Vá hvað ég á eitthvað erfitt með að finna eitthvað gott sjónarhorn á leikinn. Þannig að þetta verður bara stutt, en segir allt sem segja þarf.
Berbatov er snillingur og maður leiksins. Skorar tvö mörk og leggur upp hitt. Einn sá besti í boltanum í dag.
Robbie Keane er sjóðandi heitur líka. Enda eru Berbatov og Keane búnir að skora 13 af 23 mörkum okkar í síðustu 7 leikjum.
Cerny stóð sig vel í markinu. Átti aldrei séns á að verja þessi tvö mörk.
Chimbonda stóð sig vel í miðverðinum þrátt fyrir að lítið hafi reynt á hann.
Dómarinn arfaslakur, en ég nenni ekki að kvarta þegar vel gengur.
Kannski er maður bara farinn að venjast sigrum aftur. Allavega fannst mér þessi leikur ekkert voðalega vel spilaður hjá okkur og ekkert illa spilaður heldur. Bara svona skildusigur í höfn og klapp á bakið á Braga "stóðuð ykkur vel". Engin dramatík í þessu. En að hafa unnið núna 6 af 7 leikjum er alveg hreint frábært. Mér sýnist svona mestu svartsýnisseggirnir vera búnir að draga sig í hlé frá umræðum, allavega heyrist mun minna í þeim mönnum núna. Ekki það að ég sé að bögga þá. Ég á sjálfur í mesta basli með sjálfan mig. Þetta er svo óvænt að ég þarf að taka mér mun lengri tíma í öll mín skrif núna. Ég var búinn að finna mig í að verja liðið og líta á björtu hliðarnar. Nú þarf ég ekki lengur að benda á þær þar sem þær blasa við öllum og engin ástæða til að verja liðið.
Ég óska því öllum Spursurum til hamingju með frábærann árangur undanfarið og með að vera komnir í næstu umferð UEFA Cup!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Glæsilegur sigur í gær .. 8. sigurleikur Tottenham í UEFA CUP í röð .. sem er met hjá Ensku / Bresku liði , ekki slæmt það.
Nú er bara að halda þessu runni áfram .. erum heitir þessa dagana, en að sama skapi hljótum við að fara að verða þreyttir. Nú er um að gera að gefa leikmönnum sjéns, og gefa öðrum frí. Annars endar þetta bara í tómum meiðslum og rugli !!!
Við stjórnuðum þessum leik í gær frá A-Ö .. með ólíkindum að þeir skildu skora 2 mörk !! hefðum vel getað sett 5-6 og áttum að fá 2 víti.
En það eru þessi föstu leikatriði sem eru að fara illa með okkur þessa dagana, verðum að fara að bæta úr því.
Spurs 4Ever
Já á síðasta tímabili skrifuðum við okkur á spjöld sögunar vegna lélegasta árangur utan deildarkeppni hjá úrvalsdeildarliði. Núna skrifum við okkur á spjöld sögunar á fyrir góðann árangur utan deildarkeppni.
Svo hafa menn verið að kvarta yfir því að liðið skuli ekki taka framförum???
Vörnin hefur verið vandamál í allann vetur. Hvort sem við tölum um föst leikatriði eða Clean Sheets. En á meðan við skorum fleirri mörk en við fáum á okkur finnst mér þetta ekki vera aðalatriðið. En auðvitað er í lagi að benda á vandamálin ;)
Skrifa ummæli