Nú er komið að annari umferð í Uefa cup. Við sigruðum Besiktas í síðustu umferð á eftirminnilegann hátt með 2 mörkum gegn engu á útivelli. Andstæðingarnir okkar nú er belgíska liðið Club Brugge. Leikurinn er á morgun fimmtudag kl: 20:00. Club Brugge gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Leverkusen í síðustu umferð. Það sem maður les frá herbúðum belgíska liðsins er að þeir telja sig eiga möguleika gegn okkur. Þjálfarinn kom til London að horfa á leik okkar gegn Watford og sagði að Spurs hefðu verið lakari en hann bjóst við. Við getum nú held ég alveg tekið undir það með þjálfaranum að við vorum mjög slappir að vinna ekki Watford. Club Brugge eru fullur sjálfstrausts eftir að hafa unnið síðasta leik sinn í deildinni 5-1. Með sigrinum komst CB í 5. sætið í deildinni.
Þó svo að við séum nú í efsta sæti riðilsins og okkar stærsta ógn Leverkausen hafi gert jafntefli í síðasta leik tel ég að sigur í þessum leik sé algjör nauðsyn. Næsti leikur er á útivelli gegn Leverkausen og við viljum ekki þurfa treysta á sigur í þeim leik. Við eigum alla möguleika á að vinna Club Brugge. Við höfum aðeins einusinni tapað leik á heimavelli í Uefa og Club Brugge hefur aldrei unnið enskt lið í Englandi (hafa unnið þau á heimavelli). Það er líka engin spurning í mínum huga að Club Brugge er töluvert lélegra lið en Spurs. Hinsvegar erum við í smá bobba. Það hefur verið mikið leikjaálag undanfarið og leikmenn eflaust orðnir þreyttir. Við erum á 6 dögum að fara spila 3 leiki. Næsti leikur okkar eftir þennann er á sunnudaginn gegn Chelsea. Það er spurning hvernig við tæklum þetta? Mun Jol stilla upp sínu sterkasta liði á móti Club Brugge eða hvíla nokkra mikilvæga leikmenn fyrir slaginn á sunnudaginn? Mín skoðun er sú að við getum vel verið með sömu vörnina í báðum leikjunum og hvílt þá svo á móti Port Vale á miðvikudaginn. Ég spá því einnig að við munum ekki stilla upp okkar sterkustu miðju. Við munum eflaust spila með Mido og Defoe frammi. Svona ætla ég að tippa á liðið.
-----------------Robbo--------------
Cimbonda---Dawson-----King----Ekotto
Lennon-----Ghaly-----Davids---Murphy
----------Defoe-----Mido------------
Ég spái því að Jenas og THUDD fái hvíld og Zokora, þó hann sé leikfær held ég að hann verði hvíldur. Ég hugsa líka að ef við verðum komnir í þægilega stöðu muni Jol vera fljótur að taka menn útaf til að hvíla þá. Líklega munu Clubb Brugge menn reyna að þétta vel til baka og treysta á skyndisóknir. Þar er Davids mjög sterkur kostur því þó hann sé kannski ekki lengur sá leikmaður sem hann var má hann eiga það að hann er vinnusamur og er góður í að hægja á skyndisóknum. Auk þess er Davids mjög reyndur leikmaður sem kemur sér vel í svona leikjum. Mér finnst líka nauðsynlegt að fara hvíla Jenas þar sem hann hefur verið undir miklu leikjaálagi.
Nokkrir Punktar
*Við höfum tvisvar spilað gegn Club Brugge. Það var tímabilið 84-85 þá töpuðum við 2-1 úti en unnum 3-0 heima.
*Þegar við unnum Uefa í annað sinn spiluðum við úrslitaleikinn gegn belgíska liðinu Anderlect.
*Árangur okkar í Uefa er :63 sigrar, 19 Jafntefli og 24 töp.
*Höfum unnið alla fjóra leikina í Uefa í ár og ekki enn fengið á okkur mark
*Árangur Club Brugge í Uefa er: 95 sigrar, 36 jafntefli og 73 töp.
*Frá upphafi höfum við aðeins tapað tveimur leikjum á dagsetningunni 2 nóv en aldrei tapað á heimavelli.
Ég spái áframhaldandi velgengni í Uefa og að við munum vinna leikinn 2-0 en ég spái því líka að þetta verði mikill baráttuleikur og jafnvel mikið um spjöld.
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það verður erfitt að velja fyrir þessa þrjá leiki. Líklega verður reynt að halda sömu varnarlínu fyrir leikinn í kvöld og á sunnudaginn. Það er ómögulegt að segja til um sóknarmenn. Miðjan er líka áhugaverð. Zokora er að koma aftur og spurningin er hvort Jol vilji að hann spili eitthvað í kvöld til að hita hann upp fyrir sunnudaginn? Mér finnst ólíklegt að hann skipti allri miðjunni út á milli þessara leikja. Líklega verður reynt að hafa eins sterkt lið og mögulegt er gegn Club Brugge og Chelsea og gera síðan 6-9 breytingar gegn Port Vale.
Þetta verður líklega erfiður leikur í kvöld. Liðið hjá þeim er nokkuð gott og nokkrir mjög reyndir leikmenn innan um. Markvörðurinn hjá þeim hefur vakið mikla athygli og talið er að mörg lið verði með njósnara á WHL í kvöld. Leikur FCK og Man Utd ætti að halda leikmönnum á tánum.
Ég giska á Lennon - Jenas - Hudd - Murphy á miðjunni og að Jol byrji með Berbatov og Keane frammi ...
Annars er þetta CB lið sýnd veiði en ekki gefin, hafa verið reglulegir gestir í Champ League undanfarin ár , þannig að þeir þekkja Evrópubolta mun betur við.
Þetta verður held ég hörkuleikur, sigur er alger must .. spái 1-0 ..
Er að fara á WHL að sjá Chelsea leikinn á Sunnudag og svo Port Vale á miðvikudag, geri einhvern veginn ráð fyrir að sjá tvö mismunandi lið spila fyrir Spurs. En það má ekki gleyma því að mörg lið hafa farið illa út úr því að ætla að hvíla of marga leikmenn þegar spilað er gegn minni spámönnum , sbr. Port Vale. !!! Allt getur gerst í bikarnum.
BTW ... við höfum unnið alla 3 leiki okkar í UEFA Cup á tímabilinu.. sá fjórði verður í kvöld :o)
Takk fyrir kommentin strákar. Takk fyrir leiðréttinguna Birgir við erum auðvitað bara búnir að spila 3 leiki í Uefa. Jæja þarf að drífa mig á pubbinn. Svakalega er ég spenntur. Elska þessa evrópuleiki okkar.
sammála algjört möst að vinna þennan leik. Ég geri svo sem ekki ráð fyrir að við náum að komast í eitthvað sem gæti kallast "þægileg" staða. En mikið væri samt gaman, svona einu sinni, að ná þessari þægilegu stöðu og ná að setja á þá nokkur mörk. Maður gæti þá horft á leikinn aðeins minna stressaður og jafnvel haft gaman af. Held að það væri einmitt sterkur leikur að nota Zokora uppá leikinn á sunnudaginn. Annars finnst mér alveg vera komin tími á að Lee fái tækifæri, finnst BAE ekkert alltof sterkur varnarlega og það er ekki gott sér í lagi þar sem hann er jú varnarmaður. Held að ég getir verið sammála með liðið að öðru leyti. Allavega algjör möst win leikur
Skrifa ummæli