Ég vill benda mönnum á sem vilja eitthvað vita um Braga að lesa upphitunina fyrir síðasta einvígi liðanna Hér.
Ég er búinn að vera frekar kokhraustur fyrir þennann leik. Hef haft það á tilfinningunni að við séum að fara sjá stórsigur. En eftir því sem nær hefur dregið hafa hlutirnir ekki beint verið að vinna með okkur. Við áttum gríðarlega erfiðann leik á sunnudaginn og stutt í næsta leik eftir þennann. Við höfum aðeins einn miðvörð heilann, þar sem King og Gardner eru meiddir og Rocha má ekki spila í Uefa. Jenas er ennþá meiddur og Berbatov þurfti að fara af velli á sunnudaginn vegna meiðsla. Robinson er enn meiddur.
Ég er samt ekkert að búast við að við dettum út á morgunn. Ég býst ennþá við sigri en geri mér ekkert frekar vonir um stórsigur.
Liðið
------------------------Cerny---------------------
Stalteri---------Dawson----Chimb.--------Lee
Ghaly----------Tainio-------Zokora------Lennon
-----------------Keane-------Berbatov-------------
Nú er ég nánast viss um að eitthvað sé þetta vitlaust. Ég ætla að gera ráð fyrir að Chimb. sé miðvörður en það gæti allt eins verið að THUDD, Zok eða einhver úr varaliðinu spili miðvörðinn. Miðjan er líka spurningamerki í mínum augum. Veit ekkert hvað er að gerast með Steed. Hann er farinn að sjást ansi lítið í byrjunarliðinu. Ég kann engar skýringar á því þannig að ég byggi miðjuna bara af fyrri reynslu frá Chelsea leiknum. Keane er búinn að jafna sig eftir meiðslin og mun því að öllum líkindum byrja enda er hann með "edge-ið" yfir Defoe þessa dagana. En það er spurning hvort hann sé búinn að ná sér að fullu. Sama má segja um Berbatov. Maður veit ekki hversu mikil þessi meiðsli voru sem hann hlaut í síðasta leik. Ég veit þó að þau voru ekki alvarlegri en svo að hann er í leikmannahópnum fyrir leikinn. Það getur þó verið spurning hvort Jol vilji hafa hann á bekknum til að taka ekki óþarfa áhættu. Þá gæti Mido byrjað og ef við lendum í bobba gæti Berbatov leyst hann af hólmi. Svo gæti líka verið að Jol myndi vilja hvíla einhverja leikmenn. Þannig að ég verð að viðurkenna að þessi liðsuppstilling er skot í myrkri hjá mér.
Ég ætla að spá þessum leik 3-1 fyrir okkur. Byggi það m.a á því að Braga hefur verið arfaslakt á útivelli í vetur, bæði í deildinni og í Uefa.
Coys!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Held að það væri alveg eðlilegt af Jol að hvíla einhverja lykilmenn í þessum leik, án þess að tefla öllu í hættu.
Braga verður að skora alla vega 2 mörk ... og miðað við formið á okkar mönnum fyrir framan markið, þá skorum við alveg pottþétt, og þá þarf Braga að skora 3 !!
Verður spennandi að sjá byrjunarliðið .. alla vega vona ég að við gerum vel og náum að skipta út mönnum í seinni hálfleik, því nóg er af leikjum framundan.
Spái þessu 2-1 ...
Spurs 4Ever
I wish not acquiesce in on it. I think precise post. Especially the appellation attracted me to be familiar with the whole story.
Amiable fill someone in on and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.
Skrifa ummæli