laugardagur, desember 30, 2006

Spurs 0 - LFC 1

Þannig endaði leikur mistakana. Ég í rauninni get ekki verið pirraður yfir þessum leik. Þegar menn eru annað hvort ekki í neinu leikformi eða örþreyttir að spila við þessar aðstæður verður mikið um mistök. Það er bara þannig. Þetta var fimmti leikurinn á tveimur vikum. Það er eðlilegt að þeir menn sem hafa spilað alla leikina séu orðnir ansi þreyttir, enda PL erfiðasta deild í heimi. Berbatov og King voru ekki í byrjunarliðinu sem og Lennon, Jenas og fleirri, og munar þar um minna á móti liði eins og Liverpool. Það var úrhellisrigning og á tímabili var maður farinn að óttast um að leikurinn yrði flautaður af. Það má líka segja að við vorum óheppnir í leiknum. Einn Liverpoolmaðurinn var aðeins hársbreidd frá því að skora sjálfsmark í seinnihálfleik.

Það má heldur ekki líta framhjá því að liðið barðist vel framm á lokamínútu. Ég er alveg handviss um að við tökum góða sigurtörn þegar Lennon, Jenas og Keane koma úr meiðslum.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æ ég veit það ekki, nenni ekki að hlusta á eitthvað helvítis væl um þreytu og meiðsli. Það sama er að gerast hjá öllum liðum í deildinni. Bara spyr hverjir voru ekki í leikformi? Af þeim sem byrjuðu í dag voru það bara Mido og Davenport sem ekki hafa verið að spila undanfarið. Þá spyr ég bara á móti, í fyrsta lagi hafa þessir menn ekki verið að spila með varaliðinu? Hvað ef þú ert ekki í liðinu og færð tækifæri? Viltu ekki sanna þig og sýna hvað í þér býr? Mér fannst Davenport alveg komast vel frá sínu, það sama verður ekki sagt um Mido. Hann hreinlega skeit upp á bak, færið í fyrri hálfleik, guð minn góður hvað er þessi maður að æfa á hverjum degi, lúdó????? Við einfaldlega töpuðum fyrir slöku liði Liverpool og það þýðir bara að við höfum verið lélegri svo einfalt er það. Þreyta og meiðsli eins og ég segi væll og kjaftæði og ekkert annað. Þar fyrir utan þá set ég spurningarmerki við Zokora, ágætisleikmaður, en hentar hann okkar liði? Farinn að efast um það. Svo er hann af sama sauðahúsi og Drogba og Ebue, frá Fílbeinsströndinni, alltaf stórslasaður og veltur marga hringi í grasinu sem ég þoli ekki

Sicknote sagði...

Sko tek þetta bara lið fyrir lið.

*Leikmenn eru þreyttir ekki bara leikmenn Spurs. Það veldur því oft að leikmenn spila ekki sinn besta leik og gera mistök. Er eitthvað rangt að ætla að þreyttir leikmenn geri frekar mistök en leikmenn sem eru ekki þreyttir. Liverpoolmenn gerðu mörg mistök, þó þau hafi ekki kostað þá mark (munaði þó ekki miklu að það hefði orðið raunin).

*Mér finnst það alveg fullkomnlega réttmætt að benda á að þegar King,Lennon,Jenas og Keane eru meiddir er liðið veikara en ella. Ofan á það bætist svo að Berbatov var ekki fullkomnlega leikfær. Ég skal lofa þér því að það lið sem er án 4(5) af bestu leikmanna sinna er töluvert veikara en ella. Þá skiptir engu máli hversu mikla breidd þeir hafa. Mér finnst að það kannski full mikið að ætlast til sigurs gegn einu af bestu liðum deildarinnar undanfarna ára þegar svo gríðarlega stór skörð eru í liðinu.

*Ég vill ekki vera leiðinlegur en að leikmenn eigi að vera í leikformi af því þeir spila með varaliðinu? Síðasti leikur varaliðsins var 6.des og næsti er 15 jan svo langt líður á milli leikja. Ætlast þú virkilega til þess að leikmaður haldist í leikformi milli leikja???? Það finnst mér fáránleg krafa.

*Mido meiddist í leiknum gegn Newcastle og eftir leikinn gegn Villa var talað um að hann myndi vonandi byrja að æfa á fullu í þessari viku. Ég get því ekki séð það öðruvísi en að Mido hafi komið inn í liðið of fljótt. Það afsakar það samt ekki að hann var slakur. Enda held ég að Jol hefði aldrei spilað honum nema af því að hann neyddist til þess.

*Ég get ekki verið sammála þér um að Liverpool hafi verið lélegir í dag. Þeir einfaldlega ákváðu að reyna að halda forustunni og það hafðist. Mér fannst við pressa þá ágætlega í lokin og sanngjörn úrslit hefðu að mínu viti verið jafntefli.

Ég er alveg sammála því að Zokora hefur ekki verið að standa undir væntingum undanfarið. Ég eiginlega skil það ekki því hann var mjög fínn alveg fram í miðjann nóvember. Svo hefur hann eiginlega lítið getað.

Nafnlaus sagði...

sko lið lenda í meislum, hjá því verður ekki komist, hvort sem það er sá besti næstbesti eða sá þriðjibesti. Það er svo aftur á móti huglægt mat, hver sé bestur í liðinu eða hver sá mikilvægasti. Í sambandi við varaliðið og þá sem spila með því þá vil ég bara einfaldlega sjá meira frá mönnum sem eru að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Það er nú bara einhvernveginn þannig að þeir sem eru þeir fyrstu 11 hjá stjóra þurfa ekki að hafa eins mikið fyrir því að komast í liðið og þeir sem eru svo óheppnir að vera ekki í þeim hópi þurfa að sýna meira og leyfist að gera færri mistök. Fyrir mitt leyti þá var Mido ekki að sýna neitt, því miður, þetta er bara ekki sami leikmaður og við sáum í fyrra. Ég veit að hann var helmingi þyngri en í fyrra;-) og kannski þarf hann bara að spila meira(og þá er ég kannski farinn að tala í þversögn við sjálfann mig). Allavega þá höfum við ekki séð neitt af því sem við sáum frá honum í fyrra. En þetta er einmitt það sem skilur að toppliðin, þau hafa mannskap til þess að fylla skörðin, því miður þá held ég að við höfum það ekki eins og staðan er í dag.
já sanngjörn úrslit hefðu verið jafntefli, en sanngjörn og ekki sanngjörn, þeir gerðu það sem gera þurfti og við leyfðum þeim að komast upp með það svo súrt sem það nú er.

Nafnlaus sagði...

þetta á að sjálfsögðu að þeim leyfist að gera fleiri mistök en ekki færri, bara hafa það á hreinu.

Sicknote sagði...

Það er rétt hjá þér ossie lið lenda í meiðslahrinum þá er ekki spurt um nafn eða getu. Það er líka huglægt mat hver er bestur. En það fer held ég ekkert á milli mála að þegar King, Lennon og Berbatov eru ekki með (berbatov var fjarverandi bróðurpart leiksins) þá veikir það liðið gríðarlega. Ekki satt? Við hljótum að vera sammála um það. Við hljótum að vera sammála um að það sé mjög marktækur getumunur á Davinport og King ekki satt? Það sama á við um hina tvo, backupið er einfaldlega ekki í sama klassa.

Það hlýtur því að skipta máli hverjir eru heilir og hverjir ekki. Ég get ekki tekið undir það heldur að leikmenn hafi ekki verið að berjast fyrir sæti sínu. Ghaly reyndi mikið og var líklega okkar duglegasti leikmaður. Það hinsvegar gekk ekkert upp hjá honum. Mér finnst ekki vera hægt að saka hann um að hafa ekki reynt og barist, þó það sé hægt að saka hann um margt.

Davinport var líka að reyna eins vel og hann gat. Mido reyndi eins og hann gat. Mér finnst ekki hægt að saka hann heldur um að hafa ekki reynt. Málið er bara að það var ekki nóg. Eins og þú bendir réttilega á þarf hann að spila meira til að ná að gera jafn vel og á sama tíma í fyrra. En það þýðir að Berbatov þarf að spila minna og það er ekki gott mál. Þannig að Jol er í smá sjálfheldu þar.

Það besta sem hægt er að gera í stöðunni er að líta á það sem vel var gert í leiknum og baráttan var til fyrirmyndar. Við vorum að mínu viti betri aðilinn leiknum. Það sýnir manni bara það að liðið er tilbúið að berjast við þá bestu þó úrslitin hafi verið slæm.

Nafnlaus sagði...

Jú biddu fyrir þér, svo sannarlega veikir það liðið þegar það vantar okkar betri menn. Hef bent á það áður að við eyddum talsvert af seðlum fyrir þetta tímabil. þá er það alltaf spurningin í hvað þú eyðir þessum peningum. Það er hægt að stækka hópinn og það er hægt að gera hann betri. Þá er ég að meina að kaupa annaðhvort menn sem eru á svipuðu róli og þeir sem fyrir eru og breikka þannig hópinn eða menn sem eru betri en þeir sem fyrir eru. Við getum sjálfsagt deilt endalaust um það og einstaka leikmenn í því tilviki.

Ef þetta er eins og þú segir kæri félagi að þessir leikmenn sem komu inn í hópinn hafi gert sitt besta. Þá miðað við frammistöðu þeirra í leiknum í gær set ég einfaldlega spurningarmerki um getu þeirra. Menn sem leggja sig svona mikið fram eins og þú vilt meina og geta ekki meira en þetta, þá eum við ekki í góðum málum.

Sicknote sagði...

Ég vill byrja á að segja að ég elska svona umræður. Umræður þar sem menn segja sína skoðun og eru tilbúnir að rökstyðja hana fyrir öðrum. Það kalla ég alvöru fótboltaumræðu.

En að efninu. Við sáum marga leikmenn í Spursliðinu í gær ekki vera eiga sinn besta leik. Ég hef oft séð Chimbonda og THUDD spila betur þó þeir hafi ekkert verið arfaslakir í þessum leik. En ég myndi aldrei segja að það væri vegna metnaðarleysis eða af því þeir nenntu ekki að leggja sig fram í leiknum.

Nei þeir voru alveg að reyna að gera sitt besta í leiknum. Það sama á við um hina.

Mér langar að taka Mido sem dæmi. Hann hefur pottþétt verið að reyna sitt besta. En horfum aðeins á aðstæður. Hann hefur fengið óhemjulítinn tíma til að aðlagast breyttu liði Spurs. Það hafa allir þurft að aðlagast. Við sjáum að t.d R.Keane hefur ekki verið að spila næstum því jafn vel og í fyrra. Ástæðan liggur ekki í því að hann sé ekki að nenna þessu og leggi sig ekkert fram eða að hann hafi misst svona mikla getu í sumar. Nei ástæðan finnst mér liggja í því að hann er að aðlagast nýjum leikmönnum og nýjum leikstíl liðsins. Það hafa allir þurft að ganga í gegnum það að aðlagast breyttum aðstæðum. Mido hefur fengið sáralítinn tíma til að venjast samherjunum á vellinum. Þar erum við komnir með eina ástæðu fyrir því að Mido var ekki að spila jafn vel í leiknum í gær og hann var að gera í fyrra, það sama á auðvitað við um hina leikmennina sem koma inn. En þeir reyndu sitt besta!

Ég slæ því föstu að Mido hafi ekki verið búinn að ná sér fullkomnlega af meiðslunum. Hann hefur kannski verið í mesta lagi búinn að mæta á tvær æfingar eftir meiðslin. Hann hefur því kannski farið inn í leikinn á 70-80% fitnessi og lítilli leikæfingu. En hann reyndi sitt besta!

Leikurinn var spilaður við ömurlegar aðstæður. Leikmenn beggja liða voru ekki að spila sinn besta leik sökum þess. Spáðu í því, það var enginn leikmaður á vellinum í hvorugu liðinu sem var að spila rosalega vel. Enginn leikmaður sem hefði átt 9 eða 10 í einkunn skilið. Það er að sjálfsögðu eðlilegt þegar aðstæður á vellinum eru svona að maður sjái ekki bestu hliðar leikmanna. Þannig er það bara. Þetta á líka við um Mido og félaga. En þeir reyndu sitt besta!

Við vorum ekki að spila á móti M.K Dons í þetta skiptið eða Charlton. Við vorum að spila á móti liði sem er eitt af 4 bestu liðum deildarinnar að mínu mati. Þetta er lið sem kann líklega best allra liða á Englandi að halda forustu. Það sést kannski best á því að í þeim 6 leikjum sem þeir hafa haft forustu í hálfleik hafa þeir unnið þá alla. Það er ekkert sjálfgefið að vinna þetta lið, sérstaklega þegar stór skörð eru höggin í leikmannahópinn. Það er nú of þannig að lið spilar aldrei betur en andstæðingurinn leyfir. En samt reyndi Mido og félagar sitt besta.

Stuðningsmenn verða að átta sig á því að það er ekki hægt að fara fram á það við leikmenn eins og Mido að hann komi inn í gjörbreytt lið, við ömurlegar aðstæður, ekki alveg búinn að ná sér eftir meiðsli, í lítilli leikæfingu, á móti liði eins og Liverpool og spili bara jafn vel og hann gerði þegar hann var upp á sitt besta í fyrra. Það verður að taka mið af aðstæðum og það er óraunhæft og óréttlátt gagnvart honum að ætlast til þess af honum, né neinum öðrum leikmanni í þessum aðstæðum.

Stundum verður maður að taka tillit til aðstæðna þegar maður dæmir leikmenn. Gott dæmi með Steed Malbranque er fyrstu tveir leikir hans með Spurs. Hann var hræðilega lélegur. Ef maður ætlaði að dæma hann á þann hátt sem Mido og félagar eru dæmdir, er hægt að segja að hann hafi ekkert verið að leggja sig fram og hafi ekki haft metnað til að spila með aðalliðinu. En þeir sem skoðuðu aðstæður hans og það sem á undan gekk sáu það að það var ekki hægt að ætlast til mikils af honum svona til að byrja með við þessar aðstæður. Þess vegna finnst mér mikilvægt að skoða gagnrýni á leikmenn í ljósi þess sem á undan hefur gengið hjá leikmönnum og reyna að finna eðlilega skýringu á hlutunum áður en maður stekkur út í einhverja böldóma á leikmenn.