Í gær talaði ég svolítið um hvernig markaskorar okkar fögnuðu eða eiginlega fögnuðu ekki mörkum. Ég komst að því þegar ég horfði á leikinn endursýndann á sýn fyrr í dag að menn fögnuðu vissulega mörkum sínum. Þetta sást samt ekki á þeirri stöð sem ég horfði á leikinn. Ég verð að því að kokgleypa blammeringar mínar í garð þessara leikmanna. Ég veit samt ekki hversu miklu máli öðrum finnst fagn leikmanna skipta. Mér finnst það einhvernveginn fullkomna gleðitilfinninguna sem fylgir því að liðið manns skorar mark.
En ég bið alla afsökunar á þessum skrifum mínum í gær.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er sammála. Það skiptir miklu máli að fagna vel og innilega. Það sýnir andann í liðinu.
Ég er sammála. Það skiptir miklu máli að fagna vel og innilega. Það sýnir andann í liðinu.
Skrifa ummæli