fimmtudagur, júlí 05, 2007

Kaboul kominn.

Þá bætist þriðji (4) maðurinn í safnið. Finnst eins og ekki sé hægt að tala um Taraabt sem nýjann leikmann þó hann hafi verið keyptur í sumar.

Ég vona að þetta hljómi ekki eins og þversögn við það sem ég hef verið að predika en ég er ánægður með kaupin. Ég vill nefninlega sjá svona unga og efnilega leikmenn koma til liðsins. Þetta eru líka fín kaup að því leitinu til að þau leysa vandamál. Eitt af okkar stærstu vandamálum síðastu tímabil hefur verið fjarvera King. Þetta er leikmaður sem skv. því sem ég hef lesið á að vera nokkuð góður og hefur alla burði til að vera enn betri. Hann er þó engin stjarna sem myndi ekki sætta sig við að þurfa berjast fyrir sæti sínu. Hann kemur til liðsins vitandi það að hann þarf að gefa allt fyrir félagið til að geta orðið byrjunarliðsmaður.

Hinsvegar held ég að landi hans Dervite eigi eftir að reynast honum stærri andstæðingur en hann á von á. Að einhverjum völdum hef ég óbilandi trú á Dervite, og ég veit ekkert af hverju? Ég hef aldrei séð heilann leik með honum eða neitt. Samt hef ég það á tilfinningunni að Dervite sé ein af okkar skærustu vonarstjörnum.