Jafntefli á móti Portsmouth hefðu talist slæm úrslit fyrir þetta tímabil. En eins og þeir hafa verið að spila það sem af er tímabili er maður bara nokkuð sáttur við úrslitin. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkar menn. Hossam Ghaly missti 4 tennur og hlaut skurði á andliti þegar fyrrum leikmaður Spurs Noe Pamarot sparkaði í andlit Ghaly. Þulirnir sögðu að þetta ætti að vera gult spjald en ég veit ekki? Ghaly beygði sig ansi langt niður eftir boltanum og ég efast um að Pamarot hafi séð Ghaly. Allavega vill ég ekki saka hann um að hafa gert neitt viljandi. Það má vel vera að Pamarot hafi kannski lyft fætinum of hátt, það má vera að það réttlæti gult spjald en ég held að þetta hafi bara verið slys. Það var allavega mjög óhugnarlegt að sjá það í endursýningu þegar tennurnar spýttust úr munni Ghaly. Ghaly fær hinsvegar risastórann plús í kladdan hjá mér fyrir að spila allann fyrri hálfleikinn hálftenntur. Sem betur fer fundust allar 4 tennur Ghaly og þær sendar með honum í umslagi til tannsa í hálfleik.
Liðin voru mjög jöfn á vellinum og hvorugt liðið náði að yfirspila hitt. Portsmouth komst yfir í fyrrihálfleik. Það er ekki hægt að kenna neinum um markið. Skotið hrökk af Davenport og því náði Robbo ekki að koma í veg fyrir það. Murphy kom inná í hálfleik fyrir Ghlay og átti stoðsendinguna á Steed sem skallaði bolltann í netið. Ég hreinlega skil ekki af hverju Murphy er ekki að spila meira. Hann hefur að mínu mati verið mjög góður í þau fáu skipti sem hann fær að spila.
Það var svo mjög skemmtilegt atvik sem átti sér stað í seinni hálfleik þegar Sean Davis fyrrum leikmaður Spurs braut á Lee. Þetta var klárt brot og ekkert við það að athuga að manni fannst. Hinsvegar var Davis ekki á sama máli og til að útskýra það fyrir dómara leiksins hvað hafði gerst tók hann sig til og fleygði sér í jörðina, til að gefa það til kynna að Lee hafi nú fallið helst til of auðveldlega. Þetta var nú með því fyndnara sem ég hef séð á vellinum.
En eins og áður segir er ég nokkuð sáttur með úrslitin. Portsmouth hefur aðeins tapað einum heimaleik á tímabilinu og við aðeins unnið einn útileik. Portsmouth er líka búið að koma mikið á óvart þetta tímabilið og því var jafntefli sanngjarnt og ásættanlegt.
Besti maður Spurs var án nokkurs einasta vafa Dimitar Berbatov. Þessi leikmaður er að mínu viti einn af 5 bestu framherjum deildarinnar í dag.
Nú fá leikmenn nokkurra daga kærkomna hvíld. Ég held að Chimbonda, Defoe, Dawson og fleirri taki hvíldinni fagnandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þessi leikur var allveg ágætlega spilaður af okkar mönnum. Sérstaklega fannst mér Steed spila rosalega vel. Hann er að prjóna sig framhjá mönnum trekk í trekk og snýr og hamast allan tímann. Virkilega ánægður með hann.
Og svo fannst mér Davenport vera gera rosalega fína hluti. var að bjarga vel á stundum. Hann er allveg leikmaður til að hafa.
Áhyggjuefni er þó hvað Robinson er farinn að dala og söngur Pompey áhanganda "Englends nr.2" þegar hann var með boltann held ég að sé ekki svo fjarri lagi, því James er að standa sig mun betur þessa dagana. Robinson er allveg freðin á línunni og er að fá á sig allt of auðveld mörk. Ég er nú ekki að segja að hann sé eitthvað slakur, heldur bara eitthvað utan við sig þessa dagana.
Og ég er sammála þér með Murphy, hann er bara að gera nokkuð fína hluti þessa dagana, en ég tel hann þó ekki vera byrjunaliðs maður. Fínn supersubb, koma svona ferskur inn og skella flottum stungusendingum á framherjana. Hann er með rosalega nákvæmar sendingar.
Já þetta var fínn leikur enginn að splila neitt illa. Sammála þér með Steed hann var mjög góður og hefur verið það frá því að hann náði sér af meiðslunum. Hann er kannski ekki galdramaður með boltann eins og Ronaldo en hann er rosalega vinnusamur.
Davenport er ágætis leikmaður. Hann stóð sig mjög vel í gær og á hrós skilið. Ég samt fór að spá í því í gær að Davenport er kannski full líkur Dawson. Þannig að ég held að Davenport nýtist mun betur með King heldur en Dawson. Þeir eru báðir mjög sterkir í loftinu. En hafa báðir þann veikleika að vera of hægir. King hefur hinsvegar hraðann (og allt annað sem príða þarf góðann miðvörð). Þannig að King og Dawson vega hvorn annann upp, og líklega myndi King og Davenport gera það líka, en ekki Dawson og Davenport. En þetta er bara svona vangavellta. Ég ætla ekkert að taka neitt af Davenport, hann er fínn leikmaður og stóð sig með miklum sóma.
Ég skal alveg viðurkenna það að eins og James hefur verið að spila á hann landsliðssætið skilið frekar en Robbo ef miðað er við hvað þeir hafa sýnt á þessu tímabili. Robinson hefur ekki náð að sína sitt rétta andlit í vetur.
Skrifa ummæli