Fyrir leik
Dagurinn byrjaði á þeim nótum sem hann mun enda. Ég vaknaði snemma í morgunn við veðurofsann og skreið fram í sófa með sængina og horfði á einhverja bestu mynd sem ég hef séð. Það er ekkert betra en að liggja undir sæng með video og heyra í veðurofsanum fyrir utan. Ég fór svo einhverntíma um kl 15:20 á barinn að til að horfa á leikinn. Þegar ég kem inn ræðst barþjónninn á mig með spurningu um hvort ég vissi hvernig Arsenal leikurinn fór. Í sannleika sagt vissi ég ekki einusinni að Arsenal væru að spila. Hann tjáði mér það að eitt af botnliðunum West Ham hafi unnið Arsenal 1-0. Til að gera þetta enn sætara sá ég í upphitun fyrir leikinn okkar sýnt úr leiknum. Þetta gat ekki verið sætara. Arsene Wenger brjálaður á hliðarlínunni til að fela vonbrigði sín. Á Klúbbnum voru svona um 30 manns. Ég átti von á að við værum svona ca. 5 Spursarar eins og venjulega. Þegar Chelsea skoraði heyrðust samt bara einstaka bölv. Það var hreynt ótrúlegt að þarna væru næstum því bara menn sem héldu með Spurs. Ef til vill voru þarna nokkrir að horfa sem héldu með öðrum liðum og vildu sjá Chelsea tapa. Í fyrra man ég að yfirleitt voru hið minnsta 20 menn að horfa á leiki Chelsea. Það er engu líkara en að þetta hafi allt verið bara stuðningsmenn Eiðs en ekki endilega Chelsea.
Leikurinn
Leikurinn fór fjörlega af stað. Chelsea hafði yfirhöndina fyrstu 20 mínúturnar. Fyrsta markið kom á 15 mínútu þegar Makelele af öllum mönnum skoraði glæsilegt mark. Eftir það tóku leikmenn Spurs sig saman í andlitinu og spiluðu glymrandi vel gegn sterkustu vörn deildarinnar. 10 mínútum eftir markið náðum við að jafna metin. Michael Dawson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta mark Dawson fyrir Spurs og eitthvað sem ég hafði beðið lengi eftir. Dawson hefur alltaf fagnað mörkum liðsfélaga sinna manna mest. Það var því ánægulegt að sjá hann loksins fá að fagna sínu eigin marki. Eftir þetta var Chelsea líklegri aðilinn til að komast yfir. Í raun meigum við teljast stálheppnir að hafa farið inn í hálfleik með 1-1 því mark Dider Drogba var dæmt af. Ég veit í raun ekki alveg hvað var ólöglegt við þetta mark en ég kvarta ekki. Það var í raun ótrúlegt að dómarinn var alls ekki að gefa Chelsea neitt extra í leiknum eins og sumir dómarar hafa verið staðnir af. Í byrjun seinni háfleik kom leikmaður að nafni Boulahrouz inná. Á 52. mínútu sýndi Robbie Keane að hann er enginn eftirbátur Ronaldhino. Hann gjörsamlega fíflaði Boulahrouz upp úr skónum og gaf glæsilega sendingu á Lennon sem skoraði fyrsta deildarmark sitt í vetur með að mér sýndis vinstri fætinum. Eftir að hafa aðeins verið á vellinum í 17 mínútur var Boulahrouz svo skipt af velli. Niðurlæging þessa leikmanns því fullkomin. Eftir síðara mark okkar tók við taugastrekkjandi hálftími. Ég skal fullyrða það að ég hef aldrei verið jafn taugaóstyrkur á ævi minni eins og þennan hálftíma. Þetta var næstum hálftíma stanslaus stórsókn Chelsea. Þeir kvenmenn sem halda því fram að karlmenn séu tilfinngalausir ættu kannski að taka upp á því að fara á barinn á leikdögum. Ég held að tilfinningaþrungnari andrúmsloft sé vart hægt að finna. Þarna voru menn að fara á límingunum og þegar skot Robbins skall í slánni undir lok leiksins voru margir á barmi hjartaáfalls. Þó svo að við vorum einum leikmanni fleirri á vellinum eftir brottrekstur Johns Terry vorum meigum við alveg teljast stálheppnir að hafa náð sigri í þessum leik.
Ég held að þessi leikur fari á topp 5 yfir skemmtulegustu leiki sem ég hef séð um ævina. Ég verð að gefa Chelsea prik fyrir framistöðuna í þessum leik. Drogba og Robbin sýndu fáa leikræna tilburði og leikurinn var þannig séð heiðarlega leikinn af báðum aðilum þó hart hafi verið tekist á á vellinum. Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei séð Chelsea leika jafn skemmtilegann bolta og í dag. Það sama má segja um Spurs. Ég hreinlega skil ekki hvað er að gerast með Spurs þessa dagana. Ég skal fúslega viðurkenna að leikir Spurs á síðasta tímabili voru fæstir skemmtilegir, þó ég hafi alltaf gaman af því að horfa á liðið mitt spila. Síðustu leikir hafa hinsvegar verið alveg hreint unun fyrir augað. Hvað sem er að gerast hjá liðinu þessa dagana vona ég bara að það haldi áfram.
Leikmenn
Það var hver einasti leikmaður spila glymrandi bolta í dag. Chimbonda var eins og elding um allann völl og varðist alveg gríðarlega vel. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta hafi verið hans besti leikur á ferlinum. King og Dawson voru líka alveg feikilega góðir. Þetta miðvarðarpar hlýtur að vera skrá sig á spjöld sögunar sem eitt af bestu miðvarðarpörum Spurs. Ekotto átti líka stórfínann leik. Lennon sýndi landsliðsþjálfaranum að þetta er besti hægri kanntur Englands í dag. Jenas var eins og veðhlaupahestur um allann völl og spilaði frábærlega. Ghaly spilaði sinn besta leik í Spurstreyju. Hrikalegar framfarir á þessum leikmanni. Ef þróunin heldur svona áfram verður þetta einn af bestu leikmönnum deildarinnar um áramótin. Robbie Keane átti sinn besta leik í heillangann tíma. Þvílíkt comback eftir að hafa ströglað í upphafi móts. Berbatov var einnig mjög grimmur og var stöðug ógn af honum. Hann sýndi það að þegar hann er búinn að finna sig almennilega í deildinni mun hann verða óstöðvandi. Mig langar ekki að velja mann leiksins þar sem allir eiga það skilið. Hinsvegar langar mig að minnast á leikmann sem mér finnst ekki hafa fengið verðskuldaða athygli fyrir leikinn í dag. Dider Zokora! Þessi maður er gjörsamlega þyndarlaus. Hann var að gera það nákvæmlega sama og Carrick gerði í fyrra en bara svo miklu meira annað líka. Hann er hrikalega góður varnarlega og mjög frambærilegur í sókninni líka. Hann var hlaupandi allann leikinn. Hann var gríðarleg hindrun fyrir leikmenn Chelsea á miðjunni og gerði þeim lífið leitt. En eins og ég segi þá eiga allir leikmenn Spurs skilið 10 í einkun fyrir leikinn í dag. Ég sver það að mér er orðið illt í andlitinu þar sem ég hef ekki hætt að brosa í allt kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Missti því miður af leiknum en þegar ég fékk að heyra úrlitinn hjá minni kæru systur, sem er klikkuð Spursari,þá ætlaði ég að taka missa mig.Svo var eftirvænting að sjá leikinn endursýndan á Skjásport,sem þá reyndar brást(eru nú að sýna A.Villa-Blacb.!!!)Frábær frammistaða hjá strákunum og rúsínann í pylsuendanum:Arsenal tapaði á síðustu mínutu og Wenger vælukjói tók kastið í lok leiks!Brilliant dagur! C.O.Y.S.
Þessi dagur var tær snilld í alla staði....
Að vera á WHL í dag var alveg frábært, sjá Spurs vinna Chelsea í fyrsta skipti í deildinni í 16 ár .. það er alveg svakalegt.
Stemmarinn á WHL í dag var með ólíkindum, minnti mig á leik sem ég sá á WHL ´95 þegar við unnum Gunners !!! Menn hættu aldrei að syngja og tralla. Gæsahúðin lék um líkama manns trekk í trekk, alveg æðislegt.
Búinn að fara á WHL örugglega um 30 sinnum, þessi leikur kemst án efa á topp 3 .. skemmtunin var hvílík og auðvitað skemmdi alls ekki fyrir að við unnum HELVÍTIS CHELSEA !!! Held að ég sé farinn að hata Chelsea meira en ég hata Gunners ... þó að ég hati Man Utd mest af öllum liðum í heiminum !!!
5.Nóv ´06 verður dagur í minnum manns for a long time .. dagurinn sem við unnum Chelsea "Loksins" ..
Gæti skrifað endalaust um ágæti dagisins, skemmtunina, stemmarann fyrir leik, á leik og eftir leik .. og þetta feita bros sem er á vörum mínum og á eftir að vera þar alla vega í nokkra daga.. en læt þetta duga í bili.
Ef menn vilja og þá bara að biðja .. þá gæti ég sett í full detail prematch, match, aftermatch report hérna inn.
Kveðja að sinni frá UK ....
Farinn með bros á vör í bólið ... Very Nice
Birgir
Ég vissi að þetta kæmi í dag!!!
Djö..öfunda ég þig að hafa verið á staðnum!Get ekki beðið eftir að komast á WHL í vetur! C.O.Y.S.
Tottenham.It's in my blood, it's in my veins.It's a dicease for there is no cure.
Takk fyrir kommentin Sperran. Endilega kíktu sem oftast.
Birgir;
Mér var oft hugsað til þín þegar maður sá stuðningsmenn á vellinum vera að fara á taugum. Ég öfunda þig meira en allt að hafa verið á WHL á þessum leik.
Ps? hvað þýðir þetta full detail prematch og það?
Archibald:
Ég sendi þér einn svona ;) fyrir að hafa trú á okkar mönnum.
Sicknote : Var nú bara að tala um eina létta "ferðasögu" ... ef einhver hefði áhuga á slíku !!
Birgir. Það væri alveg frábært ef þú myndir vilja skrifa eina ferðasögu um þennann leik. Það gæti ekki orðið neitt annað en frábær lesning. Ég alveg elska svoleiðis sögur. Endilega ef þú nennir máttu senda mér hana á spursarinn@gmail.com og þá get ég sett hana inn á bloggið sjálft.
Skrifa ummæli