sunnudagur, nóvember 05, 2006

Tottenham - Chelsea

Jæja nú er komið að stórleik. Við erum að fara keppa við Chelsea sem hefur unnið alla nema tvo leiki sína á tímabilinu. Leikurinn er á WHL og byrjar kl:16:00. Morinho er samur við sig og er búinn að beina umræðunni í þann farveg sem hann vill. Það hafa borist fréttir af hugsanlegum kaupum Chelsea á Aaron Lennon í janúar. Tilboðið mun víst hljóða upp á 20 millj. pund. Mér er nokk sama hvort hann býður þennann pening eða ekki í Lennon. Lennon mun pottþétt ekki fara. En að leiknum aftur. Við höfum ekki náð að vinna Chelsea í deild frá því tímabilið 1988-1989. Við höfum aðeins skorað 4 mörk í síðustu 9 leikjum gegn Chelsea. Chelsea keppti við Barca á Spáni á þriðjudaginn og náðu jafntefli í gríðarlega leiðinlegum leik (mitt mat). Við náðum hinsvegar að sigra Club Brugge í mjög skemmtilegum leik á fimmtudaginn á WHL. Við fórum í gegnum oktober mánuð taplausir og greinilegt að þetta er allt að smella hjá okkur.

Ég spái byrjunarliðinu svona:
-----------------Robbo--------------
Chimb.----Dawson-----King------Ekotto
Lennon----Zokora-----Davids----Murphy
----------Mido-------Defoe-----------

Vörnin mun halda sér frá síðasta leik og fá frí í bikarnum. Mér finnst það algjört forgangsatriði að Jensa fái nú hvíld. Þetta er orðið of mikið leikjaálag á hann. Davids kemur með baráttuna inn í liðið og Zokora mun fá annann leikinn í röð þrátt fyrir að vera nýstiginn upp úr veikindum. Mido og Defoe er held ég hentugasta sóknarparið gegn Chelsea. Mido mun slást um háu boltana og Defoe mun sjá um skyndisóknirnar ásamt Lennon.
Hlutlaust mat á þessum leik er að við töpum leiknum. Spursarinn í mér segir samt að ef Middlesbrough gat unnið þá þá getum við það líka. En ég myndi vera mjög sáttur við jafntefli.

COYS!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já því miður held ég að það sé komið að tapi hjá okkar mönnum núna, þarf þó ekki að vera neitt gríðarlega spámannlega vaxinn til að halda því fram. Varðandi liðið þá held ég að við höfum ekki marga aðra kosti í sambandi við vörnina, eru ekki aðrir meira og minna meiddir? nema kannski gardner. Miðjan, þá verður gaman að sjá hvernig Zokora kemur út á móti þessum stóru nöfnum. Ein spurning hérna, ef við horfum raunsætt á málið þá er Chelsea lið sem við eigum hvort eð er ekkert að vinna, væri þá bara ekki gráupplagt að stilla upp "deildarbikarliði" á móti þeim til að hvíla menn, veit ekki bara hugmynd. Auðvitað vonast maður alltaf innst inni að við vinnum þennan leik samt sem áður mjög svo hóflega bjartsýnn, þetta er jú bara hluti af því að vera spursari. Chelsea er massíft lið og mér fannst þeir sýna mikinn karakter á móti Barca að koma til baka. Drogba(leiðinlegi) er í fantaformi, lampard er að koma til baka og Ballack er alltaf að komast meira og meira inn í þetta. Það hefur talsvert verið talað um hvað Chelsea séu að spila leiðinlega en þeir eru þó alltaf að vinna þessa leiki sína. Liðin kannski hanga í þeim eitthvað fram eftir seinni hálfleik en svo gerir Chelsea bara það sem þarf til að vinna leikinn. En eins og ég segi, innst inni vonast maður eftir sigri en er hóflega bjartsýnn

Birgir sagði...

Tek undir orð ykkar beggja ... sé okkur ekki vera að fara að vinna þennan leik , svo einfalt er það.
Verð á WHL í dag að syngja eins og vitleysingur og styðja við bakið á okkar mönnum, en ég er langt frá því að vera bjartsýnn. Höfum t.d. ekki skorað gegn Chelsea heima í síðustu 4 heimaleikjum okkar !! Og eins og Sicknote nefndi, ekki unnið Chelsea í deild síðan um 1991 eða eitthvað álíka .. WHL hefur löngum verið kallað Three point lane af stuðningsmönnum Chelsea, virðast alltaf sækja 3 stig á WHL. Búinn að sjá 2 tapleiki heima gegn Chelsea á undanförnum tveimur tímabilum .. allt er þegar þrennt er, kannski vinnum við í dag. Djöfull yrði maður ánægður þá. Maður verður samt einhvern veginn að halda í þessa litlu von sem er til staðar..
Allt getur gerst í fótbolta, en þetta "allt" virðist bara aldrei gerast hjá Tottenham !! höfum ekki unnið eitthvað af stórliðunum í mjög langan tíma, kominn tími á það.
COYS í dag og alla daga ...
Spurs 4Ever
Kveðja frá UK ..

Nafnlaus sagði...

Ég vona að Jol haldi sig við Berbatov og Keane frammi og hafi Lennon hægra megin. Vörnin verður vonandi sú sama. Ég væri alveg til í að sjá Davids vinstra megin. Bæði útaf reynslunni og einnig að nota hann meira til að hjálpa til varnarlega.
Við eigum möguleika, við töpum ekki fyrirfram. Ég ætla að vera jákvæður og vongóður alveg þar til leik er lokið. Það kemur að því að vinnum og það gæti orðið í dag.
COYS.

Sicknote sagði...

Málið er einmitt það að allt getur gerst í fótbolta. Middlesbrough gat unnið þá og það segir manni að leikurinn er ekki tapaður fyrirfram. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei sætta mig við annað en að leikmenn og þjálfari færu í leikinn til að ná í það minnsta stigi. Þess vegna vill ég sjá okkar sterkasta lið. Ég myndi missa mig ef það kæmi uppgjöf í liðið og við myndum stilla upp einhverju varaliði gegn Chelsea. Ef við segjum það bara hreint út þá er Berbatov enn að aðlagast ensku deildinni. Mido og Defoe eru enn heitir. Þeir þurfa að fá að spila til að kólna ekki niður. Þetta snýst um að halda öllum í formi. Það er samt eitt sem mér var að detta í hug. Hversu gaman væri að sjá einvígi Ballacks og THUDD? Ég er nokkuð viss um að THUDD hafi allt til brunns að bera til að halda Ballack niðri. Ég á samt ekki von á því að THUDD spili leikinn. Svo verður náttúrulega gaman að sjá hvort Lennon spili ennþá á vinstri kannti.

Ég hef það á tilfinningunni að við skorum í þessum leik. Ég hef það líka á tilfinningunni að Mido geti stimplað sig rækilega inn hjá stuðningsmönnum Spurs í þessum leik.