn. Ef ég væri gamblari myndi ég eflaust leggja góða summu undir.

Coys!

Hér er svo fín upphitun frá síðasta tímabili

laugardagur, september 01, 2007

Fulham 3 - Tottenham 3

Aðvörun!

Ef þið viljið lesa neikvæða umfjöllun um leikinn í dag er ykkur bent á spjallborð spurs.is, hin ýmsu spjallborð tileinkuð Spurs á englandi, spjallborð West Ham og spjallborð Arsenal á englandi. Eiginlega er þetta einfalt ef þið viljið heyra hvað spurs er lélegt og fleirra í þeim dúr getið þið lesið það allstaðar annarstaðar en hér. Þetta þýðir samt ekki að ég sjái ekki neitt slæmt í leik okkar manna heldur aðeins það að ég nenni ekki að skrifa það sama og allir eru að skrifa um.

Ég er ekki einn af þeim sem eru á þeirri skoðun að það lið sem er heppnast af öllum vinnur deildina. Þeir sem tala alltaf um heppni andstæðinganna og óheppni sinna manna eru að mínu mati þeir sömu og neita að horfast í augu við vanda. Þessi leikur fannst mér samt sveipaður óheppni okkar manna og heppni Fullhammanna. Þegar okkar leikmenn eiga þrumuskot í stöng og Berbatov nær að komast einn á móti marki en á furðulegann hátt er alltí einu mættur Fullhammaður á línuna á réttu augnabliki. Fulham á skot sem Rocha nær ekki að komast nógu vel fyrir og boltinn dettur í fallegum boga undir þverslánna og svo kemur bakfallsspyrna sem dettur niður undir samskeytin. Þetta finnst mér vera leikur þar sem hægt er að tala um heppni og óheppni. En auðvitað var þetta ekki bara heppni og óheppni.

Þó úrslitin hafi verið viss vonbrigði var leikurinn bráðskemmtilegur og margt jákvætt að gerast. Mér fannst menn eins og Bale og Kaboul koma rosalega sterkir inn í liðið, og eiga þeir hrós skilið fyrir framistöðu sína. Berbatov var líka stórkostlegur í þessum leik. Eiginlega átti enginn leikmaður okkar slæmann dag að mínu mati. Mér fannst sóknarleikurinn okkar mjög góður og einnig var gaman að sjá að Bale getur skapað mikla hættu með hornspyrnum sínum, með hann innanborðs ættum við að geta bætt okkur í föstum leikatriðum til muna. Mér fannst reyndar varnarleikurinn alls ekki svo slæmur hjá okkur þó við höfum fengið á okkur 3 mörk.

Þar sem maður er oft duglegur við að láta dómara fá það óþvegið finnst mér að sama skapi að ég eigi að hrósa þeim þegar þeir standa sig vel. Ég er ekki að segja að dómarinn hafi ekki gert nein mistök í dag enda eru það óraunhæfar kröfur. En mér fannst hann hafa mjög góð tök á leiknum. Hann beitti hagnaðarreglunni af mikilli skynsemi og var ekkert að lyfta spjöldunum of mikið. Hann lét leikinn fljóta vel, og stundum sá maður ekki dómarann í langann tíma.

Með Jol þá veit maður ekki alveg hvað maður getur sagt. Liðinu vel stillt upp og leikmenn mættu vel undirbúnir til leiks, en skiptingin á Keane og Defoe var slöpp. En kannski má maður ekki vera svo einfaldur. Defoe á enn eftir að skrifa undir samning og vill fá að spila meira áður en hann fer út í þá sálma þannig að það hefur kannski spilað einhvern þátt í skiptingunni. Svo er heldur ekki hægt að segja að Jol hafi verið að skipta einhverjum viðvaningi inná. Það býr meira í Defoe og hann verður að láta hann taka ábyrgð líka. Hefði Jol vitað að Defoe myndi verða hörmulegur í þennann hálftíma hefði hann líklega ekki skipt honum inná. En það er auðvelt að dæma eftir á.

Ef þessi leikur sýndi manni eitthvað þá sýndi hann manni að við getum auðveldlega unnið Arsenal í næsta leik en þá þurfum við líka að vera einbeittari.