sunnudagur, nóvember 26, 2006

Tottenham 3 - Wigan 1

Jæja mikilvægur sigur á Wigan í höfn. Þetta byrjaði nú ekki byrlega fyrir okkur. Við vorum gjörsamlega á hælunum fyrstu 30 mínúturnar í leiknum. Það var ekki annað að sjá en að við myndum tapa leiknum. Allt í einu var svo eins og risinn hafi vaknað. Tvö mörk með mínútumillibili frá Defoe og Berbatov tryggðu að við fórum með forustu inn í leikhléið. Bæði mörkin voru mjög glæsileg. Það var svo Aaron Lennon sem skoraði sitt annað mark á tímabilinu og þriðja mark Spurs og lennti því smiðshögginu á sigurinn. Merkilegt nokk að Lennon hefur nú skorað bæði mörkin með vinstrifætinum þrátt fyrir að vera réttfættur.

Mér finnst þó úrslitin ekki alveg endurspegla leikinn. Wigan fá hrós fyrir að gefast ekki upp og góða baráttu. Það ber þó ekki svo að skilja að við áttum ekki sigurinn skilið. Þrátt fyrir að margir leikmenn Spurs hafi spilað mjög vel var það þó ekki það sem mér þótti markverðast í leiknum. Það sem mér þótti markverðast var að við vorum ekkert að pakka í vörn í stöðunni 2-1. Við vorum að spila bara ágætis sóknarbolta þrátt fyrir að vera yfir. Það er auðvitað eitthvað sem maður er ekki vanur að sjá. Ég ætla að enda þetta á einkunagjöf og einstaka umsögn.

Robbo 8 - Markið sem Wigan skoraði var óverjandi. Þrír góðir leikir í röð. Lægðin hjá honum líklega yfirstaðin.
Chimbonda 8 - Mjög góður sem fyrr.
Dawson 9 - í algjörum heimsklassa í dag.
King 8
Ekotto 8 - Sýndi nýja hlið á sér í dag með því að vera virkur í sóknarleiknum.
Lennon 8 -
THUDD 8 - Hann var yfirvegaður á boltanum og átti mjög góðar sendingar. Mér finnst svolítið skrítið að hann skuli samt ekki vera ákafari í öllum aðgerðum eins og ungum leikmönnum sæmir. Held að þegar hann áttar sig á því hvað hann er góður muni hann vekja svipaða athygli og Lennon.
Zokora 8 - Hann er svona ruslakall eins og Makelele. Stundum finnst manni að maður hafi ekkert séð hann og fer að fylgjast betur með honum og þá sér maður hvað hann er að gera. Líklega þess vegna sem þetta er kölluð "ósýnileg vinna".
Steed 7 - Þegar ég sá hann fyrir viku var hann hræðilegur. Framförin í Leverkusen leiknum og svo aftur núna sýnir manni að hann eigi efir að vera góður þegar hann kemst á skrið.
Defoe 9 - Besta framistaða hans í langann tíma. Frábær snúningur í markinu og mikil markagræðgi (í góðum skilningi).
Berbatov 10 - Maður leiksins. Mér fannst hann minna mig svolítið á Sheva þegar hann var sem bestur hjá Milan. Ég held að Berbatov sé draumaleikmaður allra framherja til að spila með.

8 ummæli:

Birgir sagði...

"Mér finnst þó úrslitin ekki alveg endurspegla leikinn. Wigan fá hrós fyrir að gefast ekki upp og góða baráttu. Það ber þó ekki svo að skilja að við áttum ekki sigurinn skilið."

Tel ég mig harðan Spurs mann og mætti að venju á WHL í dag að styðja við bakið á "okkar mönnum" ... hvernig getur þú sagt að við áttum þetta ekki skilið ... varstu að horfa á einvern annan leik eða varstu með leppa fyrir báðum augum !?!?!?
Wigan stóðu sig mjög vel, en Spurs voru alltaf, alltaf miklu hættulegri til að setja mark !! .. þessar 5 mínútur í lok fyrri hálfleiks eru bestu 5 mínútur sem ég hef séð og upplifað á WHL síðan ég byrjaði að fylgjast með Spurs.
Ætla ekki að fara að týna út hver var bestur og hver var lélegastur í dag .. Liðið vann í heild sinni og stóð sig frábærlega .. enginn dragbítur var að spila í dag !!! Malbranque greinilega að koma allur til .. og á hann þegar svoldið í land að vera þessi leikmaður sem við keyptum ...
GO SPURS ... SNILLDARSIGUR

Sicknote sagði...

Þú hefur aðeins misskilið það sem ég skrifaði. Síðasta setningin gefur það til kynna að við áttum sigurinn alltaf skilið ;)

En við verðum þó að vera ósammála um að Spurs hafi alltaf verið líklegri til að setja mark því í upphafi fannst mér Wigan vera spila betur og líklegri til að skora mark, sem og þeir gerðu.

Ég myndi alveg skilja þann stuðningsmann Wigan sem myndi segja að honum þætti sárt að tapa með tveggja marka mun þegar liðið spilar eins vel og Wigan gerðu.

Sicknote sagði...

Talandi um að vera á WHL. Ég var alveg við það að kaupa mér ferðina á leikinn. Fyrst það var klúbbaferð. Nema hvað að ferðafélaginn minn fékk farbann frá konunni sinni.

Nú sé ég svo eftir að hafa ekki bara sagt fokk it og farið einn. Þvílík snilld það hefði verið!!!

Birgir sagði...

Mr. Sicknote ...
frábær síða hjá þér í alla staði ... meira að segja betur uppfærð en hin lélega www.spurs.is !!!
" Þú hefur aðeins misskilið það sem ég skrifaði. Síðasta setningin gefur það til kynna að við áttum sigurinn alltaf skilið ;) "
Hvaða setningu ertu að tala um sem á að segja að við áttum alltaf sigurinn skilið ????
Eina sem ég sé út úr ummælum þínum er að Spurs unnu í dag ósanngjarnt !!!
Spurs spiluðu eins vel í dag og þeir þurftu .. spiluðu eins og sannkallað "stórlið" gerðu engar rósir og gerðu heldur enginn stórmistök !!! voru bara solid ... og svona vil ég sjá liðið vera , með sjálftraust og vera til í að takast á við hvaða hindrun sem er.

Sicknote sagði...

"Það ber þó ekki svo að skilja að við áttum ekki sigurinn skilið."

Þetta reyndar brýtur þá reglu að maður eigi ekki að hafa tvær neitanir í sömu setningunni.

Nafnlaus sagði...

birgir...take a chill pill.

sicknote er að segja að tottenham hafi átt sigurinn skilið allan tíman. Þessi tvöfalda neitun gerir þessa setningu hans svolítið óskiljanlega.

Mér finnst svolítið gæta pirrings í skrifum þínum birgir, bæði hér og á spurs.is síðunni. Mátt gæta þín aðeins á því, þar sem menn skrifa má misskilja illa, því það er erfitt að koma tilfinningum vel til skila á blaði, og það getur fokið í menn.
Við erum jú allir/öll hér í sama liðinu.

Það er nefnilega gaman að hafa þína innsýn hér með okkur þar sem þú ert jú staddur þarna úti og getur komið með skemmtilega púnkta, þá sérstaklega hvað varðar stemminguna á leikstað.

Stöndum saman og berum virðingu fyrir skrifum hvers annars.

Birgir sagði...

Ég biðst afsökunar Sicknote .. ég hef greinilega lesið þessa setningu over and over again og misskilið hana líka svona svakalega !!!
En sigurinn áttum við skilið alveg fyllilega.

Sicknote sagði...

Æji ég hef lennt í svona líka... að misskilja eitthvað og kommenta um það. Þannig að ég skil þig alveg Birgir, og þér svo sannarlega fyrigefið ;) Ég sá það líka um leið og þú kommentaðir að þetta var frekar torskilin setning hjá mér.