sunnudagur, febrúar 25, 2007

Meistarabragur

Hvað er í gangi???????????

Þetta er einhvernveginn svo ótrúlegt að ég er ekki alveg að meðtaka leikinn. Það er ekki hægt að finna nógu stór og áhrifamikil orð um það sem er að gerast þessa vikuna og það sem gerðist í dag. Ég er bara dofinn. Ekki nóg með að við fáum okkar fyrstu stig í tvo mánuði á heimavelli heldur erum við búnir að vinna 3 leiki í röð með markatölunni 10-2 samanlagt. Portsmouth og Newcastle sem við erum að berjast við töpuðu bæði leikjum sínum og Arsenal tapar úrslitaleiknum í bikarnum. Nei! Þetta er of gott til að vera satt.

Það er óneitandi mjög freistandi að nudda svartsýnisseggjum undanfarna mánuði upp úr því sem er að gerast í dag og koma með eitt feitt "I told you so". En ég vill ekki skemma stemminguna og óska þeim þess í stað til hamingju með sigurinn og daginn. Fyrir tveimur vikum vorum við að ná mórölskum botn en í dag er besti dagur okkar í allann vetur. Þetta er svo frábært að ég nenni ekki að eyða orðum á ákvarðanir Poll. Keane mun aldrei fá bann út á þetta og við fengum að sjá yfirburði okkar manna þegar við spilum meirihluta leiksins einum manni færri en berum samt höfuð og herðar yfir andstæðinginn sem var heilum 5 sætum fyrir ofan okkur.

Hver einasti maður í Spurs átti stórleik. Það bar enginn leikmaður af í okkar liði því allir gerðu sitt besta. Ég útnefni því Robinson og Zokora menn leiksins því mér finnst þeir loksins vera að sýna sitt rétta andlit. En leikmenn eins og Rocha, Lee, Jenas, Tainio, Steed og Keane fá einnig stórt klapp fyrir það sama, að vera loksins að sýna sitt besta. Menn eins og Chimb, Lennon, Dawson og Berbatov voru auðvitað frábærir og þá sérstaklega Chimb. og Berbatov. En þeir hafa allir verið frábærir í allann vetur.

INNILEGA TIL HAMINGJU ALLIR SPURSARAR MEÐ ÞENNANN FRÁBÆRA DAG OG MEGI ÞIÐ NJÓTA HANS SEM BEST OG LENGST.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis.
Þetta var frábær leikur. Stórkostlegt að spila svona vel með 10 manns á vellinum. Berbatov var stórkostlegur. Hann fór mjög illa með Campo. Jenas er farinn að skora í hverjum leik. Jaskaleinen var að standa sig mjög vel og varði nokkrum sinnum frábærlega, þannig að þetta var frábær sigur.

Sperran sagði...

Sömuleiðis,þetta var sætt.Berbi var að gera ótrúlega hluti þarna einn frammi, eftir að Robbie var óréttilega rekin útaf.Annars var liðsheildin drullugóð,allir að vinna saman.Gaman að sjá liðið spila þessa dagana.

Einar Gislason sagði...

Þegar Robbie fékk rautt og þeir skoruðu hugsaði ég, eins og væntanlega margir, að þetta gæti orðið MJÖG erfitt og hugsaði til tveggja leikja sem við komumst í 3-0 í... :) En Jol hefur sett eitthvað út í te-ið þeirra í hálfleik, því þeir voru rosalegir í seinni hálfleik, og Berbatov hreint út sagt ótrúlegur.

Það hlýtur að vera gott fyrir öryggistilfinninguna að vita að maður getur nánast bara neglt boltanum eitthvert fram, og Berbatov bara límir boltann á ristina OG HELDUR HONUM. Hann átti þátt í mörkunum, var nálægt því að skora sjálfur, gaf okkur dýrmætan tíma til að losa pressu og í raun bara allt sem maður getur ætlast til af striker... Stórkostleg frammistaða.

Nafnlaus sagði...

Þetta var vægast sagt glæsileg frammistaða og stundum er bara helvíti gaman að hafa rangt fyrir sér :-)

Sicknote sagði...

Það er alveg magnað hvað tilfinningalíf manns er mikið tengt fótbolta. Það gerist mjög sjaldan að ég vakni klukkan 7 á mánudagsmorgni með bros á vör. En bæði eftir Fulham leikinn og nú í morgun hefur einmitt það gerst. Ég held barasta að ég geti alveg vanist þessu.

Vonandi er þetta gerast hjá fleirri Spursurum því "it feels pretty good".

En að sama skapi er ég kominn í sálarkreppu. Ég á svo erfitt með að fylgja straumnum í umræðum að ég veit ekkert hvað ég á að gera. Þetta var auðvelt þegar við vorum að tapa því þá gat ég bent á björtu hliðarnar. Nú er hinsvegar ómögulegt að synda á móti straumnum því ekki er neinn grundvöllur fyrir því að vera svartsýnn á þessum tímum. Ég verð þá eiginlega bara að finna eitthvað umræðuefni sem er ekki á allra vörum :)

Birgir sagði...

Snilldarsigur...
Snilldardagur... skemmti mér alveg konunglega á WHL eins og aðrir Spursarar þar. Upplifði stærsta sigur sem ég hef séð á WHL .. og það eru búnir að vera einhverjir 25-30 leikir !!!
Djöfull er Berbatov ógeðslega góður... maður á varla til orð til að lýsa snillinni hjá þessum manni. Án efa okkar langbesti leikmaður í dag, leikmaður sem gæti borið uppi liðið.
En eins og menn segja, TIL HAMINGJU ALLIR SPURSARAR.
Nú er bara að halda þessu runni áfram, og þá er aldrei að vita hvað við uppskerum.. liðið búið að spila fantavel upp á síðkastið og þannig á það að vera .. ALWAYS
Spurs 4Ever