Nú var ég að lesa frétt á NewsNow sem mér fannst mjög leiðinleg. Á síðasta tímabili tók ég ástfóstri við einum af leikmönnum okkar kannski umfram aðra. Ég er að tala um leikmanninn Mido. Ástæða þess að ég var svo hrifinn af honum var ekki bara að mér þótti hann góður leikmaður heldur líka hvað hann var góður teamplayer. Hann kom reglulega fram í fjölmiðlum til að dásama félagið og talaði alltaf vel um samherja sína og svona. Hann var svona nice guy. Hann er kannski betur þekktur sem bad boy en mér fannst eitthvað hafa breyst á síðasta tímabili. Nú ætla ég hinsvegar að lýsa yfir óánægju minni með Mido undanfarið. Mér finnst hann hafa verið hrokafullur og leiðinlegur það sem af er tímabili. Í fyrra klappaði hann alltaf lófunum ef hann fékk góða sendingu frá samherjum, svona til að gefa sendingamanninum kredid fyrir góða sendingu. Þetta finnst mér alltaf góðs viti, svona smá pepp og sýnir góða liðsheild. Þetta hefur alveg hætt eftir endurkomu hans. Ég sá Mido einnig oft hughreysta samherja þegar þeir klúðruðu færi eða gerðu önnur mistök. Þetta hef ég heldur ekki séð eftir endurkomu hans. Svo les ég það í þessari grein að hann sé að segja að Sol Cambell sé lélegasti varnarmaður sem hann hefur mætt. Nú ætla ég ekkert að fara verja Sol eða neitt þannig, en hvernig dettur Mido í hug að segja þetta? Þvílíkur hroki. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta gæti hafa verið grín. En þá því miður hefur hann bara ekki efni á því að gera grín á kostnað annara. Mido er búinn að vera í lægð núna í 8 mánuði. Þetta finnst mér alveg óhemju hrokafullt í því ljósi.
Ég er mjög ósáttur við þessi ummæli Mido en ef hann lætur ekki Sol Cambell líta mjög illa út á sunnudaginn mun Mido verða fyrir gríðarlegum álitshnekkjum. Það er eins gott að hann standi undir þessu. Ég mun því hafa auga með því hvernig Mido gengur á móti Sol á sunnudaginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
BTW.. Leikurinn er á morgun Sunnudag :)
Annars finnst mér þessi ummæli hans alveg fáránleg, þú segir ekki svona um aðra leikmenn... Bjóst einhvern veginn við að Mido væri greindari en þetta, en greinilega ekki. Það er bara heimska að koma með svona yfirlýsingar. Eins og þú segir síðan, eins gott að Mido standi undir þessum ummælum sínum og standi sig feikivel gegn Portsmouth, annars þarf hann að éta þetta allt ofan í sig aftur.
Takk fyrir leiðréttinguna Birgir;) Það er bara einhver vani að tala um leiki á laugardegi.
En já þetta býst maður alveg við að heyra frá mönnum eins og Zlatan Ibrahimovic eða einhverjum svoleiðis köppum, en maður hélt að Mido væri að reyna hrista þetta hrokafulla orðspor af sér.
Mér fannst eins og þetta væri einhver desperate tilraun hjá Mido til að skora auðveld prik hjá stuðningsmönnum, enda hefur hann ekki beinlínis verið að brillera inni á vellinum.
Því miður var þetta ansi vanhugsað hjá honum.
Jolarinn tæklar þetta ágætlega á official síðunni:
"I have spoken to Mido and he is well aware that this is not the kind of comment you make about a fellow player. Given the feelings that still run high about Sol among our supporters, Mido's comments were not only disrespectful, they were also irresponsible.
"I have told him to let his football do the talking in the future."
Takk fyrir kommentin einsidan. Finnst þetta mjög góður punktur með að hann hafi verið að reyna fá prik frá áhorfendum á auðveldann hátt. Jol er náttúrulega til fyrirmyndar í öllum svona málum enda sér maður aldrei hann vera með stæla.
Það er nokkuð ljóst að það þarf allavega ekki að mótívera Sol neitt frekar fyrir leikinn á morgunn. Mjög heimskulegt!
Skrifa ummæli