föstudagur, júní 29, 2007

Bent Kominn!

Þá er kappinn kominn. Ég ætla að bjóða hann velkominn og mun styðja hann sem og alla aðra Spursleikmenn. Langar samt að klára að segja mína skoðun á þessum heimskulegu kaupum í þessari færslu og síðan ekki söguna meir.

Málið er að ég hef heyrt marga reyna að réttlæta þessa upphæð sem hann var keyptur á (16,5 m/p). Það er bent á (ps. lofa að koma aldrei með þessa bylgjubrandara um nafnið hans) að hann hafi skorað gríðarlega mikið af mörkum hjá félagi sem skoraði ekki gríðarlega mikið af mörkum. Ég ætla ekki að segja að hvaða maður sem er hefði getað skorað svona mikið, en við skulum líka athuga það að Charlton spilaði 4-5-1 leikkerfið með Bent fremstann. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að maður sem spilar fremstur í svona leikkerfi bæri ekki höfuð og herðar yfir aðra menn í markaskorunn. Ég hugsa að Defoe hefði verið með svipað markahlutfall ef hann hefði spilað fremstur í 4-5-1 hjá Charlton. Þannig að þetta eitt réttlætir ekki þennann verðmiða.

Hefði Berbatov farið hefði ég verið ánægður með kaupin í heild sinni. En fyrst Berbs verður áfram (guði sé lof) er ég ekki beint himinnlifandi. Mér finnst kaupin á Bent bera svona Chelsea keim af sér. Chelsea kaupir oft leikmenn á alltof mikinn pening þó þeim vanti ekki beint leikmanninn. Mér finnst vanta meiri hugsjón í þessi kaup. Koma Bent býður ekki upp á neina alvöru auka breidd. Þá á ég við að fyrir kaupin á Bent vorum við með frábæra sókn, alltí lagi miðju og ágætis vörn. Hvað hefur breyst? Nú erum við með frábæra sókn, alltí lagi miðju og ágætis vörn. Auðvitað styrkir Bent sóknina hjá okkur, en af hverju fannst forráðamönnum liðsins það mest aðkallandi að styrkja okkar sterkasta hlekk? Af hverju var ekki lögð meiri áhersla á að styrkja veiku hlekkina? Okkur sárvantar fleirri skapandi miðjumenn. Af hverju var ekki eytt fúlgu í svoleiðis kaup?

En til að fyrirbyggja allann misskilning mun Bent styrkja liðið. Ekki nokkur spurning. En leikmaður í sama klassa í annari stöðu á vellinum hefði aukið breiddina og styrkt liðið þar sem þar var veikt fyrir... og fyrir þá sem ætla að segja að Mido hafi verið veikasti hlekkurinn í liðinu vill ég meina að það hafi kannski alveg þurft að grípa til svo stórtækra aðgerða við að finna backup fyrir Berbatov.

En það þarf ekki meira til en að Berbatov meiðist illa (guð forði okkur frá því) og þá er þessi færsla öll orðin mjög heimskuleg. Ég vill líka taka það fram að mér líkar ekkert illa við Bent og tek sáttur á móti honum, þessari færslu var beint í átt að stjórn félagsins en ekki beint gegn Bent sem leikmanni.

Það besta við þessi kaup er þó vafalaust það að nú þurfa menn ekki sjá það í öllum tölfræðiupplýsingum um Spurs að dýrasti leikmaðurinn sem Spurs hefur keypt sé Sergei Rebrov. Nú þarf maður ekki að roðna niður í tær þegar maður er spurður að því hvað sé dýrasti leikmaður sem Spurs hefur keypt.

Héðan í frá mun ég fjalla um Bent og komu hans á jákvæðann hátt og býð hann velkominn og óska honum góðs gengis.

Nú vill ég ekki sjá nein stórkaup í viðbót. Í mesta lagi unga efnilega leikmenn fyrir lítinn pening.

2 ummæli:

Birgir sagði...

Af hverju viltu ekki sjá nein stór kaup í viðbót !!!
Maður vill alltaf meira og betri leikmenn.
Trúi ekki að þú myndir kvarta ef við myndum kaupa Gamst Pedersen fyrir 12 millur og C.Davies fyrir um 9 millur !!!
Vona alla vega ekki.
Við erum með feiki ungt lið þannig að ég kvíði ekki framtíðinni. En við þurfum að fara að sýna árangur til að halda öllum þessum ungu leikmönnum hjá okkur. Annars fara þeir bara í eitthvað af þessum topp 4 liðum til að eiga möguleika á að vinna titla.
Nú er mál að hugsa um nútíðina, framtíðin er björt .. svo lengi sem við stöndum okkur.
Mér finnst bara stjórnin vera að sýna metnað þessa stundina til að brjótast inn í topp 4.
Það þarf að eyða til að uppskera , það er alveg á hreinu.
Mörg af liðunum sem voru í 6-10 sæti í fyrra hafa verið að styrkja sig .. líklega sérstaklega Portsmouth , þannig að við þurfum að gera það líka.
Erum með 2 nýja leikmenn, Bent og Bale ... en ég vill meira.
Klassakantmann ( Pedersen, Wright-Phillips , Drenthe , Petrov ) og svo góðan og öflugan varnarmann .. Davies eða Kaboul.
og mér finndist allt í lagi að eyða 18-23 milljónum í þessar 2 stöður.
COYS

Sicknote sagði...

Eins og ég oft sagt áður þá er það sem er að aftra framförunum hjá okkur að okkur vantar stöðugleika. Ég held að flestir séu sammála mér í því. Helsta umkvörtunarefni stuðningsmanna á leiktímabilinu er að það sé enginn stöðugleiki. Á sumarmánuðum gleyma menn alltaf því og vilja breytingar.

Leiðin að stðugleika er ekki að gjörbreyta mannskapnum fyrir tímabilið. Með einum til tveimur breytingum getum við haldið í stöðugleikann. Liðið og leikstíllinn breytist aðeins með þessum breytingum en þó ekki svo mikið að allt liðið þurfi að aðlagast upp á nýtt.

Með því að kaupa helling af leikmönnum erum við að gjörbreyta öllu og leikmenn sem eru nú þegar til staðar þurfa að aðlagast nýjum hóp, nýju leikskipulagi, læra inná leikstíl nýrra manna og nýju mennirnir þurfa að aðlagast nýju liði, nýju leikskipulagi, nýjum leikmönnum, nýjum stjóra, og jafnvel að aðlagast nýrri borg eða landi.

Það liggur bara í hlutarins eðli að með sífelldum breytingum náum við ekki stöðugleika.

En þó að ég vilji ekki gjörbreytingu vill ég heldur ekki stöðnun. Einn til tveir leikmenn er alveg ásættanlegt og gott mál. Ég gæti alveg hugsað mér að sjá Kaboul koma í sumar. Hann er ungur og efnilegur. Hann væri þá auðvitað sem backup fyrir King og Daws. Þannig fengi hann tíma til að aðlagast liðinu og liðið honum á æfingum og kannski í einhverjum bikarleikjum.

Ég veit ekki hvort ég væri sáttur eða ósáttur við að sjá Gamst hjá okkur. Hann er klárlega sá maður sem var efstur á óskalistanum mínum fyrir kaupin á Bale og Bent, en að sama skapi væri liðið þá kannski orðið of breytt til að geta byggt á síðasta tímabili.

Ég vill svo minna á að fyrir síðasta tímabil voru menn farnir að óttast Newcastle ansi mikið, því þeir höfðu styrkt hópinn gríðarlega. Einnig var talið að Chelsea myndi dómenera evrópu með tilkomu Balack og Sheva (og mörgum öðrum). Á sama tíma var talið að Man U. myndi hrynja þar sem þeir hefðu aðeins keypt Carrick og meint ósætti Rooney og Ronaldo eftir HM var á allra vörum.

Mikil kaup á sumarmánuðum er því ekki alltaf ávísun á árangur.