Þá bætist þriðji (4) maðurinn í safnið. Finnst eins og ekki sé hægt að tala um Taraabt sem nýjann leikmann þó hann hafi verið keyptur í sumar.
Ég vona að þetta hljómi ekki eins og þversögn við það sem ég hef verið að predika en ég er ánægður með kaupin. Ég vill nefninlega sjá svona unga og efnilega leikmenn koma til liðsins. Þetta eru líka fín kaup að því leitinu til að þau leysa vandamál. Eitt af okkar stærstu vandamálum síðastu tímabil hefur verið fjarvera King. Þetta er leikmaður sem skv. því sem ég hef lesið á að vera nokkuð góður og hefur alla burði til að vera enn betri. Hann er þó engin stjarna sem myndi ekki sætta sig við að þurfa berjast fyrir sæti sínu. Hann kemur til liðsins vitandi það að hann þarf að gefa allt fyrir félagið til að geta orðið byrjunarliðsmaður.
Hinsvegar held ég að landi hans Dervite eigi eftir að reynast honum stærri andstæðingur en hann á von á. Að einhverjum völdum hef ég óbilandi trú á Dervite, og ég veit ekkert af hverju? Ég hef aldrei séð heilann leik með honum eða neitt. Samt hef ég það á tilfinningunni að Dervite sé ein af okkar skærustu vonarstjörnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég sá Dervite spila gegn Port Vale í deildarbikarnum í fyrra þegar ég fór á WHL.
Fannst mér lítið til Dervite koma !!
Hann er ungur en hann á langt í land með að verða ready fyrir úrvalsdeildina að mínu mati.
Kaboul er mun líklegri til að fylla það skarð sem King skilur eftir sig í meiðslum og leikbönnum .. fyrirliði U21 liðs Frakka og búinn að spila vel fyrir Auxerre.
Góð kaup þar á ferð held ég, eitthvað sem við þurftum sárlega á að halda.
Núna vantar bara einn leikmann í viðbót og þá erum við meira en ready fyrir seasonið.
Og þessi leikmaður á að vera vinstri kantmaður .. Pedersen, Petrov, Drenthe eða jafnvel Wright-Phillips .. en mér finnst það vera sú staða sem hefði átt að byrja á að manna þegar við fórum að versla leikmenn.
Á þessum tímapunkti er Kaboul líklega töluvert betri leikmaður. Það má vel vera að Dervite sé slakur leikmaður (ekki það að þú sést beint að segja það neitt frekar) en þetta er bara eitthvað gutinstinct sem ég hef varðandi þennann mann og veit ekkert hvaðan ég fékk þessa trú á honum.
Varðandi vinstri kanntinn er ég algjörlega sammála þér, algjörlega ósammála þér og rengi þig :)
Eins og hefur sést á skrifum mínum vill ég ekki sjá nein kaup í byrjunarliðið. Þannig að ég er ósammála þér þarna.
Ég er hinsvegar alveg sammála þér með að það hefði átt að manna þá stöðu fyrst allra staða á vellinum (og þá sleppa Bent).
Ég hef þó grunsemdir um að fyrstu kaup Jol í sumar hafi verið vinstri kanntmaður. Það kæmi mér svo sem ekkert á óvart að Bale hafi verið keyptur sem vinstri kanntmaður.
Ég er sammála þér með Dervitte. Ég hef bara séð aðeins til hans, en einhverra hluta (sem ég get ekki rökstutt) vegna hef ég meiri trú á honum en ég hef haf á nánast öllum ungum leikmönnum Tottenham síðan ég byrjaði að fylgjast með.
Því miður lenti hann í mjög mjög mjög slæmum meiðslum og það er alls óvíst að hann nái sér nokkurn tímann að fullu. Ef hann hefði verið heill í vetur, þá hefði hann pottþétt fengið einvherja leiki í mesta hallærinu, þegar við vorum að nota t.d. Chimbo í miðverðinum.
Hvað Kaboul varðar, þá hef ég aldrei séð hann spila, en er þó ansi spenntur fyrir honum. DC hefur greinilega haft mikinn áhuga á að fá hann, og hann er nokkuð reyndur miðað við aldur. Það verður gaman að sjá hann spreyta sig, og vonandi verður hann framtíðarlegend á WHL (eins og ég vona reyndar að allir leikmenn verði sem við kaupum).
Sumir segja að hann sé teknískur, og hann virðist vera naut að burðum. Þó ég sé mikill Dawson aðdáandi (fékk mér hann aftan á treyjuna síðast), þá held ég að hann sé ekki endilega varnarmaður í alhæsta gæðaflokki, sé allt tekið með í reikninginn. Ég er ALLS EKKI að gera lítið úr honum, en það sjá það allir að hann er t.a.m. ekki í sama klassa og King, svo dæmi sé tekið. Ég vona svona hálfpartinn að Kaboul sé það, og við verðum þá með enn sterkara miðvarðapar en áður, þegar fram í sækir.
Noh! Kannski bara markaður fyrir aðdáendaklúbb :) Samt skrýtið hvernig maður getur haft svona trú á manni án þess að hafa neitt fyrir sér í því.
Varðandi Dawson skil ég hvað þú ert að fara. Veit samt ekki hvort ég vilji taka undir þetta, en samt...
King er allt öðruvísi leikmaður. Hann er náttúrulega miklu fjölhæfari og flinkari leikmaður en Dawson. En þessi kraftur sem hann hefur, ákveðni, fornfýsni og leikgleði er eitthvað sem má alls ekki vanmeta. Hann er kannski ekki tæknilega(knatttækni þ.e) séð í neinum heimsklassa, en þegar menn gefa svona svakalega mikið í leikinn hefur það áhrif á alla í liðinu. Tæknilega séð var Roy Keane ekki í neinum heimsklassa heldur, Gattuso er það ekki heldur. En þessi vilji og fórnfýsni hefur svo gríðarlega mikið að segja líka.
Ég hef það á tilfinningunni að Dawson eigi eftir að verða svona eins og Roy Keane þegar fram líða stundir. Hann er í dag enn of ungur til að geta leitt liðið. En með tímanum held ég að þetta verði leikmaður sem gæti barið saman liðið.
Nú er ég ekki að segja að King fari inn á völlinn með "I don't give a damn" hugarfari því hann verður seint sakaður um að gefa ekki allt sem hann á í leikinn. En það vantar eitthvað til að hann sé að smita þessa stemmingu út til leikmannanna. Ég t.a.m hef ekki enn séð King öskra á leikmenn og hvetja þá til dáða. Hann virkar meira segja stundum hálf feiminn á vellinum.
Dawson og Taino eru bara nokkurnveginn eins leikmenn. Þeir eru ekkert svakaleg klárir með boltann en þeir ná sko heldur betur að bæta það upp á öðrum sviðum
Skrifa ummæli