Já öruggur sigur í kvöld. Club Brugge kom mér reyndar svolítið á óvart með því að vera með stórskemmtilegt lið. Ég átti einhvernveginn von á varnarsinnuðu liði og að þeir myndu spila mun fastar. En leikurinn allur í helid sinni var augnakonfekt. Við vorum meira léttleikandi en ég hef nokkurntíma séð. Það var hrein unun að fylgjast með leiknum. Mér fannst allir í liðinu vera spila bara mjög vel og þá einkum og sér í lagi Berbatov. Maður sér það best á þessum leikjum að það tekur leikmenn tíma að venjast ensku deildinni. En ég get ekki kvartað undan lélegri framistöðu neins leikmanns Spurs og gef því öllum A+ fyrir leikinn.
Það er náttúrulega ekki viðeigandi á svona gleðistundum en ég vill kvarta. Þó svo liðið hafi spilað virkilega vel og spilað sem ein heild þá finnst mér eitt vanta. Mér finnst eins og leikmenn séu ekkert voðalega mikið að skemmta sér á vellinum. Maður sér það hjá flestum liðum að þegar liðið skorar þá hópast leikmenn að markaskoraranum og allir fagna með. Ég gat varla séð að Berbatov né Keane stykki bros á vör eftir mörkin, hvað þá að leikmenn kæmu hlaupandi að þeim til að samfagna. Af einhverjum ástæðum voru Keane og Berbatov tvisvar í leiknum í einhverju rifrildi. Hvað er málið með það? Þú ert að sigra liðið og allt gengur vel og tveir leikmenn liðsins eru að rífast á vellinum. Ég veit ekki hvort fleirri tóku eftir þessu en mér fannst allir áhorfendur skynja þennann pirring og eftir seinna rifrildið heyrði maður varla neitt í áhorfendum. Mér fannst þetta allavega mjög leiðinleg atvik í annars skemmtilegum leik.
Nú getum við held ég bókað það að við komumust upp úr þessum riðli. Jafnvel tap á móti Leverkausen kemur ekki í veg fyrir að við komumst áfram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Flottur sigur hjá ykkur.
Ég horfði á seinustu 20 mín í fyrri hálfleik og leist mjög vel á það sem ég sá.
Tottenham spilaði mjög skemmtilegan bolta.
En mér fannst samt eins og menn ætluðu að sóla boltann inn í markið. Stundum þarf mar bara að dúndra á markið.
Mér fannst þeir fagna ágætlega. Það eru einhverjar myndir á vefsíðum sem eiga heima á jólakortum. Keane er alltaf eitthvað að tuða, hann er þannig. Ég horfði á leikinn á ITV 4 og eftir leikinn var talað við Robbie Earle, sem var á hliðarlínunni og hann talaði sérstaklega um hversu góður andi hefði verið í hópnum á bekknum líka. Defoe stóð sérstaklega upp eftir að Berbatov kom útaf og hrósaði honum fyrir leikinn.
En að leiknum sjálfum. Mjög góður seinni hálfleikur og flestir að standa sig vel. Berbatov var í sérklassa. Þetta er áttundi leikurinn í röð án taps, þannig að Jol virðist vera að ná áttum aftur.
Berbatov er nú þessi "svala" týpa, hann passar upp á að missa ekki kúlið - t.d. með brjálæðislegum fagnaðarlátum. Ég fílaða :)
Þetta var bara tær snilld .. og auðvitað er í lagi að láta aðeins heyra í sér þó að vel gangi .. Leikmenn verða aðeins að skiptast á skoðunum, annað væri bara ekki eðlilegt.
Vona að ég fái að sjá svona spilamennsku á sunnudaginn á WHL .. þá kannski vinnum við Chelsea í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni !!
Púlarinn: Þarna hitturu naglann á höfuðið. Það er alls ekkert mikið um langskot hjá liðinu okkar. Það enda of fáar sóknir með skoti. Stundum er eins og menn hafa einhvern skotkvíða ;)
Archibald: Það skrítna við þetta var að mér fannst liðið spila með mikilli leikgleði svona heilt yfir. En af hverju er Keane hættur að fagna á sinn venjubundna hátt? Mér finnst það alltaf fullkomna markið fyrir mér að sjá þá gríðarlegu gleði sem fylgir því að skora mark. Kannski er þetta myndatakan eða eitthvað en ég sá ekki þessa gleði.
einsidan: Kannski er það bara málið með Berbatov. Mér finnst það hinsvegar miklu skemmtilegra þegar menn missa sig af gleði. Það er miklu meiri einlægni í því. Ég vona samt að ég geti kvartað mikið undan því hvernig menn fagna mörkunum sínum á sunnudaginn :)
Birgir: Mér finnst allt í lagi að menn kvarti undan sendingum sem þeir fá eða fá ekki. Það þýðir bara að það sé metnaður í leikmönnum. En að rífast finnst mér allt of langt gengið.
Takk allir fyrir svörin!
Skrifa ummæli