Það segir kannski meira en mörg orð um hversu mikilvægur leikur þetta er í mínum augum að ég hreinlega var búinn að gleyma að gera upphitun. Leikurinn gegn MK dons var mjög mikilvægur fyrir mér því ég vildi sjá okkur fara í gegnum fyrstu umferð. Nú er mér nokk sama. Af þeim 4 keppnum sem við tökum þátt í þetta tímabilið finnst mér þessi keppni skipta minnstu máli. Mér sýnist Jol vera á sama máli. Hann ætlar að leyfa helling af varaliðsmönnum að spila leikinn. Þannig á þessi keppni auðvitað að vera hjá okkur. Það er alveg nóg að þurfa keppa í deildinni og Uefa fyrir okkar bestu leikmenn. Það kannski spilar smá þátt í áhugaleysi mínu á þessari keppni að það virðist vera lítið um að leikir okkar séu sýndir. En þó mér finnist þessi keppni ekkert svakalega mikilvæg svona á byrjunarstigunum þá vill ég með öllu móti að ungu strákarnir komist aðeins áfram og fái smá leikrenslu. Það væri nú gaman að fá samt að sjá einn leik eða svo með leikmönnum á borð við menn sem ég kann ekki að skrifa nöfnin á :) ég reyni. Charley Lee, Dorian Derviette, Ifil og fleirri. En í leiknum í kvöld verður gaman að sjá hvernig Malbranqe stendur sig.
En ég hef þetta ekki lengra í bili enda hálf tilgangslaust að hita upp fyrir leik sem er ekki sýndur. Spái samt leiknum 4-0 fyrir heimaliðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Frekar slappur leikur af Spurs hálfu. Líklega enn að fagna sigrinum gegn Chelsea á sunnudaginn var. Stemmarinn á WHL var reyndar með fínasta móti, kom mér svoldið á óvart í svona leik. Uppselt var á WHL..
Markvörður Port Vale var reyndar í feyknastuði og bjargaði því sem bjargað varð á þeim bænum.
Margir leikmenn hjá Spurs í gær sem voru ekki að gera neitt góða hluti .. Ifil , Lee , Dervite, Malbranque , Lennon , Murphy , Barcham .. líklega þeir sem standa uppúr sem slöppustu leikmennirnir ... Hefði viljað sjá ungu strákana Ifil, Dervite og Barcham hlaupa úr sér lungum og gefa sig alveg 130 % í þetta.. ekki oft sem tækifærið gefst. En þeir ollu mér vonbrigðum, þá sérstaklega Barcham sem er bara frekar lélegur leikmaður og engann veginn framtíðargripur.
Dawson var mjög góður að vanda , eins og "kóngur" í ríki sínu í vörninni. Fannst Ghaly vera sterkur, leikmaður sem mér finnst vera að vaxa með hverjum leiknum. Átti marga fína , hættulega spretti fram á við og var duglegur. Davids var bara eins og hann á að sér að vera .. tæklandi allt og alla og var duglegur, átti ágætis leik. Huddlestone er auðvitað maður leiksins, með 2 mörk !! annnars er þessi drengur alveg svakalegur ..og á bara eftir að verða betri. Var yfirburðamaður á miðjunni og sýndi fádæma yfirvegun oftast nær ( eins og hann væri þrítugur ) , Defoe var óheppinn að skora ekki fleiri en þetta eina mark í leiknum, var rosalega duglegur og sýndi mikinn baráttuvilja, eitthvað sem ég fíla hjá strikerum. Berbatov var fínn eftir að hann kom inná..
Mestu vonbrigðin í leiknum líklega Lennon. Lennon kom inná og WHL trylltist af fögnuði ( trylltust reyndar þegar hann fór að hita ) , en svo sýndi strákurinn svo til ekkert eftir að hann kom inná .. flest sem hann reyndi mistókst og var þetta engann veginn dagurinn hans.. kannski ágætt, þar sem þetta var nú bara Port Vale.
Liðið sýndi samt þolinmæði í leiknum, því það er ekkert hlaupið að því að opna vörn hjá andstæðingnum þegar svo til allir eru þar !!! en þetta kom að lokum, eftir smá bakslag.
Góður sigur og Spurs komnir í fjórðungsúrslit í deildarbikarnum.. snilld að fá annaðhvort Wycombe eða Southend heima ...
Kveðja að sinni frá UK
Birgir
Já ég skal alveg trúa að við höfum ekki átt góðann leik. Ég tek þó undir að maður heldur varla vatni yfir Huddlestone. Það er bara best að hugsa þetta þannig að við höfum spilað 2 leiki í bikarnum og að meðaltali höfum við spilað vel :)
Ég er sammála því að Carling Cup hafi ekki yfir sér jafn mikinn ljóma og t.d. FA Cup, en það breytir því ekki að verðlaunin fyrir sigur eru þau sömu - UEFA sæti. Mér finnst þess vegna að við eigum að leggja sömu áherslu á þessar keppnir. Það er sama hvaðan gott kemur :)
Sko málið er ekki að mér sé slétt sama hvort við vinnum þennann bikar eða ekki. Þetta er spurning um áherslur og leikjaálag. Ég held því fram að til að halda liðinu svona í hæfilegri fjarlægð frá álagsmeiðslum sé ómögulegt að leikmenn geti spilað tvo leiki í viku og kannski annar leikurinn einhverstaðar í rassgatnistan í heilt tímabil. Þess vegna finnst mér að við ættum alltaf að stilla upp okkar sterkasta liði í Uefa og PL og láta svo bekkinn og ungu leikmennina spila þessa bikarkeppni. Ef það kostar það að við dettum úr þessum bikar í 3 umferð þá verður bara að hafa það. Ef við komumst langt í þessari bikarkeppni á varaliðinu er kannski allt í lagi svona seinna meir að styrkja byrjunarliðið til að tryggja bikarinn. En að mínu viti er of mikið að stilla upp okkar sterkasta liði í þremur til fjórum keppnum í einu. Við verðum bara að vona að ungu strákarnir okkar séu nógu góðir til að vinna þessa minni spámenn. Ef ekki þá eigum við alltaf aðra bikarkeppni til vara.
Ég ætla að gerast svo djarfur að segja að við þurfum ekkert að vinna þessar bikarkeppnir til að komast í Uefa. Við náum allavega 5. sætinu í deildinni.
Eins og ég sagði þá spilar það líka svolítinn þátt í þessu áhugaleysi mínu að maður sér engann leik í sjónvarpinu.
Skrifa ummæli