Ég spyr enn og aftur HVAÐ ER Í GANGI?
Er Tottenham ekki liðið sem tapar leikjum á lokamínútunum? Erum við ekki liðið sem hafði aðeins unnið 2 útileiki í deildinni. Nú vinnum við og skorum 4 mörk??? Vorum við ekki að tapa leiknum? Stalteri af öllum mönnum er sá sem tryggir okkur sigur. Maður er einhvernveginn svo ringlaður að ég næ eiginlega ekki utan um þennann leik. Ég ætla samt að reyna.
Framan af kom svo sem ekkert á óvart þannig séð. Maður vissi auðvitað að West Ham myndu mæta brjálaðir í þennann leik sem og þeir gerðu. Ég verð að gefa þeim risastórt klapp fyrir frábærann leik sem þeir hefðu í raun átt skilið að vinna. Ég alveg sárvorkenni öllum West Ham aðdáendum. Þetta verður ekki sárara en þetta. Þessi leikur hefði getað bjargað þeim hugsanlega frá falli en nú held ég að sú von sé úti þrátt fyrir að tölfræðilega sé þetta mögulegt. Þegar andstæðingurinn skorar mark þegar tvær mínútur eru komnar fram yfir viðbótatímann er viðbjóðslega sárt.
En ég ætla ekki að velta mér meira upp úr þeim. Ég verð að segja að eins sárt og þetta tap var fyrir þá var þetta jafn sætt fyrir okkur. Þegar maður sér svona karakter hjá liðinu sínu er maður auðvitað í skýjunum. Þetta var þriðji útisigurinn í röð!!! Við erum búnir að skora 13 mörk í 4 leikjum. Ef að þetta eru ekki tölur sem fá mann til að brosa út að eyrum er mönnum líklega ekki við bjargandi.
Leikur okkar manna var þó ekkert stórfenglegur og enginn að sýna stórleik. Ég sé samt enga ástæðu til að tíunda mistök einhverra leikmanna þegar við vinnum útileikina. Hinsvegar langar mig að draga athygli að unglingi sem kom inná undir lok leiksins. Taraabt náði kannski ekki að sanna sig í leiknum, en hann náði svo sannarlega að vekja á sér athygli. Þvílík ákveðni í þessum dreng. Hann minnir um margt á Lennon ef marka má framistöðu hans í dag. Þetta er sko drengur sem ég ætla að hafa auga á í framtíðinni.
TIL HAMINGJU ALLIR MEÐ FJÓRÐA SIGURINN Í RÖÐ OG NJÓTIÐ HANS ALVEG FRAM Á FIMMTUDAGSKVÖLD!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Til hamingju sömuleiðis. Ég vissi að við myndum klára þetta. Ég vil kaupa Teves.
Smá leiðrétting, eru búnir að skora 14 mörk í síðustu 4 leikjum. En æðislegur sigur og til hamingju öll með sigurinn
kv.
S.A.J.
Mér fannst Lennon frábær. Hann kom okkur inn í leikinn á 12 mínútum. Þvílíkur leikur.
USSSS! Tevez og Berbatov frammi. Það væri eiginlega of gott dúó. Við yrðum þá með eitt besta sóknarpar heimsins. En þar sem allt er draumi líkast þessa dagana... Af hverju ekki? :)
S.A.J: Takk fyrir leiðréttinguna. Það er ekki nema von að maður missi töluna þegar mörkin hrannast svona inn :)
Arch: Já Lennon var mjög góður. Ef þetta er sagt vegna þess að ég sagði að það var enginn að spila stórleik, þá skilgreini ég oftast stórleik hjá leikmönnum þannig að þegar þeir hafa spilað langt yfir væntingum. Lennon er svo hrikalega góður að maður er farinn að hafa væntingar um að hann spili hvern einasta leik svona.
En auðvitað má segja að hann hafi átt stórleik, því hann var þrusugóður í dag.
Ég er ósammála því að West Ham hafi spilað frábærlega. Hvorugt liðið náði upp nokkru spili í fyrri hálfleik, og miðað við færin sem við fengum þá hefði enginn getað sett neitt út á það ef við hefðum verið 2-0 yfir í hálfleik...
En þetta var annars frábær dagur, menn sýndu smá vilja þarna. Mjög spennandi (og óvænt) að sjá Taarabt koma inn á, og hann átti fínan sprett sem leiddi til aukaspyrnunnar sem Berb skoraði úr.. Klassi :)
Einsidan: Þetta fer alltaf eftir því í hvaða samhengi þú setur hlutina. Hefðum við verið að spila á móti liði í 1-2 sæti hefði þetta ekki þótt gott. En ef þú horfir til þess að West Ham hefur ekki unnið leik í nokkra mánuði og gengið mjög illa í síðustu leikjum á heimavelli, og voru kjöldregnir af slöku liði Charlton um síðustu helgi, og horfir til þess að í undanförnum hefur barátta verið það sem vantaði hjá þeim. Og ef þú horfir svo á andstæðinga West Ham sem eru að taka einhverja stærstu uppsveiflu sem sést hefur á þessu tímabili. Þá ertu kominn með það samhengi sem ég set hlutina í.
Miðað við allt þá voru þeir að berjast rosalega vel og voru skipulagðari og hreyfanlegri en ég hef séð þá í undanförnum leikjum. Þú getur auðvitað horft á það sem svo að við hefðum getað verið búnir að skora mörk í fyrri hálfleik ef markvörðurinn hefði ekki varið. En það er bara eitthvað sem gerðist ekki. Við getum þá líka sagt að Tevez hafi verið óheppinn þegar boltinn strauk nánast stöngina í seinni hálfleik og þar fram eftir götunum.
En auðvitað meiga menn vera ósammála. Það er ávallt skemmtilegra fyrir umræðurnar.
Kannski óþarfi að dramatísera þetta svona.. :) Ég var ekki að segja við hefðum átt að vera 2-0 yfir í hálfleik, bara að það hefði ekki verið ósanngjörn staða miðað við hvernig þetta þróaðist.
Þeir mættu mjög ákveðnir til leiks og spiluðu mjög fast. Í stöðunni 1-0 hugsaði ég með mér að þeir gætu ekki haldið þessu tempói allan leikinn og að við myndum vonandi síga í gang.
Ég hef samt tekið eftir því í undanförnum leikjum að það er eins og menn séu með betra úthald en oft áður, það erum yfirleitt við sem spilum vel og á háu tempói framan af en róum svo lífróður undir lok leikja. Þetta er mjög jákvæð þróun!
Ótrúlega skemmtileg úrslit en jafnramt einhvernvegin frekar leiðinlegt að það skuli lenda á West Ham að tapa svona. Manni er frekar hlýtt til þeirra.
En Lennon átti stórleik, það er engin spurning og þessi sending í öðru markinu var náttúrulega bara snilld !
Mér fannst eins og við hefðum átt að klára þá um leið og við náum að jafna í 2-2 því þeir virkuðu allveg búnir og niðurbrotnir. Erum allt of gjarnir á að detta aftur á völlin í svona stöðu.
Ég ætla nú ekkert að missa mig yfir þessum Taarat. Hann var jú að koma inn á í lokinn á þvílíkum baráttuleik og West Ham menn voru allveg búnir á því. Finnst hann eitthvað svo svipaður Ghaly, mjög flínkur og léttur. Fínn í að setja svona inn á í lokin.
Pedro Morgado: Thanks for your comment. Your stadium looks pretty awesome. I am looking forward to the game. Feel free to post a comment again ;)
Einsidan: Já kannski að maður hafi misst sig aðeins í dramatíkinni í gær. En ég er samt á því að miðað við þá leiki sem ég hef séð hjá þeim var þetta stórbæting á spilamennsku hjá þeim. En þó að ég segi að West Ham hafi átt góðann leik þá á ég samt ekki heldur við að þeir hafi verið mikið betri en við.
Já það er frábært að sjá okkur ekki fara í nauðvörn þegar við komumst yfir. Það er spurning hvað veldur? Kannski er málið að leikjaprógramið hefur ekki verið mjög þétt undanfarið? Kannski er það breyttar áherslur hjá Jol? En hvað sem það er þá er ég ánægður.
Freezer: Já maður finnur vissulega til með þeim. Það er fátt jafn sárt eins og að tapa með marki þegar leiktíminn er liðinn.
Lennon átti í svolitlu basli í fyrri hálfleik (samt ekkert lélegur) en var frábær í þeim seinni. En ég hef ekkert út á það að setja þó menn vilji kalla þetta stórleik, enda er hann snillingur. Fær solid 9 í einkunn hjá mér og besti maður Spurs á vellinum.
Mér findist full mikið að missa sig yfir Taraabt enda er ekki hægt að dæma um getu hans á þessum tíma sem hann fékk. En hann vakti svo sannarlega athygli mína og ég vill sjá meira af honum. Væri til í að sjá hann koma aftur inná í þá kannski 25 mín.
Til hamingju öll með þennan frábæra sigur. Það liggur við að maður sé ennþá með gæsahúð..vá þvílíkur sigur.
kv.
Spursbabe.
Skrifa ummæli