Jæja nú þarf ég eitthvað að breyta þessu fyrirkomulagi hjá mér. Málið er að ég eyði orðið of miklum tíma í þessa síðu. Málið er að upphitanirnar taka gríðarlegann tíma fyrir mann sem er jafn lítill tölvukall og ég. Nú þegar við erum að spila jafnvel 2 leiki á viku er þetta orðið bara alltof mikið. Aðal tíminn í þessum upphitunum fer í heimildarvinnu og uppsetningu.
þegar ég ákvað að opna síðuna ætlaði ég að nota hana mikið í að segja mína skoðun og svona auk þess að hafa upphitanir. Málið er bara að ég hef eiginlega bara engann tíma í að skrifa um það sem mér liggur á hjarta. Sérstaklega ekki þegar við erum að spila 2 leiki í viku. Ég veit ekki ennþá hvernig ég á að breyta þessu. Hvort ég eigi að taka bara svona stærri leiki og gera upphitun fyrir þá eða einfalda þessar upphitanir og hafa þær bara styttri. Hvað segið þið? Á ég að gera kannski eina til þrjár upphitanir (í því formi sem þið þekkið) í mánuði eða á ég að taka stutta upphitun fyrir hvern leik? Þá myndi ég hita upp bara með minni skoðun og sleppa mest allri heimildarvinnu um hitt liðið.
Með þessu fæ ég meiri tækifæri til að skrifa um hluti sem mér dettur í hug. Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr ;)
En endilega segið mér hvað ykkur finnst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Ég mæli eindregið með stuttri og góðri upphitun fyrir hvern leik .. líst mun betur á það heldur en bara örfáar langar upphitanir.
Anyway, keep up the good work. Þessi síða er að gera góða hluti, maður mætir reglulega að skoða og commenta.
kv. frá UK
Birgir
Takk fyrir svarið Birgir.
Ég skal prófa einn svona stuttann fyrir Club Burgge leikinn og sjá hvernig það gengur ;)
sko mér finnst að upphitunin þurfi ekki að vera svona mikil heimildar vinna. Allt í lagi að segja þetta allra helsta um hitt liðið. Þetta ætti heldur að vera meira svona vangaveltur um leikinn sjálfan, uppstilling á liðinu, leikaðferð okkar og andstæðinganna og hvernig væri best, að þínu mati, að spila á móti viðkomandi liði o.s.frv. Samt helv. gott hjá þér, alltaf gaman að kíkja á síðuna og lesa pistlana
Thanks mystery man ;) Já kannski er það bara málið. Skapar líklega líka meiri umræðu ef þetta eru skoðanir en ekki staðreyndir.
já stuttar upphitanir er málið, klárlega !
Reyndu endilega að skrifa sem oftast og ekki sprengja þig á vinnu! Þetta er góð síða. Mér líst vel á að þú skrifir oft og stutt frekar en sjaldnar og lengra. Þetta er góð viðbót við hina síðuna.
Takk fyrir svörin strákar. Ég held að þetta sé þá ákveðið ;) Stutt upphitun fyrir hvern leik.
Skrifa ummæli