fimmtudagur, september 28, 2006
Sigur!
Ef að Tottenham menn geta ekki tekið gleði sína á ný núna þá er eitthvað meira að. Við sigruðum nokkuð sannfærandi í kvöld. Enn vantar þó sjálfstraust í leikmenn nema Jenas virðist vera. Við áttum leikinn þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir hjá Slavia mönnum. Robbie Keane náði loks að skora eftir 5 mánaða markaþurrð. Þrátt fyrir að 1-0 sigur sé ekki stórsigur þá skulum við ekki gleyma því að við vorum með 5 stórjaxla meidda og því er það frábær árangur að vinna leikinn. Nú erum við komnir í riðlakeppnina í Uefa cup.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Nú liggur leiðin BARA upp á við - ÁFRAM TOTTENHAM!
Takk fyrir kommentið!
Jha það er allavega nokkuð ljóst að við spilum hið minnsta 6 leikjum fleirri í ár en á síðasta ári. Ef að leikmenn vinna rétt úr sínum málum getur síðasti leikur verið stökkpallurinn. Við allavega vonum það.
Það verður gaman að mæta á WHL á sunnudaginn með þennan sigur í farteskinu.
Vonandi var þetta það sem Spurs þurfti og við förum að hala inn einhverjum stigum í deildinni.
Gaman að vera í UEFA Cup, en myndi glaður selja árangur þar fyrir betri árangur í deildinni.
Myndi nú ekki slá hendinni við góðum árangri í deild og Uefa;) Það eru blendnar tilfinningar hjá mér varðandi hvort ég vilji frekar góðann árangur í deild eða góðann árangur í Uefa. Maður er náttúrulega bara búinn að bíða ansi lengi eftir að komast í evrópukeppni. Þá fær maður loksins að sjá Spurs spila við lið sem spila ekki "ensku taktíkina". En draumurinn er auðvitað meistaradeildin.
Þegar Liverpool vann Meistaradeildina, þá voru þeir mjög slakir í Ensku deildinni.
Þannig að Tottenham gæti....
Já það er aldrei að vita! Var það svo ekki Middlesbrugh sem spilaði úrslitaleikinn í Uefa cup í fyrra á móti Sevilla en lentu í hvað? 14 sæti í deild eða eitthvað svoleiðis? Ég vona nú að við förum nú samt ekkert að floppa í deildinni ef við spilum nokkra evrópuleiki í viðbót.
Skrifa ummæli