Frábær sigur hjá okkar mönnum í kvöld. Það verður að teljast ansi sterkt að vinna Leverkusen á útivelli. Það var líka frábært að það skuli hafa verið Berbatov sem skoraði markið. Það er líka frábært að við skulum vera búnir að tryggja okkur upp úr riðlinum. Eins frábært og þetta allt var var samt svo mikið sem pirraði mig í leiknum. Pirringurinn stafar held ég aðalega af því að sá sem lýsti leiknum er svo gott sem ótalandi. Ég held að það sé ástæða þess að ég lét aðra hluti fara í taugarnar á mér. Dafoe, Zakora, Simmbonda, Mídú, hosspynna og Doddenham er aðeins brot af því sem maðurinn sagði. Þetta einhvernveginn varð til þess að maður gat aldrei almennilega einbeitt sér að leiknum. Ég vona að Sýn fari nú fljótt að sýna smá metnað í þessum málum. Ég veit ekki hvort er skárra fyrir íslenska tungu að hafa enska þuli eins og Sýn hefur kvartað undan við Skjásport, eða hafa mann sem talar íslensku á við 5-8 ára barn. Ég hallast að því að fyrri kosturinn sé skárri hvernig sem á málið er litið.
Annað sem ég hjó svolítið eftir í leiknum var að Keane er í svolitlum vandræðum með að skjóta boltanum. Það er eins og hann þurfi nánast að vera einn á móti marki til að láta vaða. Ég sá það 2-3 sinnum í leiknum að Keane var kominn einn á móti einum og í stað þess að skjóta þurfti hann að snúa sér í allavega 4 hringi og taka 3 gabbhreyfingar til að reyna að losna við varnarmanninn í stað þess að keyra í átt að marki. Í eitt skiptið var hann svo einn á móti einum og í stað þess að gera það sem allir góðir framherjar gera að taka manninn á, þá hljóp hann út að hliðarlínu til að geta sent boltann fyrir. Ég vill sjá miklu meiri markagræðgi í Keane og aðeins minna kvart og kvein. En Keane var samt sem áður mjög góður og vann vel í þessum leik. Þessi atriði bara stungu mig svolítið.
Ég spyr mig líka að því hvort Tainio og Lennon hafi verið tilbúnir í leikinn. Maður er ekki vanur að sjá þá svona atkvæðalitla.
Ég vill nú alls ekki bara minnast á það sem miður fór. Þessi úrslit eru frábær og það voru leikmenn inná vellinum sem voru að spila glimrandi vel. Dawson, Ekotto, King, Zokora, Keane og Berbatov voru mjög góðir. Steed sýndi mikla framför frá síðasta leik. Robinson hlýtur samt að teljast maður leiksins. Eftir að hafa verið frekar slakur það sem af er tímabili spilaði hann mjög vel í kvöld og varði á köflum frábærlega. Þarna allt í einu sá maður glytta í gamla góða Robbo.
Til hamingju með úrslitin allir Spursarar og njótið vel. COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Váá hvað ég er sammála þér með þennan þul þarna hjá Sýn. Maðurinn er algerlega ótalandi fyrir sjónvarp. Hann rumsar öllu út úr sér þannig að varla skillst nema annað hvert orð.
Sendið allavegana manninn í talkennslu !!!
Ég horfði nú bara á þennan leik á netinu. Það virðist líka vera happa :-) Hef horft á alla evrópuleikina þar. Spurning hvort að maður fari ekki bara að horfa á alla leiki þar.
Mér fannst bara ofboðslega sterkt hjá okkur að vinna Leverkusen á útivelli og búnir að klára alla útileiki okkar í þessari keppni með stæl. Maður verður bara rígmonntinn.
Miðað við færin sem við sköpuðum okkar áttum við að vinna þetta með 3-4 mörkum, en það er svo sem ekki hægt að klára öll færi. En leverkusen var ekkert að skapa sér nein almennileg færi, allt einhver skot utan teigs. Sem sýnir kannski hvað vörnin okkar er orðin rosalega sterk með King og Daws sem aðal menn. Chimbonda er líka óhemju góður leikmaður. Er bara svona rétt að átta mig á því núna upp á síðkastið.
Keane, Berbatov og Zokora voru frábærir í þessum leik fannst mér. Fyrsta snerting hjá Zokora er svo frábær að hann setur sig alltaf í góða stöðu þegar hann tekur á móti boltanum.
Ég á nú allveg eftir að meðtaka þennan Thudd sem allir eru að tala um. Finnst hann þunglamalegur og ekki skila boltanum vel frá sér.
Sammála þér með að Robbo hafi verið besti maður leiksins. Nokkur skot utan teigs sem voru nokkuð góð sem hann var að taka vel. Sérstaklega eitt þarna sem skoppaði rétt fyrir framan hann. Rosalega erfitt að verja svoleiðis skot.
Varðandi þuli. Ég hef aldrei haft gaman af þeim. Þetta er eitthvað sem virðist geta pirrað fólk endalaust og ég skil það vel. Ég bregð yfirleitt á það ráð að hlusta alls ekki á þá. Ég lækka í sjónvarpinu og set einhverja góða tónlist í. Það er tilvalið að velja einhverja klassík. Stundum geta síðan tónlistin og leikurinn fallið vel saman. Ég hvet ykkur eindregið til að prófa þetta. Þetta er líka betra fyrir heilsuna.
Já frábært að við getum allavega fagnað í evrópukeppninni því ekki hafa verið mjög mörg tilefni til þess í deildinni.
Archibald: Ég hef prófað að setja sjónvarpið á silent. Mér finnst það alveg vonlaust. Maður verður að heyra í áhorfendum og ekki síst dómaranum. Mér finnst alveg vonlaust ef ég heyri ekki flaut þegar eitthvað er dæmt. En í gær hefði ég svo innilega viljað að ég hefði bara getað sett einhverja tónlist á á meðan ég horfði á leikinn.
Þetta hefur ekki truflað mig. Ég hækka þó einstaka sinnum ef ég er ekki viss um hvað sé í gangi. Annar kostur er líka að alltaf er hægt að velja gæðatónlist þó svo að gæði leiksins valdi vonbrigðum. En ég skil vel að þetta er ekki fyrir alla.
Skrifa ummæli