"I will not be satisfied with second place. I want to be first in this group, not only because being second we might play against a very strong team eliminated from the UEFA Champions League, but also because, as a famous Romanian player [Cornel Dinu] once said: 'You only feel like a real footballer after you have beaten an English team.'"Ef að þjálfarinn getur fengið leikmennina til að tileinka sér þessa speki meigum við ekki vanmeta andstæðinginn. Þjálfara þeirra tókst fyrir rúmu ári að mótívera leikmenn all svakalega við sömu aðstæður. Þetta er einmitt liðið sem sló Everton út úr Uefa í fyrra, og það mjög sannfærandi 5-1 í fyrstu umferð. Dinamo hefur lagt bæði Leverkusen og Besiktas í riðlakeppninni (jafntefli við Club Brugge).
Það er þó algjör óþarfi að detta í einhverja svartsýni. Það er tvennt sem gerir það að verkum að ég sé ekkert nema sigur á morgunn.
1) Við höfum spilað nær óaðfinnanlega í Uefa cup. Við höfum enn ekki tapað leik og aðeins fengið á okkur 1 mark í 5 leikjum og skorað 8 mörk. Það eitt og sér nægir mér til að vera öruggur um sigur.
2) Við þetta bætist svo að við erum að spila á heimavelli. Við höfum spilað eins og englar þegar við erum á heimavelli, hvort sem er í deild eða Uefa.
Það má kannski við þetta bæta að við höfum svo verið að spila glymrandi bolta í síðustu tveimur leikjum, þó svo að ég hafi ekki séð þessa leiki. Það má því kannski komast svo að orði að liðið er á rífandi siglingu þessa dagana. Það á samt eftir að reyna svolítið á kænsku Martin Jol þar sem hann þarf að rífa menn niður á jörðina eftir síðasta leik. Það er þekkt í boltanum að lið sem vinna leik stórt eiga það oft til að hrapa til jarðar í næsta leik. Við sáum þetta eftir MK Dons leikinn og eftir Chelsea leikinn. Ég hef fulla trú á að Jol muni takast þetta.
Liðið
--------------Robbo-------------
Chimb.----Daws----King----Ekotto
Lennon----Ghaly---Zokora---Steed
----------Berbatov--Mido-------
Robinson og Chimbonda, Daws, King, Lennon, Zokora, Steed og Berbatov eru að mínu viti öruggir í liðið. Nú hef ég misst af síðustu tveimur leikjunum og veit ekki alveg hvernig Lee hefur verið að standa sig í vinstri bak. Það má því vel vera að Lee verði þar frekar en Ekotto. Ég er nokkuð viss um að Lennon verði þarna nema eitthvað sé að hrjá hann. Mér skilst að THUDD hafi verið að spila einhverja súperleiki á móti Charlton og Boro. Það er hinsvegar spurning hvort hann fái hvíld. Zokora er í banni í næsta leik þannig að hann fær að spila þennann. Það er bara spurning hvort hann komi í stað THUDD eða spili með honum. Ég er búinn að sakna Ghaly mikið og hlakka mikið til að sjá hann aftur. Steed á orðið fast sæti á vinstri vængnum. Defoe er spurningamerki fyrir leikinn líkt og Tainio. Ég í sannleika sagt vona innilega að Jol ákveði bara að tefla ekki á tvær hættur og setji Mido inn með Berbatov. Það er alveg sjúklega forvitnileg samvinna eins og ég kom inná fyrir stuttu. Mér finnst hálf skrýtið að skrifa um liðsuppstillinguna þegar ég hef ekkert séð síðustu leiki. Endilega komið með ykkar skoðun á þessu!
Ég spái 2-0 sigri okkar manna. Berbatov setur annað og Lennon hitt.
COYS!
1 ummæli:
Flott upphitun. Ég á von á hörkuleik í kvöld. Þetta er hreinn úrslitaleikur á milli bestu liðanna í þessum riðli. Það verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið. Við höfum þó heimavöllinn og það á eftir að skipta miklu máli. Ég vona innilega að Berbatov byrji báðir.
Skrifa ummæli