mánudagur, september 25, 2006









Tottenham                      Slavia Praha

Fimmtudaginn 28 sept. Kl: 19:00 á White Hart Lane
Slavia Praha
Gælunafn: Seweds
Stofnað: 1892
Stjóri: Karel Jarolím
Leikvangur: Stadion Evžena Rošického (19.032)
Grannar: Sparta Praha


Þó svo að Slavia geti varla talist sem eitt af stórveldum evrópu er þetta þó um margt merkilegt lið. Þetta er eitt af elstu knattspyrnufélögum á meginlandi evrópu. Þetta lið eru nú heimsmethafar fyrir það að vera það lið með elstu búningana. Frá árinu 1896 hafa Slvaia Praha aldrei skipt um liti eða eða þema á heimavallarbúningum liðsins. Heimavöllurinn er nú ekki mjög stór miðað við það sem gengur og gerist í Englandi. Hinsvegar hefur Slavia annann völl til að spila á ef um STÓRLEIKI er að ræða. Í aðeins göngufæri frá heimavelli Slvaia er stærsti íþróttaleikvangur heims til húsa (tekur 250.000 áhorfendur í sæti). Í augnarblikinu spilar Sparta Praha heimaleikina sína á einum af þeim 8 knattspyrnuvöllum sem eru til staðar í þessari byggingu.
         Sem stendur er Slavia Praha í fjárhagsvandræðum og hefur því ekki getað haldið í sína stærstu stjörnur. Flestir leikmenn liðsins eru ungir og efnilegir leikmenn. Þeir eiga nú 3 leikmenn sem spila í U-21 með landsliðum sínum. Slavia hefur undanfarin 15 ár alið af sér nokkra leikmenn á heimsmælikvarða eins og Patrik Berger, Vladimír Šmicer, Karel Poborský og Pavel Kuka.
         Glory tímabil Slavia var á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Á þeim tíma voru Slvaia með einn besta leikmann heims. Leikmaðurinn hét Josef "Pepi" Bican. Pepi þessi vann 5 sinnum gullskóinn í evrópu (flest mörk skoruð með félagsliði í evrópu). Hann náði auk þess þeim árangri að vera markahæsti leikmaður í deildarkeppni 12 sinnum á ferlinum. Eitt sinn var reynt að hafa uppá hvað Pepe hafi skorað mörg mörk á ferlinum og fengu menn þá út að hann hafi skorað um 5.000 mörk (Pele skoraði um 1.000). Þessi tala hefur aldrei fengist staðfest og því er það ekki heimsmet.
         Á þessum tíma voru Slavia Praha eitt af bestu liðum evrópu og náði langt í evrópukeppnum. Á síðustu árum hafa Slavia dregist nokkuð aftur. Fyrir 10 árum náðu þeir þó að vinna tékknesku deildina og komast í undanúrslit í Uefa Cup. S.P hafa ekki náð að standa undir væntingum það sem af er þessu tímabili líkt Spurs. Þeir hafa tapað 3 leikjum af 7 í deildinni og eru sem stendur um miðja deild.

Eignarhald

Nú var ég ekki á landinu né í netsambandi þegar fyrri leikurinn fór fram og veit því ekki hvort það hafi verið mikið í umræðunni að það séu sömu aðilar sem eiga ráðandi hlut í Slavia Praha og Tottenham. ENIC Sports Ltd á um 97% hlut í Slavia Praha sem er auðvitað ráðandi hlutur. Þetta sama fjárfestingafyrirtæki á 29,8% hlut í Tottenham Hotspur sem er ráðandi hlutur. Svona fyrst ég er á þeim nótum er í lagi að það komi fram að næst stærsti hluthafi Spurs (13%) er Alan Sugar fyrverandi stjórnarformaður Spurs. Eins og allir vita er það Daniel Levi sem er stjórnarformaður Spurs fyrir hönd ENIC Sports Ltd. ENIC á einnig ráðandi hlut í gríska félaginu AEK Aþenu.

Tottenham í Uefa Cup
Uefa Cup var sett á laggirnar árið 1971. Það lið sem var fyrst til að vinna þessa keppni og vígði bikarinn var auðvitað Tottenham Hotspur. Við skulum aðeins fara yfir það ár.
         Við drógumst í fyrstu umferð á móti þáverandi íslandsmeisturum Keflavík. Fyrri leikurinn var háður á Íslandi. Tottenham áttu ekki í miklum vandræðum með Íslendingana í þeim leik og unnu leikinn 6-1. Svo komu víkingarnir úr rokkbænum í heimsókn á WHL nokkru síðar. Ekki veittu þeir okkur meiri mótspyrnu í þeim leik og unnum við leikinn heima 9-0. Keflavík kemur því nokkrum sinnum fyrir í sögubókum Spurs þar sem 9-0 er stærsti sigur okkar í evrópukeppni og 15-1 er stærsti samanlagði sigur okkar í evrópukeppni. Við unnum að leið okkar að titlinum lið eins og Nants og AC Milan. Úrslitaleikurinn var svo á móti Wolverhampton Wanderers. Á þeim tíma var enginn einn úrslitaleikur heldur var spilað tvo leiki og samanlögð úrslit skáru úr um sigurvegara (breytt í einn úrslitaleik árið 1997). Við unnum fyrri leikinn við Wolves 2-1 með tveimur mörkum frá Martin Chivers (markahæsti leikmaður Spurs frá upphafi í evrópukeppni). Seinni leikurinn fór svo jafntefli 1-1 og var það miðjumaðurinn Alan Mullery sem skoraði mark Tottenham í þeim leik.
         Seinni titillinn okkar í Uefa Cup kom svo 12 árum síðar. Leið okkar að titlinum var um margt keimlík leiðinni að fyrsta titlinum. Við byrjuðum á að leggja lágt skrifað lið með miklum mun. Við unnum Drogheda samanlagt 14-0 í fyrstu umferð. Við unnum á leiðinn að titlinum lið eins og Feyenoord og Byern Munchen. Fyrri leikurinn fór 1-1. Úrslitaleikurinn var svo gegn Anderlect. Enn og aftur bar Ísland á góma þar sem Arnór Guðjónsen spilaði með liði Anderlect á þeim tíma. Arnór er svo sannarlega Tottenhammönnum góðu kunnugur eftir þann leik. Hér er video af úrslitaleiknum. Smella hér.
         Síðast spiluðum við í evrópukeppni árið 1999. Við byrjuðum á að leggja Fc Zimbru 3-0 samanlagt. Við duttum svo út í annari umferð á móti Kaiserslautern. Við unnum fyrri leikinn 1-0 heima með vítaspyrnu frá Steffen Iversen. Það var hinsvegar sjálfsmark Carr sem sendi okkur úr keppninni þegar Kaiserslautern vann okkur 2-0.

Tölfræði og staðreyndir

*við höfum spilað 100 evrópuleiki (intertoto undanskilið) og við höfum
Unnið 60
Tapað 21
Jafnt 19

*Við höfum spilað 49 heimaleiki og:
Unnið 40
Tapað 1
Jafnt 8

*Við höfum aldrei dottið út í fyrstu umferð evrópukeppni.

*Við höfum aldrei tapað fyrir tékknesku liði í evrópukeppni (heimildir ótraustar).

*Höfum reyndar tapað hverjum einasta heimaleik á dagsetningunni 28.9 í 43 ár. En aldrei spilað evrópuleik á þessari dagsetningu þannig að þessi tölfræði skiptir engu ;) Minni bara á heimavallatölfræði okkar í Evrópukeppni.

Mitt mat
Það er alveg ljóst að leikmenn Tottenham munu ekki vilja tapa þessum leik á heimavelli sínum eftir að hafa brugðist aðdáendum sínum gegn Liverpool á laugardaginn síðasta. Stuðningsmenn Spurs eru búnir að vera ansi langeygðir eftir að sjá liðið sitt spila í evrópu. Það er enginn leikmaður sem er tilbúinn til að taka það á sig að vera þess valdandi að við dettum út úr keppninni á móti þessu liði. Þess vegna er ég svo viss um að þessi leikur muni vinnast. Þjálfari Slavia Praha sagði eftir fyrri leikinn að þeir þyrftu kraftaverk til að komast áfram. Ég ætla bara að taka undir orð þjálfarans. Það þarf algjört kraftaverk að gerast til að við dettum út á fimmtudaginn. Ég ætla að spá okkur fyrsta þriggjamarka sigrinum í tæpt eitt og hálft ár. Enda eins og oft áður hefur komið fram er ég orðinn ansi þreyttur á biðinni eftir þriggjamarka sigri.

Ég vona að allir njóti þess að horfa á leikinn og styðji við bakið á okkar mönnum þó svo að við séum ekki á vellinum.

COYS!!!

5 ummæli:

Birgir sagði...

Mjög góður pistill.
Hef mikla trú að Spurs eigi aldeilis eftir að bíta í skjaldarendurnar og rífa sig upp úr þessari lægð sem þeir eru í.
Spái 3-0 sigri ... sigri sem á eftir að koma Spurs á beinu brautina.

Sicknote sagði...

Takk fyrir það. Já við týnum aldrei trúnni þó að á móti blási. Gleymum því ekki að S.P er að ganga í gegnum svipaða hluti í sinni deild. Það myndi vera þungu fargi af mér létt ef við næðum einum þriggjamarka sigri. Er búinn að bíða ansi lengi eftir honum.

Einar Gislason sagði...

Flottur pistill, og flott síða! Var að koma hérna inn í fyrsta skipti. Keep up the good work!

Sicknote sagði...

Takk fyrir einsidan. Ég elska að fá komment. Þá veit maður að minnsta kosti að einhver er að lesa það sem maður er að skrifa ;) Endilega haldið áfram að kíkja og kommenta!

Nafnlaus sagði...

Frábær pistill.
Kem hingað reglulega til að fylgjast með en ég hef haldið með Tottenham síðan 1979 eða frá því ég var 10 ára gamall. Gengur illa akkúrat í augnablikinu en við höfum séð það svartara. Erum með betri mannskap en oftast áður og nú er bara að nota UEFA bikarinn til að rífa upp mannskapinn - deildin kemur svo af sjálfu sér með auknu sjálfstrausti.
ÁFRAM TOTTENHAM!