sunnudagur, mars 11, 2007

Chelsea 3 - Tottenham 3

Þá er enn einum stórskemmtilega leiknum lokið. Maður er bæði ánægður og vonsvikinn. Maður er vonsvikinn með að hafa misst leikinn í stöðunni 1-3 niður í jafntefli. En fyrir leikinn hefði maður varla þorað að vonast eftir jafntefli. Þannig að ég held að maður taki þann pól í hæðina að vera sáttur við úrslitin.

Þegar ég sá hver byrjunarliðin voru var ég ansi smeykur. Okkur vantaði aðeins of mikið af mönnum í öftustu línuna til að geta verið kokhraustur.

Leikurinn fór af stað eins og undanfarnir leikir. Andstæðingarnir pressuðu en við sóttum hratt upp völlinn. Þetta gerði það að verkum að Chelsea þorðu ekki að pressa mjög hátt á vellinum því við vorum of hættulegir fram á við. Það var nokkuð ljóst á varnarleik Chelsea að þeir söknuðu Terry mikið. Við gerðum svo þau regin mistök að ætla færa okkur aftar á völlinn. Við höfum ekki verið að gera það upp á síðkastið og það hefur verið að skila okkur sigrum. Ég held einhvernveginn að það hafi kannski verið einhver óttablandin virðing sem hrakti okkar menn út í þá ákvörðun. En heilt yfir þá spiluðum við vel og allir fá klapp fyrir.

Ég ætla að halda áfram að nota sömu aðferðir við að kjósa mann leiksins. Þær eru að þeir leikmenn sem komu mest á óvart með góðum leik fá heiðurinn. Ég á í smá basli með þá ákvörðun því Stalteri, Lee, Ghaly, Cerny og Rocha spiluðu allir yfir væntingum.

Ég vona að menn fari nú að hætta að líta fram hjá því sem Stalty gerir vel og einbeiti sér bara að þeim mistökum sem hann gerir. Hann er búinn að standa sig mjög vel í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Hann átti sigurmarkið gegn West Ham og spilaði svo hörku vel í dag. Hann er svo sem ekkert að sanna sig sem sá besti en hann er að sanna sig sem góður og traustur varamaður.

Lee varðist betur en oft áður og á hann hrós skilið fyrir það. Ég styð ennþá Ekotto í baráttunni um sætið, en geri það aðeins á hans verðleikum en ekki með því að rífa niður Lee. Lee kemur því sterklega til greina sem sá maður sem maður leiksins.

Ghaly er auðvitað óútreiknanlegur. Maður veit ekkert við hverju maður á að búast þegar hann stígur inn á völlinn. Hann gæti farið í vitleysuna og reynt alltaf erfiðu leiðina og klúðrað öllu, eða hann getur spilað frábærlega. Í dag spilaði hann mjög vel. Skoraði frábært mark og var þyndarlaus í hlaupum sínum um völlinn. Hann á svo sannarlega hrós skilið fyrir þennann leik því ekki stendur á gagnrýninni þegar hann á slakann leik.

Cerny spilaði mjög vel líka. Ég vissi eiginlega ekki við hverju var að búast því hann er líklega í mjög lélegri leikæfingu og þetta var ansi stór leikur til að koma inn í. En hann varði á köflum mjög vel og var alltaf á tánum. Það er því óþarfi að kvíða ef Robbo verður eitthvað lengur frá.

En maður leiksins er að mínu mati Rocha. Þetta var klárlega besti leikur sem ég hef séð hann spila og hann var mjög solid þarna. Það er spurning hvort með tímanum hann og Dawson geti ekki bara orðið gott og traust teymi þarna aftast. Hann kom mér mest á óvart af öllum og fær því titilinn maður leiksins frá mér.

Menn eins og Dawson, Tainio, Zokora, Lennon og Berbatov spiluðu einnig gríðarlega vel. En ég hef séð þá spila svona áður og mun vonandi halda áfram að sjá þá spila svona vel.

En ég er mjög sáttur og tel möguleika okkar á heimavelli gegn þeim góða. Jose Morinho hefði kannski átt að spara aðeins stóru orðin fyrir leikinn. Það verður allavega gaman að fylgjast með viðbrögðum hans í dag.

Að hugsa sér að við séum taplausir í 6 leikjum í röð. Það eru eflaust margir sem voru búnir að afskrifa okkur fyrir mánuði síðan farnir að klóra sér í kollinum.

3 ummæli:

Birgir sagði...

Snilldar frammistaða í dag ... allir í liðinu eiga hrós skilið ( nema kannski Mido, what a waste of space!!! )
Reyndar svoldið svekkjandi að hafa ekki náð að sigra þennan leik miðað við hvernig staðan var og færin sem við fengum til að klára leikinn algjörlega í stöðunni 1-3. Og svo auðvitað svekk með skotið hans Defoe í lokin sem small í þverslánni.

En engu að síður frábær frammistaða, margir að spila rosalega vel í dag og aðrir að koma á óvart með góðri frammistöðu.

Tek undir orð þín með Stalteri og Rocha .. voru mjög solid.
Cerny gerði það sem ætlast er af honum, reyndi svosem voða lítið á hann og lítið gat hann gert í mörkunum.

Miðjan var lykillinn í dag ... áttum miðjuna. Lennon var rosalega duglegur að hjálpa í vörninni á miðjunni og loka svæðum og svo voru Tainio og Zokora í essinu sínu .. og Ghaly átti fína spretti og barðist mjög vel.

Berbatov er í sérflokki, snillingur þar á ferð og Defoe var nú að hlaupa eins og vitleysingur alveg fram á lokaflaut ( lét Mido óþreyttan líta út eins og 70 ára gamla kellingu þarna í lokin )

Sóknarlega erum við farnir að vera gríðarlega hættulegir, og næstum alltaf líklegir til að búa eitthvað til..

Annar punktur sem þú kemur inná .. 6 leikir í röð á taps .. það sem meira er, þá voru 5 af þessum leikjum á útivelli og við höfum unnið 5 af þessum 6 leikjum. !!! útivöllurinn var nú ekki að gefa mikið framan af vetri.. en það virðist vera að lagast.
Og til að bæta við, þá höfum við skorað hvorki fleiri né færri en 20 mörk í þessum 6 leikjum !! sem gerir 3.333 mörk að meðaltali í leik sem verður að teljast alveg frábær árangur.. reyndar búnir að fá á okkur slatta líka, en ég vil frekar hafa þetta svona heldur en boring leiki.

Vona bara að markarecordið haldi áfram þegar maður fer að sjá Spurs - Watford á WHL á laugardag .. væri ekki verra að sjá einhverja markasúpu.

En til hamingju Spursarar með frammistöðu liðsins í dag.. sýndum í dag að við getum vel keppt við stóru liðin á góðum degi .. þurfum bara fleiri "góða daga" :o)

Spurs 4Ever

Sicknote sagði...

Bara nokkuð sammála þér Birgir. Vill reyndar ekki taka jafn sterkt til orða varðandi Mido, en gagnrýnin á rétt á sér þannig að ég get lítið sagt.

Einar Gislason sagði...

Taplausir í fimm á útivelli (þar af fjórir sigrar), og eitt stykki burst gegn Bolton á WHL. Ég hefði ALDREI veðjað á þetta run fyrir Fulham leikinn, en er líka þeim mun glaðari þessa dagana :)