Hann Birgir sem kommentar hér reglulega skrifaði smá ferðasögu eftir leik Spurs og Chelsea. Ég fékk leyfi frá honum til að byrta hana hérna á aðalsíðunni. Endilega ef þið farið á leik þá megið þið skrifa ferða sögu og senda á spursarinn@gmail.com ég gjörsamlega elska þessar sögur. Þetta er hreint út sagt frábær saga, ég var með gæsahúð á meðan ég las þetta. Nú er ég orðinn heitari en nokkru sinni fyrr að fara á WHL. Njótð!
5 . Nóvember 2006
Vaknaði ég fyrir 9 á sunnudagsmorgni , líklega var spenningurinn of mikill.. svona eins og á jólunum þegar maður var lítill.
Var bara chillað um morguninn og svo var farið á lestarstöðina í St. Albans þar sem ég bý um hádegisbilið ( St. Albans er 80.000 manna bær rétt norðan við London ). Pabbi kom í heimsókn til mín um helgina, bara til að fara með mér á völlinn.
Eftir að hafa ferðast frá St. Albans til WHL mörgum sinnum, þá er ég búinn að komast að því að ef allt gengur eftir, þá er þetta rúmlega 45 mín ferðalag... Það var ekki svo auðvelt í þetta skiptið.
Endalausar viðgerðir á lestarkerfinu gerði okkur erfitt fyrir ... King Cross var lokuð og Victoria Line ekki að ganga sem skildi. Eftir 2. lestir, 4. strætóa og tveimur tímum seinna vorum við loksins fyrir utan völlinn !!
Var byrjað á því að skella sér í Tottenhambúðina, en reyndar verslaði bara einn límmiða i bílinn en pabbi gamli verslaði sér Spurs úlpu, húfu og eitthvað fleira.
Nú var maður orðinn frekar þyrstur svo pöbbinn var næstur á dagskrá. Fórum við á Bell & Hare sem er við hliðina á vellinum og skelltum í okkur nokkrum drykkjum og drukkum í okkur stemmninguna sem var að byggjast upp. Pöbbinn við hliðina byrjaði að syngja og þá fórum við að syngja og svo var sungið saman. Frekar gaman og maður fékk alveg gæsahúð.
Um hálftíma fyrir leik yfirgáfum við svo pöbbinn og leiðin lá í hólf H í East Stand ... vorum þar með sæti á fremsta bekk. Hólf H er svotil á móts við vítapunkt á langhliðinni.
Skellti maður smá veðmáli á leikinn hjá Ladbrokes ( auðvitað á Spurs sigur ) og svo var farið í sætið. Þar sem við vorum á fremsta bekk í upperstand, þá vorum við eiginlega með borð fyrir framan okkur, frekar nice. Einnig hægt að nota þetta “borð” sem trommu.. sem maður gerði mikið á meðan á leik stóð.
Áður en leikurinn byrjaði fann maður hvað það var mikill hugur í stuðningsmönnum Spurs fyrir þennan leik, þennan leik átti að vinna.
Ekki byrjuðum við leikinn vel, en aldrei hættu áhorfendur að tralla og syngja og styðja liðið ... það átti eftir að borga sig.
1-1 í hálfleik ... Makelele og Dawson.
Sigurmarkið kom svo fljótlega í seinni hálfleik, og við vorum með hið besta view. Keane leikur sér að Chelseamanni á vinstri kantinum ( þeim megin sem við sátum ) , sendir fyrir, boltinn endar hjá Lennon sem plater Cole og setur hann svo örugglega í fjærhornið.. snilldarmark og allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Það gjörsamlega trylltist allt af fögnuði .. og stóð yfir nokkuð lengi.
Svo tók við rúmur hálftími í stressi ... stangarskot hjá Robben ( hjúkk ) og svo fengum við líka færi ...
Svo þegar flautað var til leiksloka ætlaði þakið að rifna af stúkunni .. fólk fagnaði eins og Spurs hefðu orðið heimsmeistarar !! þetta var rosalegt. Að ná “loksins” að vinna Chelsea er eitthvað sem allir eru búnir að bíða eftir í 16 ár.
Maður var alveg í skýjunum, með gæsahúð og með bros út að vör...
Svo var farið í Ladbrokes á vellinum að sækja vinninginn ( 5000 kall ) .. þaðan var síðan farið á pöbbinn sem er við hliðina á Bell & Hare ... þar var sungið alveg hástöfum allan tímann sem við vorum þar og stemningin ekkert ósvipuð og hún var inná WHL ... svo uppúr 19.30 var ákveðið að halda heim leið ... frábær dagur í Norður-London á enda.
Held að það verði erfitt að toppa þennan dag á WHL í bráðina, nema við vinnum Gunners í apríl !!! Stemmningin á WHL var með eindæmum, minnti mig á fyrsta leikinn sem ég sá á WHL, gegn Gunners ´95 sem við unnum 2-1 .
Svo heldur gamanið áfram á næstunni ... 3 leikir framundan að sjá á WHL , vs Port Vale , vs Wigan og vs Dinamo Bukarest. Geri ekki ráð fyrir skemmtun, stemmningu og fjöri í líkingu við þennan leik gegn Chelsea, en gaman verður þetta engu að síður. Alltaf jafn gaman að fara á WHL, mér líður alltaf eins og ég sé að fara þangað í fyrsta skiptið.
Kveðja frá UK
Birgir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta er bara til þess að gera mann enn óþolinmóðari að komast á næsta leik.kemst því miður ekki fyrr enn í mars/apr. að öllu óbreyttu en iða í skinninu!Semsagt takk f. góða ferðasögu á WHL.C.O.Y.S.!
já, sammála því sperran. Gerir mann þvílíkt spenntan fyrir því að fara á næsta leik. Hann verður sennilega um svipað leiti og þú, sperran.
Flott, ekki verra að hittast og fá sér einn svellkaldan fyrir leik.
Skrifa ummæli