Sanngjörn úrslit? Nja, við áttum hættulegri færi. Við vorum betri aðilinn. En heilt yfir jú ég er sáttur. Ég er sáttur við leikmennina okkar og er sannfærður um að lægðinni sé lokið. Ef Defoe spilar fleirri svona leiki eins og í dag mun hann verða framherji nr. 1 hjá okkur. Þvílík ákveðni og sigurvilji. Hann geislaði af sjálftrausti. Zokora var líka rosalega fínn í dag. Mér finnst hann eiginlega hæfari sem svona sókndjarfur miðjumaður. Maður hugsar óneitanlega um hversu gott par Carrick og Zokora hefðu orðið. Mér finnst ég sjá Ghaly vaxa með hverjum leiknum sem hann spilar og einhverra hluta vegna er Murphy farinn að standa sig ágætlega. Mér fannst Ekotto eiga stórleik. Hann var með hreðjartak á Agbonlahor nánast allann leikinn. Dawson var sem fyrr frábær. Davenport spilaði líklega sinn besta leik í Spurstreyju. Talandi um Davenport. Þegar ég sá vítið sem var dæmt á hann fannst mér hann ekki snerta Agbonlahor er þetta vitleysa hjá mér? Það eiginlega hlýtur að vera fyrst Davenport mótmælti þessu ekki. Mér fannst Robbo ekkert svakalega öruggur í markinu þó hann eigi ekki sök á markinu. Mér fannst hann eitthvað svo mikið á hælunum og hikandi. Svo verð ég nú að segja að ég var ansi hræddur þegar vítaspyrnan var dæmd á okkur. Nú er ég ekkert að gera lítið úr Robbo en hann er nú líklega einn lélegasti vítabaninn í deildinni. Ég man bara ekki eftir að hafa séð Robbo nokkurntíma verja víti. Veit einhver hvort hann hafi varið víti sem Spursleikmaður?
Fyrst ég er byrjaður á neikvæðni þá get ég alveg eins haldið áfram. Ég ætla að taka fram sleggjuna núna. Berbatov fær að kenna á því núna. Hvað er málið með manninn? Mér fannst framlag hans í leiknum alveg til skammar. Ég hugsa að hann hafi ekki náð einum skallabolta allann leikinn. Ég held að ég hafi bara aldrei séð mann jafn sérhlífinn eins og í leiknum í dag. Svo eru það oft litlu hlutirnir sem fara í taugarnar á manni líka. Ég sá Berbatov taka eitt skot að marki í fyrrihálfleik. Myndatakan var ansi góð því að ég sá það á Berbatov áður en hann skaut að það yrði ekkert úr þessu. Þetta var fínt tækifæri en vantrúin sem skein af andliti Berbatov þegar hann var að taka skotið var öllum ljós. Þegar við keyptum Berbatov vorum við að kaupa "stórann" framherja. Takið eftir því að stór er innan gæsalappa. Það sem er átt við með "stór" framherji er leikmaður sem er góður skallamaður og líkamlega sterkur. Ekki leikmaður sem er yfir einhverri ákveðni hæð. Málið með Berbatov er að hann spilar eins og lítill framherji. Hann er langt frá því að vera líkamlega sterkur eða góður skallamaður. Mér finnst meira að segja Defoe vera sterkari en Berbatov. Kannski á Berbatov bara eftir að finna sig í enska boltanum? Ég ætla allavega að gefa honum aðeins lengri tíma til að finna sig.
Fyrst ég er byrjaður að rakka niður leikmenn langar mig að koma því frá mér að ég er orðinn ansi þreyttur á Ledley King. Þetta er án efa einn af bestu varnarmönnum evrópu ÞEGAR HANN ER HEILL. Maðurinn er gjörsamlega alltaf meiddur. Ég spái því að hann eigi kannski eftir að ná að spila helming leikja okkar í vetur. Er virkilega hægt að treysta á svona mann? Í mínum augum er Dawson orðinn okkar sterkasti varnarmaður. Hann er þó allavega til staðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Defoe og Zokora voru mjög góðir í þessum leik, en sá sem mér fannst standa upp úr var Chimbonda. Það fór ekkert fram hjá honum allan leikinn, og hann var mjög líflegur fram á við. Eftir að Davenport var síðan rekinn út af og Chimbo færður í miðvörðinn reisti hann sinn eigin berlínarmúr inni í teignum. Frábær frammistaða!
Það er rétt. Chimbonda var einnig mjög góður. Hann er einn af fáum sem hefur staðið sig vel heilt yfir frá upphafi tímabils hjá okkur.
Skrifa ummæli