mánudagur, október 30, 2006

Slúður

Ég hef ekki rætt slúður hérna í háa herrans tíð og tími til kominn núna. Það hefur margt gerst í slúðurheiminum síðustu daga og vikur. Mér finnst alltaf gaman að ræða slúður og spá í því. Við skulum samt ekki missa sjónar af því að þetta er slúður.

Mér langar að byrja á Aston Villa. Þá er ég ekki að tala um atvikið þar sem Defoe át næstum hanlegginn af einum leikmanninum heldur slúður um leikmannakaup. Í byrjun mánaðarins bárust slúðurfregnir um hugsanleg kaup Villa á J.Defoe. Ég set linkinn hér með fréttinni. Nú stuttu seinna segist O'Neill ætla að kaupa Robbie Keane, linkur hér. Ég veit eiginlega ekki hvað málið er með þetta. Við erum hvorki að fara selja Keane né Defoe í janúar, það er bara þannig. Þannig að ég sef alveg rólegur yfir þessu slúðri.
Svo var verið að bendla Shaun Wright-Phillips við okkur í janúar. Þetta gæti orðið spennandi kaup. Pælið í því að hafa Lennon og SWP á köntunum! Við gætum næstum bókað mark úr hverri skyndisókninni. Defoe, Lennon og SWP væri náttúrulega hraði sem myndi kveikja martraðir hjá hvaða vörn sem er. En ég tel litlar sem engar líkur á að SWP komi. Chelsea kom því ágætlega til skila í sumar með sölunni á Duff að þeir eru ekki að selja leikmenn sína til nágrannaliða. Ég er heldur ekkert viss um að SWP myndi vilja standa í skugganum á Lennon þegar hann gæti orðið aðalmaðurinn hjá flestum öðrum liðum.

Svo er það það nýjasta. Beckham á leiðinni? Ég stórlega efast um það. Ég hefði ekkert á móti því að fá Beckham, alls ekki. Okkur vantar almennilegann sókndjarfann miðjumann og Beckham hefur staðið sig mjög vel sem slíkur. Tainio getur spilað þá stöðu í fjarververu Jenas en hann er bara of mikill meiðslakall. Okkur veitir heldur ekki af einum svona leikmanni sem getur dreift spilinu með hnitmiðuðum sendingum eftir brotthvarf Carrick. Ég held hinsvegar að Spurs sé ekki í meistaradeild og rekur harða launastefnu. Ég hef meiri trú á að hann fari til Ítalíu, USA eða verði áfram á Spáni.

Svo er eitt sem ég vill vellta upp hérna í lokinn sem er ekki slúðurtengt. Ég vill prufa að hafa Lennon á vinstri kannti og Jenas á hægri á meðan við bíðum eftir Steed. Jenas fannst mér sýna sínar bestu hliðar í fjarveru Lennons á hægrikanntinum fyrr í vetur. Lennon getur spilað með mikilum ágætum á vinstrikanntinum. Ég er ekki að staðhæfa að það sé rétta leiðin en mér finnst á það reynandi. Þá erum við með almennilegann sóknarþunga á báðum könntum.
þetta verður þá ekki lengra að sinni. Segið endilega ykkar skoðun.

4 ummæli:

Birgir sagði...

Við þurfum ekkert Beckham .. Malbranque er að komast í gang og hann verður þessi attacking midfielder sem við þurfum.
Held að það verði bara tóm steypa og læti í kringum liðið ef Beckham kemur, eitthvað sem við þurfum ekki á að halda. Sjáðu bara hvað kom fyrir West Ham þegar Argentínumennirnir komu !!!
Líst ekkert illa á að hafa Jenas á hægri kanntinum, kallinn er mjög fljótur og myndi eflaust gera góða hluti þar, Lennon á vinstri er ekkert verra fyrir hann en að vera á hægri !! þannig að þetta er líklega bara nokkuð góð lausn.
* SWP er ekki að fara frá Chelsea, punktur.
* Hvorki Keane né Defoe eru til sölu og verða tilboðum neitað hið snarasta ef þau koma.
Ég sé einhvern veginn ekki fram á miklar breytingar á hópnum í Janúar, stórefa að það verði keypt eitthvað og jafnframt held ég að það verði enginn seldur.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekkert spenntur fyrir Beckham. Hópurinn er nokkuð góður eins og er. Það er mikilvægt að Malbranque sé að stíga úr meiðslum og Tainio og Zokora líka. Það er gríðarlega mikið af leikjum á næstunni og því verður að notast við allan hópinn. Við þurfum að venjast því að spila oftar og ég tel okkar ekki mega missa neina leikmenn. Við þurfum Davenport, Gardner og alla framherjanna, Murphy, Ghaly o.s.frv. Ef við ætlum að kaupa leikmann þarf hann að hafa bæði reynslu og hæfileika til að geta bætt hópinn. Þrátt fyrir jafnteflið gegn Watford, þá er ánægjulegt að liðið heldur hreinu. Ég er að vona að liðið nái að halda hreinu svolítið lengur og þá ætti þetta að geta orðið spennandi.

Sicknote sagði...

Sko ég var sjálfur enginn Beckham aðdáandi. Mér fannst þetta tísku drottning og bara einhver fígúra. En ég hef séð hann nokkrum sinnum með Real og enska landsliðinu og hef öðlast aðra sýn á kappann. Hann er vinnuhestur og leggur sig allann í leikinn. Oft á tíðum í fyrra sá ég leikmenn Real spila eins og þeir nenntu þessu ekki en mér fannst samt Beckham alltaf leggja sig 100% fram. Þetta er fyrrum fyriliði enska landsliðsins og gríðarlega reynslumikill. Við erum með unga menn eins og Lennon, Ghaly, Mido, Thudd og fleirri sem gætu alveg nýtt sér reynslu Beckhams. Þannig að ég tel að Beckham sé fengur fyrir öll lið.

Þanngi að ég myndi vera sáttur ef hann vildi koma. Hann er hinsvegar ekki draumaleikmaðurinn minn. Þeir eru all nokkrir sem ég myndi vilja fá frekar. En við erum Spurs og fáum ekki allt sem við viljum ólíkt Chelsea.

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þér um Becham. Hann er að sjálfsögðu reynslumikill og hann leggur sig alltaf fram. Hann sýnir góðan karakter. Aldurinn er hugsanlega svolítið áhyggjuefni en það er rétt sem hefur verið bent á að hraði hefur aldrei verið hluti af hans leik. Ég man t.d. að þegar hann var upp á sitt besta hjá Man Utd þá steig hann yfir boltann til að vinna sér tíma fyrir fyrirgjöf. Hann er reyndar gríðarlega einfættur. Það sem hann gerir vel gerir hann yfirleitt betur en flestir aðrir. Ég myndi ekki vera ósáttur við að fá hann en er heldur ekki gríðarlega spenntur. Ég held við séum enn á því stigi að þurfa að vera þolinmóð og gefa liðinu tíma til að þroskast og vaxa. Ef við höngum annað ár inni í Evrópukeppni þá fara enn fleiri hjól að snúast.