þriðjudagur, október 10, 2006

Berbatov orðinn snarbilaður?

Já Berbatov missti algjörlega stjórn á skapi sínu og jós úr skálum reiði sinnar á blaðamannafundi búlgarska landsliðsins á dögunum. Hann var að svara gagnrýni varaforseta búlgarska knattspyrnusambandsins þar sem Berbatov og liðsfélagar hans voru sakaðir um að leggja sig ekki alla fram í síðasta landsleik. Berbatov missti eins og áður segir stjórn á skapi sínu og sagði að kannski ætti varaforsetinn að spila næsta leik. Þessi ummæli virðast hafa farið eitthvað illa í v.forsetann og verður Berbatov nú sektaður fyrir ummæli sín. Svo tala menn um að Mido hafi klúðrað málunum með landsliði sínu fyrr á þessu ári. Ég held að Berbatov hafi nú toppað þetta núna.

Mér finnst þetta algjör snilld! Þetta var auðvitað allt skrifað í kaldhæðni. Ef að þessi frétt er rétt finnst mér v. forsetinn gera sig að fífli með þessari refsingu. Þetta komment Berbatovs er svo langt innan velsæmismarka.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dont understand language?

Sicknote sagði...

Hum? Is that a question?
Yes I do understand the language :)

Birgir sagði...

Þetta er nú bara hlægilegt... ég hefði persónulega bara svarað varaformanninum og fyrrverandi landsliðshetjunni Lechkov á svipuðum nótum !!!
Mér finnst bara Berbatov vera frekar svalur náungi að svara svona gagnrýni og líka þennan glettin hátt.