Nú er ansi þétt spilað í deild og utan deildar hjá Spurs. Þrír leikir á viku er eiginlega bara orðið normið hjá okkur. Ég verð eiginlega að játa það að eins gaman og mér finnst að horfa á og ræða um Spurs finnst mér prógramið orðið full þétt hjá okkur. Nú spilum við við Braga á miðvikudaginn og svo líða tveir dagar og þá er komið að næsta leik. Það eru sannkölluð stakkaskipti hjá okkur milli ára. Í fyrra vorum við að spila svo fáa leiki að það var met. Í ár munum við spila fleirri leiki en við höfum gert í meira en áratug.
Ég verð samt að viðurkenna að að sumu leiti er skemmtilegra að spila færri leiki. Það gerðist nefninlega ansi oft í fyrra að við áttum næstum tveggja vikna frí. Á þeim köflum var maður eins og krakki að bíða eftir jólunum. Maður reyndi að eyða tímanum í að vellta fyrir sér hverjir fengju að spila og umræðurnar voru svo miklu fjölbreyttari, því ekki var hægt að ræða um síðasta leik í tvær vikur. Menn gátu byrjað að spá í næsta leik alveg 5 dögum fyrir leikinn og þegar að leikdegi kom gat maður vart beðið með að komast á barinn að horfa á leikinn.
Nú er öldin önnur. Nú er svo stutt á milli leikja að það er óvinnandi vegur að geta hallað sér aftur og notið sigursins í síðasta leik því næsti leikur er að fara byrja. Þetta hefur líka áhrif á umræðurnar. Þegar maður skoðar Spursspjallið sér maður ekki lengur vandaða og fróðlega pósta. Flestir póstarnir eru innan við 10 setningar og svörin flest innan við 5 setningar. Þetta eru engin leiðindi gagnvart spjallinu hjá mér heldur er þetta eðlilegt þegar svo mikið er að gerast. Ég hef t.a.m ekki fundið neinn tíma til að skrifa um neitt annað en upphitun og eitthvað smá eftir leiki og innan við 5 setningar á spursspjallinu af og til. Þetta leikjaálag kemur líka fram í öðru. Ég er nánast hættur að lesa fréttir af Spurs. Nú fer svo mikill tími í að horfa á leiki og skrifa í kringum þessa leiki að ef maður ætlaði að lesa fréttir og slúður í kringum þetta allt líka væri maður ekki að gera neitt annað en það og vinna og sofa.
Helst myndi ég vilja að leikjunum yrði fækkað aðeins. Ég myndi vilja sjá að lið myndu spila til þrautar í bikarkeppnum í stað þess að ef staðan er jöfn eftir 90 min að það sé spilaður annar leikur. Ég myndi vilja sjá að lið sem spila í evrópukeppnum kæmu seinna inn í bikarkeppnirnar og eitthvað í þeim dúr. Nú er ég bara að vellta fyrir mér þessu leikjaálagi frá sjónarhorni áhangandans. Það er auðvitað líka þannig að leikmenn myndu hagnast á því að leikjaálaginu yrði létt.
Nú vill ég passa mig vel á að enginn misskilji mig. Ég vill auðvitað frekar að við spilum marga leiki í stað þess að spila fáa og ná þá engum árangri. Mér finnst alltaf gaman að horfa á leiki. En mér finnst full mikið að hafa 4 leiki á rétt rúmri viku (8 dagar) eins og staðan er núna þessa stundina. Þá er einhvernveginn miklu minni stemming í manni. Ég vill ná að byggja með mér stemmingu og eftirvæntingu fyrir leiki, þannig að mér líði eins og krakka á þorláksmessu deginum fyrir leik.
Ástæða þess að ég skrifaði þetta var m.a sú að ég var að kíkja á leikjaplanið áðan og fattaði að það sé leikur á morgunn. Það verður því engin upphitun fyrir leik morgundagsins gegn Watford.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það er nú einu sinni þannig að svona er þetta bara. Stærri liðin hafa breiðari hópa til þess einmitt að standast þetta álag. Ég vil meina að forsendan fyrir framförum er að einhverju leyti sé einmitt fleiri leikir. Held að það sé nokkuð ljóst að ef þetta væri alltaf eins og í fyrra hjá okkur yrðu framfarirnar heldur hægar. Auðvitað má alltaf deila um hvað sé of mikið. Til þess að eiga möguleika á að komast á stall sem eitt af stóru liðunum í Englandi þá er þetta einmitt málið. Það er bara að þetta tekur tíma eins og við höfum svo oft séð, lið koma upp og eiga eitt gott tímabil en hafa svo ekki breiddina eða stöðugleikann til þess að fylgja því eftir á næsta tímabili. Svo er aftur spurningin hvenær sé komið of mikið, þá er ég fyrst og fremst með leikmennina í huga, ég sem stuðningsmaður fæ aldrei nóg.
Eins og ég segji viðurkenni ég og sætti mig við þá staðreynd að þau lið sem ná árangri spili fleirri leiki. En spurningin er hvort segjum 30 auka leikir sé ekki of mikið fyrir alla aðila ef lið vill ná árangri? Þetta er slæmt fyrir leikmenn, þetta er slæmt fyrir vellina og ég tel svo gríðarlega marga leiki ekki gera áhangendum gott. Í fyrra áhorfendur að fylla hvern einasta leik sem við spiluðum. Það er ekki raunin í dag. Gott mál? Ég segi nei.
En ég tek enn og aftur fram að ég vill frekar að við spilum fleirri leiki og náum árangri en færri og engann árangur.
WHL hefur ekki litið betur út á þessum árstíma æi mörg ár... þrátt fyrir álag á vellinum.
Nær undantekningalaust er uppselt á WHL, og er á því að áhangendur fá aldrei of mikið af leikjum, þetta er lífið hjá sumum!!!
Ég las fyrir skömmu að við hefðum ekki náð að kaupa upp miða á nema 2 af 7 útileikjum okkar frá áramótum (heimildir af spjallborði ytra þ.e ótraust). Það er eins og mig minnir að við hefðum keypt upp miðana á alla útileikina í fyrra. Þannig hlutfallslega var mun betur mætt í fyrra en í ár. Áhangendur munu eflaust ná að fylla WHL allt tímabilið því þeir sem ætla að sleppa Spurs leik munu eflaust sleppa útileik frekar en heimaleik.
Við höfum verið heppnir hvað varðar vallarálagið að þrír af síðustu 4 leikjum sem við höfum spilað utan PL hafa verið á útivelli. En eins og staðan er núna erum við að fara spila þriðja leikinn okkar á 5 dögum á WHL gegn Chelsea. Það myndi ég halda að væri of mikið álag á völlinn. En það er kannski ekkert sem ég er að spá mikið í þannig séð.
Skrifa ummæli