Nú þegar Spursarinn hefur verið tæpt hálft ár við lýði vill ég lýsa þakklæti mínu til þeirra sem hingað venja komur sínar. Sú hugsun sem lá á bakvið það að ég opnaði síðuna var að það vantaði meiri fjölbreyttni í umræður um Spurs á Íslandi. Ég ákvað því að reyna að búa síðunni til sérstöðu þannig að hún væri frekar viðbót við spjallsvæði spurs.is en væri ekki í samkeppni við hana. Spjallsvæði Spurs hefur þá sérstöðu að þar er meira um stuttar vangavelltur og póstunum oft svarað með nokkrum setningum. Ég hef hinsvegar reynt að feta þær slóðir sem ekki eru troðnar á spjallsvæði spurs. Upphitanir fyrir leiki og færri en þá kannski helst ítarlegri pistlar um mínar skoðanir hafa frekar ráðið ferðinni hér á Spursaranum.
Ég hef haft ákveðnar áhyggjur af gangi mála hjá íslenskum stuðningsmönnum Spurs. Það virðist sem að íslenska umræðan eigi undir högg að sækja og sé á vissann hátt að lúta í lægra haldið fyrir erlendum spjallsvæðum. Ég hef það á tilfinningunni að margir af þeim málefnalegu og virtu stuðningsmönnum hér á íslandi sem hafa gert umræðurnar skemmtilegri og málefnalegri séu í miklum mæli að hverfa frá okkur til erlendu síðanna. Þetta finnst mér mjög slæm þróun. Fréttaflutningur á Íslandi virðist vera takmarkaður að miklu leyti við stærstu 4 lið Englands. Þetta þýðir ekki að við eigum að gefast upp og kvarta. Nei, þetta þýðir einfaldlega að við þurfum að leggja enn harðar að okkur við að halda uppi umræðunni á Íslandi.
Ég er ekki aðeins stoltur af því að vera stuðningsmaður Spurs. Ég er líka mjög stoltur af því að vera íslenskur stuðningsmaður Spurs. Ég gæti einna best trúað því líka að þar ytra yrðu menn stoltir ef þeir vissu að á Íslandi væri stór hópur fólks sem styddi Spurs og að hér væri virk umræða um allt er við kemur Spurs.
Nú er ég ekki einn af þeim sem er svo svakalega annt um íslenska tungu. Allavega er það ekki ástæða þess að ég tel mikilvægi þess að hafa íslenska umræðu mikla. Við verðum að hugsa til þess að hér á landi eru ekki allir sem hafa gott tak á enskri tungu. Fyrir þá aðila er fréttafluttningur um Spurs á íslensku af mjög skornum skammti og því hætt við að þeir aðilar verði útundan.
Helst myndi ég vilja sjá a.m.k 5 síður um Spurs á Íslensku. Allar með sína sérstöðu. Ég myndi vilja sjá að á Íslandi væri eitt öflugasta stuðningskerfi Spurs utan Bretlandseyja.
En nóg um það í bili. Eins og fram kom í upphafi er ég þakklátur þeim viðtökum sem Spursarinn hefur fengið. Nú er enginn teljari á síðunni þannig að ég veit í raun ekki hvað heimsóknirnar eru margar. En ég finn hinsvegar fyrir þeim góðu viðtökum sem síðan hefur fengið, og ljóst að það var þörf fyrir aðra vídd í umræðurnar hér á Íslandi. Þegar ég fór á stað með síðuna bjóst ég við að það tæki síðuna langan tíma að festa sig í sessi. Hinsvegar hefur henni verið tekið vel frá fyrsta degi og menn duglegir að láta skoðun sína í ljós. Ég sé ekkert nema bjart framundan á nýju ári bæði hvað varðar Spurs og Spursarann. Ég mun að sjálfsögðu halda uppteknum hætti á Spursaranum. Ég er jafnframt með ýmislegt í pokahorninu sem ég hef hug á að setja í framkvæmd á næsta ári og þar með auka fjölbreyttnina enn frekar.
Ég vill enda þetta á að óska öllum stuðningsmönnum Spurs og annara liða og fjölskyldum þeirra velfarnaðar á komandi ári. Ég vonast eftir að sjá ykkur sem flest á Spursaranum á nýju ári. Takk fyrir viðtökurnar og samstarfið á árinu sem er að líða.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!
Spursarinn (Elías Guðmundsson)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
gleðilegt ár og takk fyrir þessa síðu. Allveg bráðnauðsynleg okkur spursurum.
Gleðilegt ár og þakka það liðna. Síðan er búin að vera mjög góð og haltu áfram á þessari braut.
Gleðilegt ár spursari, þessi síða er hreint út sagt frábær. Mikil fyrirmynd, mér finnst t.d liverpool síðan ekki eins góð. Haltu áfram góða starfinu og takk fyrir það gamla.
kveðja kiddimagg
Liverpool fan
Takk fyrir hlý orð strákar!
Gleðilegt árið. Síðan er algjör snilld haltu þessu áfram. Takk fyrir mig. Jonerinn Spursari
gleðilegt ár félagi, vil bara segja takk fyrir mig og endilega haltu áfram. Menn þurfa ekkert endilega að vera sammála þó svo að þeir haldi með sama liði. Ég hef virkilega gaman af því að láta skoðanir mínar í ljós á síðunni þinni og ennþá meira gaman þegar þú svarar. Takk takk félagi. Síðan er í favorits hjá mér og það er bara jafn sjálfsagður hlutur hjá mér að fara á síðuna og að tannbursta mig.
Gleðilegt ár Spursari og þakka þér fyrir ötult starf á árinu.
Gaman að finna stuðninginn hérna. Þakka ykkur enn og aftur fyrir.
Skrifa ummæli