fimmtudagur, desember 14, 2006

Spurs 3 - Dinamo 1

Loksins sá ég leik! Þetta var hreint út sagt stórskemmtilegur leikur. Það er komið sem vantaði í fyrra, liðið er farið að spila skemmtilegan sóknarbolta. Mér finnst ekki hægt að taka neinn útúr liðinu sem maður leiksins. Það voru allir leikmenn Spurs að spila mjög vel og enginn að gera nein alvarleg mistök. Það er auðvitað auðvelt að benda á framherjana sem menn leiksins eða Lennon. Það má líka segja að miðjan og vörnin hafi verið snilld því Dinamo var ekkert að geta fram á við.

Þetta miðast náttúrulega allt við fyrstu 70 mín. Mér finnst samt ekki hægt að kvarta undan því að leikmenn gefi eftir undir lokin þegar þeir hafa haldið svona svakalega háu tempói í leiknum og margir leikir framundan. Þeir kláruðu leikinn með þriðja markinu og gátu leyft sér að hægja aðeins á leiknum undir lokin. Þetta varð til þess að Dinamo skoruðu. Mér finnst það litlu máli skipta. Öruggur yfirburðasigur okkar var aldrei í hættu. Ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá fleirri svona leiki í vetur.

Nú er bara málið að halda þessu skriði áfram og vinna okkar fyrsta útileik á sunnudaginn. Ég er reyndar handviss um að það takist. Ef það tekst ekki heiti ég því að taka þátt í "á að reka Martin Jol" umræðuni *lol*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var bara leikur kattarins að músinni !!! Annað hvort voru leikmenn Spurs að spila líka svona glimrandi eða þetta lið Dinamo svona svakalega lélegt. Alla vega var lið Port Vale betra þegar við spiluðum við þá í deildarbikarnum !!!
Annars var þessi leikur alger snilld að horfa á og vera á WHL var tær snilld eins og venja er.
Tottenham liðið var að spila nær óaðfinnanlega og hefðu hæglega getað sett einhver 7-8 mörk á þetta lið Dinamo !! svo miklir voru yfirburðirnir. Held að Defoe og Berbatov séu að festa sig almennilega í sessi sem framherjapar liðsins .. ná einstaklega vel saman og eru stórhættulegir. Eins og þú sagðir, erfitt að pikka einhvern út sem mann leiksins.. liðið spilaði sem ein heild og spilaði fantagóðan fótbolta. Ég er samt á því að Berbatov / Defoe sem menn leiksins. Unnu alveg eins og hestar frammi .. skiluðu sinni varnarvinnu mjög vel, pressuðu vel á varnarmenn Dinamo sem truflaði allt spil þeirra fram á við. Vörnin byrjar einmitt á fremsta manni.. og það átti svo sannarlega við um í þessum leik. Dinamo fór varla yfir miðju á löngum köflum. Við hreinlega átum af þeim boltann trekk í trekk sem frábærri varnarvinnu.
Vona að við spilum að sömu ákveðni á sunnudaginn.. og þá vinnum við þann leik.
Birgir

Sicknote sagði...

Berbatov og Defoe eiga það skilið að vera valdir menn leiksins. Þeir spiluðu nær óaðfinnanlega. Mér finnst bara að allir leikmenn liðsins hafi átt stórleik. Ég fæ mig bara ekki til þess að benda einn leikmann þegar allir spila jafn vel og raunin varð hrósið á að skiptast jafnt á milli leikmanna. Mér finnst t.a.m Robinson eiga það jafn mikið skilið. Eftir að hafa horft upp á langa lægð hjá honum í upphafi er hann orðinn aftur að þeim markmanni sem við þekkjum. Þó hann hafi ekki þurft að verja mikið í þessum leik sýndi hann fáburða snilli við að skila boltanum frá sér og það er ómetanlegur kostur í fari markmanns. Ekotto á líka hrós skilið. Eftir eina légegustu framstöðu sem leikmaður Spurs hefur sýnt í vetur á móti Arsenal náði hann að rífa sig upp. Þvílíkt og annað eins commeback hef ég vart orðið vitni af. Hann skilaði varnarvinnunni af stakri snilld og sýndi það nú fyrst að hann getur heldur betur nýst í sóknarleiknum. Var óheppinn að hafa ekki skorað úr aukaspyrnunni þegar boltinn small í tréverkinu. Eftir að hafa niðurlægt sjálfann sig á í síðasta leik sínum er hreint með ólíkindum að hann skuli geta spilað með þvílíku og öðru eins sjálfstrausti. Ég gæti þulið upp alla leikmenn liðsins með svipuðum lofyrðum. Það er þess vegna sem ég get ekki valið mann leiksins. Það var enginn einn leikmaður sem gerði einhvern gæfumun heldur var þetta allir leikmenn liðsins sem gerðu gæfumuninn.

En framherjaparið er vel að titlinum komið sem besti leikmaðurinn hjá þér Birgir.

Svo var ég að spá í þessu með leikinn á morgunn. Það er alls ekkert gefið að við vinnum leikinn. Leikmenn hljóta margir hverjir að vera örmagna eftir að hafa spilað 3 leiki á 9 dögum á einhverju ofurtempói. Ég ætla að reyna að gera upphitun í kvöld og velti þessu aðeins betur fyrir mér