Jæja nú er á mörgu að taka. Við náðum að vinna annann úrvalsdeildarleikinn í dag. Ég ætla að lýsa því yfir núna að lægðin sé yfirstaðin. Mér fannst algjör bragarmunur á liðinu frá því sem maður hefur séð hingað til í síðustu tveimur leikjum. Maður er samt ekkert of öruggur með sigur í næsta leik þar sem við erum að fara mæta heitasta liði deildarinnar. En að leiknum í dag. Ég tel það hafa verið hárrétta ákvörðun hjá Jol að hafa Mido á bekknum í þessum leik eftir ummæli hans.
Markið hans Murphy var algjör snilld!!! Það skrifast reyndar að hluta til á David James þar sem hann var of seinn að átta sig. En að skora mark eftir nokkra sekúndna leik er náttúrulega byrjun sem allir óska sér. Mér fannst enginn leikmaður í okkar liði eiga slakan dag í dag og mér fannst ég sjá glytta í gamla takta hjá Defoe. Lánleysi Jenas hélt áfram í dag en ágætis leikur samt. Dawson var algjörlega frábær. Ghaly sýndi að hann hefur hæfileikana til að spila í Spurstreyju þó hann þurfi aðeins að slípa leik sinn að ensku deildinni. Já liðið var bara fínt í dag. En ég er samt ekki sáttur. Ég er gjörsamlega brjálaður yfir hegðun Zokora í leiknum. Zokora henti sér í jörðina í vítateig Portsmouth og fiskaði þar með víti. Maður hefur hingað til flaggað því við stuðningsmenn annara liða að Spurs sé líklega eina liðið í deildinni sem er bara með fótboltaleikmenn en enga fótboltaleikara. Þetta tókst Zokora að eyðileggja fyrir stuðningsmönnum Spurs í dag. Munið þið eftir atviki í leik Slavia Praha og Spurs þegar R.Keane rann á sleipu grasinu og spratt á fætur og veifaði vísifingri í átt að dómaranum til að gefa það til kynna að það hafi ekki verið brotið á honum? Þetta er það sem ég er að tala um! Svona vill ég að mitt lið leiki. Það sást líka þegar Zokora fiskaði var enginn sem heimtaði vítaspyrnu (sýndist mér)nema Zokora. Það var ekki einn leikmaður sem kom og gaf Zokora klapp fyrir þessa tilburði. Í algjörri hreinskilni myndi ég heldur viljað hafa náð jafntefli úr leiknum frekar en að orðspor félagsins hafi verið svert með svona leikaraskap. Ef ég réði eitthverju í Spurs myndi ég sekta Zokora fyrir þetta.
Note to self: skrifa við tækifæri um markvörðslu Robbo á lokamínútunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Djöfull var gaman á WHL í dag. Þetta atvik með Zokora var ekki alveg það sem maður vill sjá hjá Spursleikmönnum... en þetta er búið og gert og ekkert við því að gera. Hann á eftir að fá nóg af skítkasti í fjölmiðlum, ekki fræðilegur að klúbburinn geri eitthvað í þessu.
3 stig eru 3 stig.. og við virkilega þurftum á þessum þremur stigum að halda. Myndi samt ekki segja að við hefðum fengið þessi 3 stig út á svindl.. við fengum þessi 3 stig fyrir að spila vel ( mestan hluta leiksins ) og að vinna vel fyrir þessum þremur stigum.
GO SPURS
SPURS 4EVER
Varstu á leiknum Birgir? oh ég er að drepast mig langar svo á WHL.
En ég myndi nú segja að 2 af þessum þremur stigum væru illa fengin. Ég er viss um að ef Zokora hefði ekki tekið dýfu og fengið víti hefðum við lagt okkur meira fram um að skora og tekist það. Þá hefði sigurinn verið sanngjarn.
Ég vill að gagnrýnin komi fyrst og fremst úr okkar herbúðum. Ég er ekki að tala um að svívirða hann eða neitt þannig. Ég vill bara að hann fái þau skilaboð að það er enginn tilbúinn að sætta sig við þetta, ekki einusinni aðdáendur Spurs. Þetta er nefninlega ekki fyrsta skiptið sem hann tekur dýfur og ég vona að þetta verði til þess að þetta verði hans síðasta dýfa.
Ég veit að Spurs á ekki eftir að taka á þessu af neinni alvöru. En að Jol skuli reyna með semingi að verja gjörðir Zokora er náttúrulega bara vitleysa. Ég vona að Zokora og/eða Jol biðji aðdáendur og andstæðingana afsökunar á þessu. Ég mun aldrei sætta mig við að okkar menn nái árangri með þessum hætti.
En eins og ég sagði voru mikil batamerki á liðinu og ég get huggað mig við að hafa séð að öðru leyti fínann leik.
Sæll,
Gæti ekki verið meira sammála þér. Óþolandi að Zokora skuli setja okkur á sama plan arseanal. Hef séð hann gera þetta áður í leikjum með okkur. Því miður þá náðum við okkur í diver og ég held að hann sé ekkert að fara að breyta því.
Þar sem maður býr hérna í UK verður maður að nýta tækifærið og fara eins oft og maður getur á WHL ... alltaf jafngaman.
Þessir Afríkubúar virðast allir byrja á því að taka nokkrar dýfur þegar þeir koma í enska boltann.. Diouf, Drogba ... og nú Zokora.
Það á eftir að skíta yfir hann hægri vinstri í fjölmiðlum og vonandi verður það honum "víti" til varnaðar og hann hættir þessu. Drogba virðist t.d. búinn að átta sig á því að hann var ekki mjög vinsæll þegar hann var alltaf að taka dýfur.. en hættur því núna. Zokora á vonandi eftir að læra af þessu og standa í lappirnar.
Skrifa ummæli