fimmtudagur, október 26, 2006

MK Dons 0 - Spurs 5

Já við unnum MK Dons stórt. Það er kannski ekki hægt að segja Spursaðdáendur hafi endilega átt von á þessu. Fyrir ári síðan töpuðum við geng Grimsby í Carling bikarnum og nokkrum mánuðum síðar var það Leichester sem sló okkur út úr FA bikarnum. Það var því nokkur eftirvænting eftir þessum leik. Það var vissulega þungu fargi af manni létt þegar fréttir fóru að berast af mörkum í þessum leik. Nú loksins getur maður gleymt þessu síðasta bikarári. Ef ég hefði átt að giska á úrslit fyrirfram hefði ég búist við kannski tveggja til þriggja marka sigri okkar. En að vinna þá með 5 mörkum á útivelli er frábært. Það var hálfskrýtin tilfinning að geta ekki horft á leikinn þar sem engin sjónvarpstöð sýndi hann. Maður er vanur að fá að sjá þá leiki sem maður vill sjá.
      En að sjálfum leiknum. Við stilltum upp svona blöndu af vara- og aðalliði gegn MK Dons. Liðið var þannig skipað
-----------------------Cerny-------------------------
Stalteri-----Gardner-----Davenport----Ziegler
Ghaly---------Huddlestone-----Davids----Murphy
-----------------Defoe---------Mido------------------

Ég átti einhvernveginn von á því fyrir leikinn að Jol myndi hafa Lee Barnard frammi með kannski Mido eða Keane þar sem það hefur verið mikið leikjaálag á Defoe. Svona eftir á að hyggja var kannski sniðugast að hafa Defoe og Mido frammi. Mido þarf leikæfingu og Defoe þurfti að finna netmöskvana. Þessi leikur gæti virkað sem stökkpallur fyrir liðið og sjálfstraust leikmanna. Ég ætla að setja inn video með samantekt af leiknum hér að neðan. En mér langar að benda á svolítið í leiknum sem betur má fara. Takið eftir því hvernig liðið fagnar mörkunum. Ég hef alltaf virt Morinho fyrir það hvernig hann lætur menn fagna mörkum. Það taka allir þátt í fagninu. Þetta að sjálfsögðu þjappar liðinu saman. Það er ekki aðalmálið að þessi eða hinn leikmaðurinn skoraði heldur að liðið skoraði og því eiga allir leikmenn sem hluti af liðinu að fagna markinu. Í þessum leik voru bara nokkrir sem tóku þátt í fagnaðarlátunum þegar liðið skoraði. Þetta er svosem ekkert háalvarlegt mál, en þetta er bara eitthvað sem ég rek alltaf augun í.

Ég vill að lokum óska öllum Tottenhamaðdáendum til hamingjum með sigurinn. Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir. Hér er videoið af leiknum. Njótið snilldarinnar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djöfull, ég fæ bara hljóðið.

Birgir sagði...

Klassasigur ... ekki á hverjum degi sem Spurs skorar 5 mörk í leik. Nú eru allar flóðgáttir opnar, vona bara að þetta sé það sem koma skal hjá Spurs .. maður vill fara að sjá almennilegan sóknarbolta og sjá liðið skora mörk ..
En sigurinn í gær var alveg frábær og óska ég öllum Spursurum fjær og nær til hamingju með líka þennan góða sigur.

Sicknote sagði...

Freezer. Ég veit ekkert um tölvur en linkurinn virkar hjá mér.

Birgir. Ef við þetta verður til þess að við náum annað hvort að skora fleirri en 3 mörk í deildinni eða þriggja marka sigur mun ég verða ánægðasti maður í heimi.

Finnst það samt glatað að hafa ekki séð leikinn í gær. Loksins þegar Spurs býður upp á markaveislu.