Þá er kappinn kominn. Ég ætla að bjóða hann velkominn og mun styðja hann sem og alla aðra Spursleikmenn. Langar samt að klára að segja mína skoðun á þessum heimskulegu kaupum í þessari færslu og síðan ekki söguna meir.
Málið er að ég hef heyrt marga reyna að réttlæta þessa upphæð sem hann var keyptur á (16,5 m/p). Það er bent á (ps. lofa að koma aldrei með þessa bylgjubrandara um nafnið hans) að hann hafi skorað gríðarlega mikið af mörkum hjá félagi sem skoraði ekki gríðarlega mikið af mörkum. Ég ætla ekki að segja að hvaða maður sem er hefði getað skorað svona mikið, en við skulum líka athuga það að Charlton spilaði 4-5-1 leikkerfið með Bent fremstann. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að maður sem spilar fremstur í svona leikkerfi bæri ekki höfuð og herðar yfir aðra menn í markaskorunn. Ég hugsa að Defoe hefði verið með svipað markahlutfall ef hann hefði spilað fremstur í 4-5-1 hjá Charlton. Þannig að þetta eitt réttlætir ekki þennann verðmiða.
Hefði Berbatov farið hefði ég verið ánægður með kaupin í heild sinni. En fyrst Berbs verður áfram (guði sé lof) er ég ekki beint himinnlifandi. Mér finnst kaupin á Bent bera svona Chelsea keim af sér. Chelsea kaupir oft leikmenn á alltof mikinn pening þó þeim vanti ekki beint leikmanninn. Mér finnst vanta meiri hugsjón í þessi kaup. Koma Bent býður ekki upp á neina alvöru auka breidd. Þá á ég við að fyrir kaupin á Bent vorum við með frábæra sókn, alltí lagi miðju og ágætis vörn. Hvað hefur breyst? Nú erum við með frábæra sókn, alltí lagi miðju og ágætis vörn. Auðvitað styrkir Bent sóknina hjá okkur, en af hverju fannst forráðamönnum liðsins það mest aðkallandi að styrkja okkar sterkasta hlekk? Af hverju var ekki lögð meiri áhersla á að styrkja veiku hlekkina? Okkur sárvantar fleirri skapandi miðjumenn. Af hverju var ekki eytt fúlgu í svoleiðis kaup?
En til að fyrirbyggja allann misskilning mun Bent styrkja liðið. Ekki nokkur spurning. En leikmaður í sama klassa í annari stöðu á vellinum hefði aukið breiddina og styrkt liðið þar sem þar var veikt fyrir... og fyrir þá sem ætla að segja að Mido hafi verið veikasti hlekkurinn í liðinu vill ég meina að það hafi kannski alveg þurft að grípa til svo stórtækra aðgerða við að finna backup fyrir Berbatov.
En það þarf ekki meira til en að Berbatov meiðist illa (guð forði okkur frá því) og þá er þessi færsla öll orðin mjög heimskuleg. Ég vill líka taka það fram að mér líkar ekkert illa við Bent og tek sáttur á móti honum, þessari færslu var beint í átt að stjórn félagsins en ekki beint gegn Bent sem leikmanni.
Það besta við þessi kaup er þó vafalaust það að nú þurfa menn ekki sjá það í öllum tölfræðiupplýsingum um Spurs að dýrasti leikmaðurinn sem Spurs hefur keypt sé Sergei Rebrov. Nú þarf maður ekki að roðna niður í tær þegar maður er spurður að því hvað sé dýrasti leikmaður sem Spurs hefur keypt.
Héðan í frá mun ég fjalla um Bent og komu hans á jákvæðann hátt og býð hann velkominn og óska honum góðs gengis.
Nú vill ég ekki sjá nein stórkaup í viðbót. Í mesta lagi unga efnilega leikmenn fyrir lítinn pening.
föstudagur, júní 29, 2007
föstudagur, júní 22, 2007
Bent að koma?
Nú er slúðrað svo mikið um að Bent sé á leiðinni til okkar fyrir 16 m/p að manni stendur ekki á sama. Í mínum huga getur koma Bent þýtt tvennt. Við erum að fara missa Berbatov, eða ráðamenn hjá Spurs hafa misst vitið. Það er svo sem gott og blessað að fá góðann "stórann" sóknarmann. Mido er líklega á förum þannig að okkur vantar einn stórann.
Nú á Spurs nóg af seðlum og getur leyft sér að kaupa góða menn í þær stöður sem okkur vantar í. Meira að segja gætum við eytt allt upp í 6 m/p í stórann sóknarmann. Það eru mjög miklir peningar, en það myndi lýsa metnaði félagsins að kaupa svo dýrann leikmann. Þegar við förum hinnsvegar að eyða 16 m/p í leikmann lýsir það bara heimsku... Nema eins og ég segi að Berbatov sé á förum. Þá eru þessi kaup skiljanleg.
Nú kunna margir að vera að hugsa að ég sé búinn að missa það. "Af hverju er það slæmt að kaupa leikmann í gæðaklassa, sem hefur skorað 31 mark í 68 deildarleikjum? Berbatov og Bent væri frábært dúó"
Svarið við þessu er einfalt. Bent er vissulega frábær leikmaður og ég tel komu hans ekki slæmt mál af því að mér finnst hann ekki nógu góður, alls ekki hann er frábær. En málið er að við þurfum að laga vandamálin. Sóknin er engin vandræðastaða hjá okkur. Berbatov og Keane eru frábært par sem mér finnst að eigi að fá að þróa samvinnu sína. Þá vantar okkur backup fyrir þá tvo. Við eigum Defoe sem backup fyrir Keane og það er ágætis backup. En eigum við að fara kaupa leikmann fyrir 16 mills sem backup fyrir Berbatov? Ég held ekki. Ef við þurfum nauðsynlega að eyða 16 mills ættum við að kaupa mann sem myndi virkilega styrkja stöðuna sem hann spilar í. Hvað með að kaupa mann sem spilar helminginn af tímabilinu á móti King á meðan hann er meiddur? Það var vandamál í fyrra og það er meiri þörf á að leysa það vandamál en sóknina. Nú eða eyða góðri summu í vinstri vængmann (ef að Bale á að spila LB).
Okkur vantar tilfinnanlega menn fyrir aftan sóknina sem geta skapað færi fyrir sóknarmennina. Það er vandamál sem mætti eyða 16 m/p í að leysa.
Ég vona þó svo innilega að ef að Bent komi sé það vegna vitleysisgangs en ekki vegna þess að Berbatov sé að fara. Ég gæti ekki höndlað það.
Nú á Spurs nóg af seðlum og getur leyft sér að kaupa góða menn í þær stöður sem okkur vantar í. Meira að segja gætum við eytt allt upp í 6 m/p í stórann sóknarmann. Það eru mjög miklir peningar, en það myndi lýsa metnaði félagsins að kaupa svo dýrann leikmann. Þegar við förum hinnsvegar að eyða 16 m/p í leikmann lýsir það bara heimsku... Nema eins og ég segi að Berbatov sé á förum. Þá eru þessi kaup skiljanleg.
Nú kunna margir að vera að hugsa að ég sé búinn að missa það. "Af hverju er það slæmt að kaupa leikmann í gæðaklassa, sem hefur skorað 31 mark í 68 deildarleikjum? Berbatov og Bent væri frábært dúó"
Svarið við þessu er einfalt. Bent er vissulega frábær leikmaður og ég tel komu hans ekki slæmt mál af því að mér finnst hann ekki nógu góður, alls ekki hann er frábær. En málið er að við þurfum að laga vandamálin. Sóknin er engin vandræðastaða hjá okkur. Berbatov og Keane eru frábært par sem mér finnst að eigi að fá að þróa samvinnu sína. Þá vantar okkur backup fyrir þá tvo. Við eigum Defoe sem backup fyrir Keane og það er ágætis backup. En eigum við að fara kaupa leikmann fyrir 16 mills sem backup fyrir Berbatov? Ég held ekki. Ef við þurfum nauðsynlega að eyða 16 mills ættum við að kaupa mann sem myndi virkilega styrkja stöðuna sem hann spilar í. Hvað með að kaupa mann sem spilar helminginn af tímabilinu á móti King á meðan hann er meiddur? Það var vandamál í fyrra og það er meiri þörf á að leysa það vandamál en sóknina. Nú eða eyða góðri summu í vinstri vængmann (ef að Bale á að spila LB).
Okkur vantar tilfinnanlega menn fyrir aftan sóknina sem geta skapað færi fyrir sóknarmennina. Það er vandamál sem mætti eyða 16 m/p í að leysa.
Ég vona þó svo innilega að ef að Bent komi sé það vegna vitleysisgangs en ekki vegna þess að Berbatov sé að fara. Ég gæti ekki höndlað það.
fimmtudagur, júní 07, 2007
Silly season orðið of silly?
Venjulega hefur silly season (sumartíminn, þegar slúðurblöð bendla alla við okkur og alla okkar menn frá okkur) verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér hefur fundist gaman að vellta mér uppúr slúðrinu og bíða spenntur eftir hvort umræddur komi eða ekki.
Nú er eitthvað breytt. Það gæti verið að ég sé orðinn raunsærri eða þá að pressan sé búin að missa sig. Kaboul, Figo, Giggs, Petrov, Bent, Gamst og fleirri og fleirri eru sagðir vera á leiðinni til okkar. Berbatov, Defoe, Chimbonda, THUDD og fleirri eru sagðir vera á förum. Þetta er svosem í lagi. Svona hefur þetta alltaf verið (kannski fullmargir leikmenn nefndir?). En það sem mér finnst vera öðruvísi núna er að það eru engar einhliða fréttir. Í fyrra dag var t.d NewsNow alveg stórfurðuleg. Berbatov hafði þá látið hafa eftir sér að það væri Man U. væri skemmtilegt lið með nokkrum skemmtilegum leikmönnum sem hann væri til í að spila með. En hann væri þó ekkert á förum þar sem honum liði vel hjá Spurs og allir væru svo næs og bla bla. Þá var c.a önnur hver frétt á þá leið að Berbatov væri að sárbiðja Sir Alex um að fá að koma og þær fréttir sem voru á milli voru á þá leið að Berbatov væri ekki á förum frá félaginu. Allt út frá sama viðtalinu.
Þetta er komið algjörlega út í vitleysu að mínu viti. Ég bið frekar um þá tíma þegar slúðurblöðin höfðu eitthvað eftir heimildarmönnum sínum úr innstu röð félagana (sem var í næstum öllum tilfellum rugl). Það var gott slúður. Ég segi ekki að ég fari að fylgjast með tottenhamhotspur.uk til að fá fréttirnar (menn þurfa minnst að spila 10 leiki fyrir Spurs áður en sú síða staðfestir að þeir séu komnir til félagsins) en ég mun allavega draga úr því að lesa slúðurfréttirnar. Þar til þær fara að batna og verða að alvöru slúðri en ekki bara túlkun og mistúlkun á einhverjum orðum á blaðamannafundum.
Annars bíð ég alltaf eftir fréttum af Mido. Ég var svo viss um að hann yrði seldur um leið og tímabilinu myndi ljúka, en eitthvað er lítið verið að bendla hann við önnur lið.
Nú er eitthvað breytt. Það gæti verið að ég sé orðinn raunsærri eða þá að pressan sé búin að missa sig. Kaboul, Figo, Giggs, Petrov, Bent, Gamst og fleirri og fleirri eru sagðir vera á leiðinni til okkar. Berbatov, Defoe, Chimbonda, THUDD og fleirri eru sagðir vera á förum. Þetta er svosem í lagi. Svona hefur þetta alltaf verið (kannski fullmargir leikmenn nefndir?). En það sem mér finnst vera öðruvísi núna er að það eru engar einhliða fréttir. Í fyrra dag var t.d NewsNow alveg stórfurðuleg. Berbatov hafði þá látið hafa eftir sér að það væri Man U. væri skemmtilegt lið með nokkrum skemmtilegum leikmönnum sem hann væri til í að spila með. En hann væri þó ekkert á förum þar sem honum liði vel hjá Spurs og allir væru svo næs og bla bla. Þá var c.a önnur hver frétt á þá leið að Berbatov væri að sárbiðja Sir Alex um að fá að koma og þær fréttir sem voru á milli voru á þá leið að Berbatov væri ekki á förum frá félaginu. Allt út frá sama viðtalinu.
Þetta er komið algjörlega út í vitleysu að mínu viti. Ég bið frekar um þá tíma þegar slúðurblöðin höfðu eitthvað eftir heimildarmönnum sínum úr innstu röð félagana (sem var í næstum öllum tilfellum rugl). Það var gott slúður. Ég segi ekki að ég fari að fylgjast með tottenhamhotspur.uk til að fá fréttirnar (menn þurfa minnst að spila 10 leiki fyrir Spurs áður en sú síða staðfestir að þeir séu komnir til félagsins) en ég mun allavega draga úr því að lesa slúðurfréttirnar. Þar til þær fara að batna og verða að alvöru slúðri en ekki bara túlkun og mistúlkun á einhverjum orðum á blaðamannafundum.
Annars bíð ég alltaf eftir fréttum af Mido. Ég var svo viss um að hann yrði seldur um leið og tímabilinu myndi ljúka, en eitthvað er lítið verið að bendla hann við önnur lið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)